Þær gleðifregnir hafa borist frá Danmörku að tík hennar hátignar Margrétar Þórhildar drottningar muni lifa af bílslysið sem hún varð fyrir á dögunum.
Ekið var á tíkina Helike í hallargarðinum í Fredensborg. Helike liggur nú á dýraspítalanum í Kaupmannahöfn og þarf að gangast undir aðgerð. Talskona hofsins segir hinsvegar að allt bendi til þess að hún nái sér að fullu.
Henrik prins gaf drottningunni tíkina í afmælisgjöf fyrir tveim árum. Hún er skýrð eftir grískri gyðju sem var ein af þrem barnfóstrum Seifs.
Talsvert hefur verið bloggað um slysið í dönskum fjölmiðlum og fleiri en einn ráðlagt að hafa tíkina í ól.