Brettadramað um Óþelló 4. desember 2008 06:00 Óvenjuleg sýning á Óþelló sem dregur saman bmx-glæfra, bretti og framtíðarútgáfu af klassísku leikverki. Farandsýning sem hefur ferðast á milli menntaskólanna í Reykjavík og verður á ferðinni út fyrir borgarmörkin eftir jól er nú sest að í Íslensku óperunni. Almennum leikhúsgestum gefst nú eitt tækifæri til að sjá sýninguna Óþelló Parkour. Sýningin er fyrsta leikstjórnarverkefni Ívars Arnars Sverrissonar og er jafnframt tilraun til að brjóta hefðir kringum hina sígildu sögu Shakespeare um márann frá Feneyjum, örlög hans og ástir. Sýninguna setti Ívar saman með því að sækja sér sérfræðiþekkingu í nýstárlega íþrótt sem hefur vaxið hratt að vinsældum á liðnum árum víða um heim: Parkour. Þetta jaðarsport dró saman krafta úr tveimur aðskildum frístundaiðkunum sem urðu til á götum borga heimsins: bmx og hjólabretti. Parkour snýst um að gera sitt nánasta umhverfi að leikvelli sínum. Nota hjól og bretti til frelsiskenndrar tjáningar með stökkum og fífldirfsku á hörðum flötum asfaltsins og steypunnar. Að gera það sem maður vill, fara þangað sem maður vill, vera sá sem maður er. Í sviðsetningu Ívars koma fram tólf leikarar og íþróttamenn: Óþelló er leikinn af Sveini Ólafi Gunnarssyni, Desdemóna er Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Jagó Ólafur S.K. Þorvaldz, en Emilía kona hans er Alexía Björg Jóhannesdóttir. Róderígó er Magnús Guðmundsson, Kassíó er Antoine Hrannar Fons, og Bjanka Inga Huld Hákonardóttir. Hópurinn Radioactive Pants fer með ýmis hlutverk en hann skipa: Tómas Þórhallur Guðmundsson, Andri Már Birgisson, Davíð Már Sigurðsson, Stefán Birnir Stefánsson og Tómas Orri Birgisson. Ívar hefur kosið að setja þessa óvenjulegu leiksýningu upp í náinni framtíð: Oþelló Parkour gerist á Vestfjörðum 2056. Grænlendingar er óvinir okkar og Vestfirðir eru sjálfstætt land. Óþelló er herforingi á Íslandi og hefur miðlað af reynslu sinni þegar Íslendingar hófu að byggja upp her til að verja olíu- og vatnsauðlindir landsins. Grænlendingar gera árás á Vestfirði vegna deilna um olíulindir á Grænlandshafi. Inní þetta fléttast svo ástarsaga Óþellós og Desdemónu. Aðeins ein kvöldsýning er fyrirhuguð á verkinu hér í Reykjavík að þessu sinni og verður hún föstudaginn 5. desember. Miðar verða seldir í Óperunni og ættu unnendur Shakespeare að hressa upp á minningarnar, en hér hefur Óþelló ekki verið fluttur síðan Baltasar, Ingvar og þau voru á síðasta ári í Leiklistarskólanum – og það er langt síðan. pbb@frettabladid.is Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Farandsýning sem hefur ferðast á milli menntaskólanna í Reykjavík og verður á ferðinni út fyrir borgarmörkin eftir jól er nú sest að í Íslensku óperunni. Almennum leikhúsgestum gefst nú eitt tækifæri til að sjá sýninguna Óþelló Parkour. Sýningin er fyrsta leikstjórnarverkefni Ívars Arnars Sverrissonar og er jafnframt tilraun til að brjóta hefðir kringum hina sígildu sögu Shakespeare um márann frá Feneyjum, örlög hans og ástir. Sýninguna setti Ívar saman með því að sækja sér sérfræðiþekkingu í nýstárlega íþrótt sem hefur vaxið hratt að vinsældum á liðnum árum víða um heim: Parkour. Þetta jaðarsport dró saman krafta úr tveimur aðskildum frístundaiðkunum sem urðu til á götum borga heimsins: bmx og hjólabretti. Parkour snýst um að gera sitt nánasta umhverfi að leikvelli sínum. Nota hjól og bretti til frelsiskenndrar tjáningar með stökkum og fífldirfsku á hörðum flötum asfaltsins og steypunnar. Að gera það sem maður vill, fara þangað sem maður vill, vera sá sem maður er. Í sviðsetningu Ívars koma fram tólf leikarar og íþróttamenn: Óþelló er leikinn af Sveini Ólafi Gunnarssyni, Desdemóna er Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Jagó Ólafur S.K. Þorvaldz, en Emilía kona hans er Alexía Björg Jóhannesdóttir. Róderígó er Magnús Guðmundsson, Kassíó er Antoine Hrannar Fons, og Bjanka Inga Huld Hákonardóttir. Hópurinn Radioactive Pants fer með ýmis hlutverk en hann skipa: Tómas Þórhallur Guðmundsson, Andri Már Birgisson, Davíð Már Sigurðsson, Stefán Birnir Stefánsson og Tómas Orri Birgisson. Ívar hefur kosið að setja þessa óvenjulegu leiksýningu upp í náinni framtíð: Oþelló Parkour gerist á Vestfjörðum 2056. Grænlendingar er óvinir okkar og Vestfirðir eru sjálfstætt land. Óþelló er herforingi á Íslandi og hefur miðlað af reynslu sinni þegar Íslendingar hófu að byggja upp her til að verja olíu- og vatnsauðlindir landsins. Grænlendingar gera árás á Vestfirði vegna deilna um olíulindir á Grænlandshafi. Inní þetta fléttast svo ástarsaga Óþellós og Desdemónu. Aðeins ein kvöldsýning er fyrirhuguð á verkinu hér í Reykjavík að þessu sinni og verður hún föstudaginn 5. desember. Miðar verða seldir í Óperunni og ættu unnendur Shakespeare að hressa upp á minningarnar, en hér hefur Óþelló ekki verið fluttur síðan Baltasar, Ingvar og þau voru á síðasta ári í Leiklistarskólanum – og það er langt síðan. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira