Þægilegasti ferðamátinn Þráinn Bertelsson skrifar 16. júní 2008 07:00 Dr. Gunni segir frá því í sunnudagsblaði Fréttablaðsins að þriggja daga ferðalag til Íslands fyrir bandarískt par mundi kosta 300 þúsund krónur, eða fyrir þá sem eru góðir í deilingu, 100 þúsund kall á dag. Það er dýrt spaug að ferðast og getur verið hættulegt (matareitrun, flugslys), stressandi (biðraðir, tengiflug), niðurlægjandi (vopnaþuklið) og þreytandi (erlendur gjaldmiðill, minjagripaverslanir, óskiljanleg götukort). Sjálfur er ég nýkominn úr tveimur mjög spennandi ferðalögum. Í fyrra skiptið fór ég í fótspor hins djarfa landkönnuðar Stanleys niður Blóðá eða Kongófljót, um þvera Afríku, um sum hættulegustu svæði veraldar þar sem enginn ferðamaður hefur stigið fæti sínum um áratuga skeið. Þetta ferðalag með einkaleiðsögumanninum Tim Butcher stóð í um það bil viku með góðri hvíld á milli og hófst í Eymundsson í Austurstræti, þar sem ég keypti bókina hans „Blóðá" (Blood River) fyrir spottprís. Í nótt kom ég heim frá borginni Betlehem í Palestínu og Ísrael þar sem ég var inni á gafli hjá sögukennaranum Omari Yussef, íslömskum fræðimanni sem kennir við stúlknaskóla Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu. Í fylgd með honum kynntist ég mönnum sem gefa sig út fyrir að vera þjóðernissinnar og baráttumenn fyrir frelsi en eru ótíndir glæpamenn sem misnota hörmungarástand í eigin þágu. Ég kynntist daglegu lífi fólks í þessu stríðshrjáða landi, lífi sem fjölmiðlar kunna ekki að segja okkur frá. Þetta ógleymanlega ferðalag kostaði innan við tvöþúsund kall og hver sem er getur fengið að upplifa það (á íslensku) í bókinni „Morðin í Betlehem" eftir Matt Rees. Sennilega ferja íslenskir rithöfundar og kvikmyndagerðarmenn mun fleiri ferðamenn til Íslands en samanlögð flug- og skipafélög heimsins. Það er bæði gott og ódýrt að ferðast í bókum og kvikmyndum. Sjálfur tek ég bókina framyfir sem ferðamáta, því að í bókinni er frelsið meira til að skoða sig um og gefa sér tíma; kvikmyndin er meira eins og pakkaferð; maður er rekinn áfram og fær ekki að sjá nema sérvalda staði. Frásagnarlistin fjallar nú eins og ævinlega um að leiða fólk inn á áður ókunna stigu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun
Dr. Gunni segir frá því í sunnudagsblaði Fréttablaðsins að þriggja daga ferðalag til Íslands fyrir bandarískt par mundi kosta 300 þúsund krónur, eða fyrir þá sem eru góðir í deilingu, 100 þúsund kall á dag. Það er dýrt spaug að ferðast og getur verið hættulegt (matareitrun, flugslys), stressandi (biðraðir, tengiflug), niðurlægjandi (vopnaþuklið) og þreytandi (erlendur gjaldmiðill, minjagripaverslanir, óskiljanleg götukort). Sjálfur er ég nýkominn úr tveimur mjög spennandi ferðalögum. Í fyrra skiptið fór ég í fótspor hins djarfa landkönnuðar Stanleys niður Blóðá eða Kongófljót, um þvera Afríku, um sum hættulegustu svæði veraldar þar sem enginn ferðamaður hefur stigið fæti sínum um áratuga skeið. Þetta ferðalag með einkaleiðsögumanninum Tim Butcher stóð í um það bil viku með góðri hvíld á milli og hófst í Eymundsson í Austurstræti, þar sem ég keypti bókina hans „Blóðá" (Blood River) fyrir spottprís. Í nótt kom ég heim frá borginni Betlehem í Palestínu og Ísrael þar sem ég var inni á gafli hjá sögukennaranum Omari Yussef, íslömskum fræðimanni sem kennir við stúlknaskóla Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu. Í fylgd með honum kynntist ég mönnum sem gefa sig út fyrir að vera þjóðernissinnar og baráttumenn fyrir frelsi en eru ótíndir glæpamenn sem misnota hörmungarástand í eigin þágu. Ég kynntist daglegu lífi fólks í þessu stríðshrjáða landi, lífi sem fjölmiðlar kunna ekki að segja okkur frá. Þetta ógleymanlega ferðalag kostaði innan við tvöþúsund kall og hver sem er getur fengið að upplifa það (á íslensku) í bókinni „Morðin í Betlehem" eftir Matt Rees. Sennilega ferja íslenskir rithöfundar og kvikmyndagerðarmenn mun fleiri ferðamenn til Íslands en samanlögð flug- og skipafélög heimsins. Það er bæði gott og ódýrt að ferðast í bókum og kvikmyndum. Sjálfur tek ég bókina framyfir sem ferðamáta, því að í bókinni er frelsið meira til að skoða sig um og gefa sér tíma; kvikmyndin er meira eins og pakkaferð; maður er rekinn áfram og fær ekki að sjá nema sérvalda staði. Frásagnarlistin fjallar nú eins og ævinlega um að leiða fólk inn á áður ókunna stigu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun