Bandaríkjamenn texta meira en þeir tala Atli Steinn Guðmundsson skrifar 23. september 2008 08:08 Farsímanotendur í Bandaríkjunum hafa nú náð þeirri stöðu að nota SMS-skilaboð meira en þeir tala í símann. Eftir annan fjórðung þessa árs liggur það fyrir að farsímanotendur vestanhafs sendu og móttóku að meðaltali 357 smáskilaboð á mánuði en símtölin sem fóru um síma þeirra, inn og út, voru 204. Þetta er myndarleg aukning í notkun SMS-skilaboða síðan á sama ársfjórðungi 2006 en þá voru þau að meðaltali 65 á mánuði. Aukningin nemur 450 prósentum en það er þó langt í frá á kostnað símtalanna því fjöldi þeirra hefur staðið nokkurn veginn í stað þessi tvö ár. Í júnímánuði á þessu ári sendu bandarískir farsímaeigendur hvorki meira né minna en 75 milljarða SMS-skilaboða sem eru að meðaltali tveir og hálfur milljarður dag hvern. Það er aukning um 160 prósent síðan á sama tíma árið áður. SMS-skilaboðin öðluðust fyrst vinsældir í Asíu og Evrópu vegna þess að víða í þessum álfum voru þau mun ódýrari kostur en símtöl. Dýr millilandasímtöl vegna reikisamninga evrópskra símafyrirtækja ýttu undir þessa þróun þar sem ódýrara er að senda SMS milli landa en hringja. Bandarísku símafyrirtækin eru nú tekin að bjóða upp á sérstaka SMS-áskrift þar sem notandinn getur sent ótakmarkaðan fjölda skeyta fyrir fast gjald sem nemur 1.800 krónum á mánuði. Vísindi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira
Farsímanotendur í Bandaríkjunum hafa nú náð þeirri stöðu að nota SMS-skilaboð meira en þeir tala í símann. Eftir annan fjórðung þessa árs liggur það fyrir að farsímanotendur vestanhafs sendu og móttóku að meðaltali 357 smáskilaboð á mánuði en símtölin sem fóru um síma þeirra, inn og út, voru 204. Þetta er myndarleg aukning í notkun SMS-skilaboða síðan á sama ársfjórðungi 2006 en þá voru þau að meðaltali 65 á mánuði. Aukningin nemur 450 prósentum en það er þó langt í frá á kostnað símtalanna því fjöldi þeirra hefur staðið nokkurn veginn í stað þessi tvö ár. Í júnímánuði á þessu ári sendu bandarískir farsímaeigendur hvorki meira né minna en 75 milljarða SMS-skilaboða sem eru að meðaltali tveir og hálfur milljarður dag hvern. Það er aukning um 160 prósent síðan á sama tíma árið áður. SMS-skilaboðin öðluðust fyrst vinsældir í Asíu og Evrópu vegna þess að víða í þessum álfum voru þau mun ódýrari kostur en símtöl. Dýr millilandasímtöl vegna reikisamninga evrópskra símafyrirtækja ýttu undir þessa þróun þar sem ódýrara er að senda SMS milli landa en hringja. Bandarísku símafyrirtækin eru nú tekin að bjóða upp á sérstaka SMS-áskrift þar sem notandinn getur sent ótakmarkaðan fjölda skeyta fyrir fast gjald sem nemur 1.800 krónum á mánuði.
Vísindi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira