Körfubolti

Mæta Slóveníu

Helena Sverrisdóttir hefur skorað 52 stig í tveimur leikjum.
Fréttablaðið/rósa
Helena Sverrisdóttir hefur skorað 52 stig í tveimur leikjum. Fréttablaðið/rósa

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta spilar þriðja leik sinn í Evrópukeppninni klukkan 19.15 á Ásvöllum í kvöld en stelpurnar taka þá á móti Slóveníu. Þetta er síðasti heimaleikur liðsins í keppninni en tveir síðustu leikirnir fara fram á Írlandi og í Svartfjallalandi.

Slóvenía var fyrirfram talin vera með sigurstranglegasta liðið í riðlinum en liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum og er þegar búið að reka aðalþjálfara sinn. Í liðinu eru meðal annars leikmenn sem eru að gera góða hluti í sterkum deildum á Spáni og Ítalíu.

Íslenska liðið vann góðan sigur á Sviss í fyrsta leik sínum fyrir viku en tapaði síðan fyrir Hollandi á útivelli um helgina.

Helena Sverrisdóttir hefur verið í miklu stuði í tveimur fyrstu leikjunum og er sem stendur langstigahæsti leikmaður b-deildarinnar með 26,0 stig að meðaltali í leik.- óój




Fleiri fréttir

Sjá meira


×