Vörn fyrir Venesúelu Þorvaldur Gylfason skrifar 14. ágúst 2008 07:00 Fallbeygingar landaheita eru svolítið á reiki, þar eð ekki er alltaf ljóst, hvers kyns löndin skuli teljast. Karlkyn er sárasjaldgæft, en kvenkyn og hvorugkyn takast á um sum heiti. Lönd eru yfirleitt kvenkennd og heiti þeirra því höfð kvenkyns. Lönd eru mæður. Eitt land heitir beinlínis konunafni: það er Georgía, þar sem allt er nú í hers höndum. Fyrsta forsetafrú Íslands hét Georgía. Mörg önnur lönd heita kvenlegum nöfnum. Albanía beygist eins og Stefanía. Um KeníuSama máli gegnir um Tansaníu og Keníu. Ég tala um Keníu, ekki um Kenía eins og ritstjóri minn einn vildi hafa það, en ég tók það ekki í mál með þeim rökum, að mér finnst Kenía vera kvenkyns eins og Tansanía. Enda gildir sama regla um Ástralíu, Belgíu, Bosníu, Bólivíu, Brasilíu, Búlgaríu, Eþíópíu, Gambíu, Indónesíu, Ítalíu, Jórdaníu, Kambódíu, Kólumbíu, Króatíu, Líberíu, Líbýu, Makedóníu, Malasíu, Máritaníu, Mongólíu, Namibíu, Nígeríu, Rúmeníu, Sambíu, Slóvakíu, Slóveníu og Sómalíu, þar sem allt logar í ófriði. Heiti þessara landa eru klárlega kvenkyns líkt og Argentína, Armenía, Arúba, Dóminíka, Erítrea, Gínea, Jamaíka, Júgóslavía, Kórea, Kúba, Malta, Moldavía og Úkraína og beygjast eftir því. Kanada og Kína eru kynlausar undantekningar frá reglunni og beygjast eins og hjarta og nýra. Engum dettur í hug að beygja Kanada eins og Renata eða Kína eins og Stína.Önnur landaheiti með öðrum ókvenlegum endingum eru einnig kynlaus, svo sem Bútan, Íran, Japan, Óman, Súdan og Taívan. Þessi heiti beygjast ekki eins og Kjartan, heldur eins og Kvaran. Við lesum sögur Kvarans, það eru sögur Einars H. Kvaran. Sumir segjast með líku lagi fara til Japans frekar en að sleppa eignarfallsessinu. Sama máli gegnir um Írak: fólk segist fara ýmist til Írak eða til Íraks. Flestir segjast þó fara til Afganistan, Kasakstan, Kirgísistan, Pakistan, Tadsjikistan, Túrkmenistan, Úsbekistan og annarra plássa með endingunni stan, sem þýðir víst borg eins og í Gamla stan í Stokkhólmi.Landaheiti eru sjaldan karlkyns. Noregur og Spánn eru undantekningar og kannski einnig Benín, ef við beygjum það eins og Lenín, nema við beygjum það heldur eins og Kristín eða hýjalín. Tógó getur þó varla beygzt eins og Gógó, þótt það sé freistandi, og telst því vera kynlaust. Mörg önnur landaheiti af erlendum stofni með ýmsum endingum eru með líku lagi kynlaus og eins í öllum föllum: Alsír, Bangladess, Barein, Belís, Brúnei, Búrúndí, Djíbútí, Ekvador, El Salvador, Gabon, Gíbraltar, Gvam, Haítí, Hondúras, Ísrael, Jemen, Kamerún, Katar, Kiríbatí, Kongó, Kúveit, Kýpur, Laos, Litháen, Líbanon, Madagaskar, Malí, Máritíus, Mexíkó, Nepal, Níger, Paragvæ, Perú, Portúgal, Senegal, Simbabve, Singapúr, Síle, Srí Lanka, Súrínam, Sviss, Tsjad, Túnis, Úrúgvæ og Víetnam. Sumir kynnu að vilja bæta eignarfallsessi aftan við einhver heitanna og sigla þá til Ísraels eða Portúgals, en ekki til Hondúrass. Engum dettur í hug að beygja Kamerún eins og Sigrún eða Singapúr eins og megrunarkúr. Gínea Bissá og Búrkína Fasó eru beggja blands. Hvernig væri að bregða sér til Búrkínu Fasó? Hljómar vel. Frá Gíneu Bissá til BotsvönuEftir þessari aðalreglu þykir mér einnig eðlilegt, að Botsvana, Gana og Gvæjana beygist eins og Kristjana og Svana, og Rúanda og Úganda beygist eins og Branda, sem er að vísu ekki konunafn, en er algengt nafn á kúm og læðum. Við komum heim frá Botsvönu, Gvæjönu, Rúöndu og Úgöndu. Reglan er þá þessi: við beygjum landaheiti af erlendum stofni eins og konunöfn og kvenheiti eftir því sem hægt er, en látum okkur annars nægja að skoða þau eins og þau séu hvorugkyns, og þá mega þau mín vegna beygjast eins og hjarta, lunga, milta og nýra. Mér þykir eftir þessari einföldu reglu eðlilegt, að Búrma beygist eins og Norma, sem er algengt konunafn í Evrópu. Gvatemala ætti þá að beygjast eins og Vala og Angóla eins og Lóla. Ég hef einu sinni komið til Búrmu, það var fyrir mörgum árum, en hvorki til Angólu né Gvatemölu. Venesúela beygist eins og Manúela. En Bermúda og Níkaragva? Bermúda gæti beygzt eins og skúta. Kannski er þó bezt að hafa þessi heiti eins í öllum föllum eins og Grenada, Kanada, Kína og Panama, sem beygist ekki eins og dama, en það finnst mér þó ekki eiga við um Kosturíku - og ekki heldur um Kösublönku, ef við heimfærum regluna á borgir.Ég heyrði stutta sögu af tveim stúlkum í strætisvagni. Önnur sagði: Ég þarf að skila þessari vídeóspólu til hennar Óskar. Hin svaraði með þjósti: Óskar? Það er karlmannsnafn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fallbeygingar landaheita eru svolítið á reiki, þar eð ekki er alltaf ljóst, hvers kyns löndin skuli teljast. Karlkyn er sárasjaldgæft, en kvenkyn og hvorugkyn takast á um sum heiti. Lönd eru yfirleitt kvenkennd og heiti þeirra því höfð kvenkyns. Lönd eru mæður. Eitt land heitir beinlínis konunafni: það er Georgía, þar sem allt er nú í hers höndum. Fyrsta forsetafrú Íslands hét Georgía. Mörg önnur lönd heita kvenlegum nöfnum. Albanía beygist eins og Stefanía. Um KeníuSama máli gegnir um Tansaníu og Keníu. Ég tala um Keníu, ekki um Kenía eins og ritstjóri minn einn vildi hafa það, en ég tók það ekki í mál með þeim rökum, að mér finnst Kenía vera kvenkyns eins og Tansanía. Enda gildir sama regla um Ástralíu, Belgíu, Bosníu, Bólivíu, Brasilíu, Búlgaríu, Eþíópíu, Gambíu, Indónesíu, Ítalíu, Jórdaníu, Kambódíu, Kólumbíu, Króatíu, Líberíu, Líbýu, Makedóníu, Malasíu, Máritaníu, Mongólíu, Namibíu, Nígeríu, Rúmeníu, Sambíu, Slóvakíu, Slóveníu og Sómalíu, þar sem allt logar í ófriði. Heiti þessara landa eru klárlega kvenkyns líkt og Argentína, Armenía, Arúba, Dóminíka, Erítrea, Gínea, Jamaíka, Júgóslavía, Kórea, Kúba, Malta, Moldavía og Úkraína og beygjast eftir því. Kanada og Kína eru kynlausar undantekningar frá reglunni og beygjast eins og hjarta og nýra. Engum dettur í hug að beygja Kanada eins og Renata eða Kína eins og Stína.Önnur landaheiti með öðrum ókvenlegum endingum eru einnig kynlaus, svo sem Bútan, Íran, Japan, Óman, Súdan og Taívan. Þessi heiti beygjast ekki eins og Kjartan, heldur eins og Kvaran. Við lesum sögur Kvarans, það eru sögur Einars H. Kvaran. Sumir segjast með líku lagi fara til Japans frekar en að sleppa eignarfallsessinu. Sama máli gegnir um Írak: fólk segist fara ýmist til Írak eða til Íraks. Flestir segjast þó fara til Afganistan, Kasakstan, Kirgísistan, Pakistan, Tadsjikistan, Túrkmenistan, Úsbekistan og annarra plássa með endingunni stan, sem þýðir víst borg eins og í Gamla stan í Stokkhólmi.Landaheiti eru sjaldan karlkyns. Noregur og Spánn eru undantekningar og kannski einnig Benín, ef við beygjum það eins og Lenín, nema við beygjum það heldur eins og Kristín eða hýjalín. Tógó getur þó varla beygzt eins og Gógó, þótt það sé freistandi, og telst því vera kynlaust. Mörg önnur landaheiti af erlendum stofni með ýmsum endingum eru með líku lagi kynlaus og eins í öllum föllum: Alsír, Bangladess, Barein, Belís, Brúnei, Búrúndí, Djíbútí, Ekvador, El Salvador, Gabon, Gíbraltar, Gvam, Haítí, Hondúras, Ísrael, Jemen, Kamerún, Katar, Kiríbatí, Kongó, Kúveit, Kýpur, Laos, Litháen, Líbanon, Madagaskar, Malí, Máritíus, Mexíkó, Nepal, Níger, Paragvæ, Perú, Portúgal, Senegal, Simbabve, Singapúr, Síle, Srí Lanka, Súrínam, Sviss, Tsjad, Túnis, Úrúgvæ og Víetnam. Sumir kynnu að vilja bæta eignarfallsessi aftan við einhver heitanna og sigla þá til Ísraels eða Portúgals, en ekki til Hondúrass. Engum dettur í hug að beygja Kamerún eins og Sigrún eða Singapúr eins og megrunarkúr. Gínea Bissá og Búrkína Fasó eru beggja blands. Hvernig væri að bregða sér til Búrkínu Fasó? Hljómar vel. Frá Gíneu Bissá til BotsvönuEftir þessari aðalreglu þykir mér einnig eðlilegt, að Botsvana, Gana og Gvæjana beygist eins og Kristjana og Svana, og Rúanda og Úganda beygist eins og Branda, sem er að vísu ekki konunafn, en er algengt nafn á kúm og læðum. Við komum heim frá Botsvönu, Gvæjönu, Rúöndu og Úgöndu. Reglan er þá þessi: við beygjum landaheiti af erlendum stofni eins og konunöfn og kvenheiti eftir því sem hægt er, en látum okkur annars nægja að skoða þau eins og þau séu hvorugkyns, og þá mega þau mín vegna beygjast eins og hjarta, lunga, milta og nýra. Mér þykir eftir þessari einföldu reglu eðlilegt, að Búrma beygist eins og Norma, sem er algengt konunafn í Evrópu. Gvatemala ætti þá að beygjast eins og Vala og Angóla eins og Lóla. Ég hef einu sinni komið til Búrmu, það var fyrir mörgum árum, en hvorki til Angólu né Gvatemölu. Venesúela beygist eins og Manúela. En Bermúda og Níkaragva? Bermúda gæti beygzt eins og skúta. Kannski er þó bezt að hafa þessi heiti eins í öllum föllum eins og Grenada, Kanada, Kína og Panama, sem beygist ekki eins og dama, en það finnst mér þó ekki eiga við um Kosturíku - og ekki heldur um Kösublönku, ef við heimfærum regluna á borgir.Ég heyrði stutta sögu af tveim stúlkum í strætisvagni. Önnur sagði: Ég þarf að skila þessari vídeóspólu til hennar Óskar. Hin svaraði með þjósti: Óskar? Það er karlmannsnafn.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun