Á morgun með Megasi 15. júlí 2008 05:30 Safn laga við ljóð ýmissa skálda er væntanlegt frá hendi Megasar. Loksins er komið nafn á fyrirhugaðan disk Megasar, Magnúsar Þórs Jónssonar, með safni laga úr ýmsum áttum. Hann er væntanlegur í verslanir í lok næstu viku og kallast safnið Á morgun. Á disknum eru sextán sönglög úr ýmsum áttum en hljómsveit Magnúsar, Senuþjófarnir, leikur undir. Hefur Megas aldrei áður unnið í svo langan tíma með einum og sama hópi tónlistarmanna. Hafa þeir félagarnir farið um landið og léku í Eyjum á Goslokahátíð og á Bryggjuhátíðinni á Stokkseyri nú um helgina. Á báðum stöðum hlustaði fjölmenni á tónlistarflutninginn. Eiður Árnason hjá Senu segir lagasafnið einstaklega vel heppnað þótt lögin séu úr ýmsum áttum. „Þetta er einstaklega skemmtileg plata og flutningur hans á ljóðunum dregur fram nýjar hliðar á ljóðunum sem maður hafði ekki náð áður," segir Eiður. Safnið er sett saman úr lögum eftir aðra höfunda úr ýmsum áttum. Þarna eru kvæði á borð við Frændi þegar fiðlan þegir eftir Halldór Laxness, en þeir Megas voru skyldir, Fornt ástarljóð enskt, Þórður kakali eftir Hannes Hafstein og svo yngri lagasmíðar eins og Hagavagninn eftir Jónas Jónasson, Litla stúlkan, Brúnaljósin brúnu og Selja litla, sem öll eru dægurlög frá fimmta og sjötta áratugnum. Þá er þar hið kunna kvæði Halldórs samið við lag Jóns Nordal sem var í Silfurtunglinu, Hvert örstutt spor. Megas hefur löngum haft ljóð eftir önnur skáld á efnisskrá sinni, fleiri en hið stóra safn laga sem hann hefur samið við Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Þetta er önnur plata hans sem er einvörðungu með ljóðum annarra en 1978 gaf hann út barnaplötuna Nú er ég klæddur og kominn á ról. -pbb@frettabladid.is Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Loksins er komið nafn á fyrirhugaðan disk Megasar, Magnúsar Þórs Jónssonar, með safni laga úr ýmsum áttum. Hann er væntanlegur í verslanir í lok næstu viku og kallast safnið Á morgun. Á disknum eru sextán sönglög úr ýmsum áttum en hljómsveit Magnúsar, Senuþjófarnir, leikur undir. Hefur Megas aldrei áður unnið í svo langan tíma með einum og sama hópi tónlistarmanna. Hafa þeir félagarnir farið um landið og léku í Eyjum á Goslokahátíð og á Bryggjuhátíðinni á Stokkseyri nú um helgina. Á báðum stöðum hlustaði fjölmenni á tónlistarflutninginn. Eiður Árnason hjá Senu segir lagasafnið einstaklega vel heppnað þótt lögin séu úr ýmsum áttum. „Þetta er einstaklega skemmtileg plata og flutningur hans á ljóðunum dregur fram nýjar hliðar á ljóðunum sem maður hafði ekki náð áður," segir Eiður. Safnið er sett saman úr lögum eftir aðra höfunda úr ýmsum áttum. Þarna eru kvæði á borð við Frændi þegar fiðlan þegir eftir Halldór Laxness, en þeir Megas voru skyldir, Fornt ástarljóð enskt, Þórður kakali eftir Hannes Hafstein og svo yngri lagasmíðar eins og Hagavagninn eftir Jónas Jónasson, Litla stúlkan, Brúnaljósin brúnu og Selja litla, sem öll eru dægurlög frá fimmta og sjötta áratugnum. Þá er þar hið kunna kvæði Halldórs samið við lag Jóns Nordal sem var í Silfurtunglinu, Hvert örstutt spor. Megas hefur löngum haft ljóð eftir önnur skáld á efnisskrá sinni, fleiri en hið stóra safn laga sem hann hefur samið við Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Þetta er önnur plata hans sem er einvörðungu með ljóðum annarra en 1978 gaf hann út barnaplötuna Nú er ég klæddur og kominn á ról. -pbb@frettabladid.is
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira