Sign fékk gullplötu fyrir lag á safnplötu Kerrang! 22. ágúst 2008 11:15 Sign með gullplötuna góðu. Árleg verðlaunahátíð Kerrang! tímaritsins fór fram í gærkvöldi. Á meðal viðurkenninga sem voru veittar var gullplata til þeirra hljómsveita sem tóku þátt í að heiðra Iron Maiden með ábreiðu en safndiskur var gefinn út með tímaritinu fyrr í sumar. Tímaritið seldist í yfir hundrað þúsund eintökum þá vikuna en venjuleg sala er í kringum fjörtíu þúsund eintök. Sign voru sérstakir gestir ritstjóra Kerrang! Paul Brannigan en hann hefur verið einlægur stuðningsmaður þeirra um langt skeið. Sign strákarnir gerðu sína útgáfu af Run to the Hills eins og frægt er orðið. Ábreiðan hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og í nýlegu viðtali við Ragnar Sólberg í London Live blaðinu segir blaðamaður í inngangi að aðeins þeir fífldjörfustu eða hugrökkustu hefði dottið í hug að ráðast á frægasta lag rokkgoðanna en bætir við að ábreiðan sé sérlega frumleg og vel heppnuð. Mikil viðbrögð urðu við útgáfu Sign á bloggsíðum og skiptist fólk í tvær fylkingar. Sumir hafa gengið svo langt að kalla þetta guðlast en aðrir hafa haldið því fram að ábreiða Sign sé betri en frumgerðin. Sign kláruðu fjögurra tónleika ferð til Bretlands þar sem þeir spiluðu meðal annars á Gay Pride í Donaster og enduðu ferðina á Kerrang! verðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Sign spila á Menningarnótt á morgun, laugardag, og á Ljósanótt, 4. september. Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Árleg verðlaunahátíð Kerrang! tímaritsins fór fram í gærkvöldi. Á meðal viðurkenninga sem voru veittar var gullplata til þeirra hljómsveita sem tóku þátt í að heiðra Iron Maiden með ábreiðu en safndiskur var gefinn út með tímaritinu fyrr í sumar. Tímaritið seldist í yfir hundrað þúsund eintökum þá vikuna en venjuleg sala er í kringum fjörtíu þúsund eintök. Sign voru sérstakir gestir ritstjóra Kerrang! Paul Brannigan en hann hefur verið einlægur stuðningsmaður þeirra um langt skeið. Sign strákarnir gerðu sína útgáfu af Run to the Hills eins og frægt er orðið. Ábreiðan hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og í nýlegu viðtali við Ragnar Sólberg í London Live blaðinu segir blaðamaður í inngangi að aðeins þeir fífldjörfustu eða hugrökkustu hefði dottið í hug að ráðast á frægasta lag rokkgoðanna en bætir við að ábreiðan sé sérlega frumleg og vel heppnuð. Mikil viðbrögð urðu við útgáfu Sign á bloggsíðum og skiptist fólk í tvær fylkingar. Sumir hafa gengið svo langt að kalla þetta guðlast en aðrir hafa haldið því fram að ábreiða Sign sé betri en frumgerðin. Sign kláruðu fjögurra tónleika ferð til Bretlands þar sem þeir spiluðu meðal annars á Gay Pride í Donaster og enduðu ferðina á Kerrang! verðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Sign spila á Menningarnótt á morgun, laugardag, og á Ljósanótt, 4. september.
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“