Fótbolti

Guardiola ætlar ekki að selja Eið Smára strax

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Barcelona.
Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Barcelona. Nordic Photos / AFP

Ólíkt því sem gefið hefur verið til kynna í fjölmiðlum á Englandi og Spáni er Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Barcelona, ekki búinn að ákveða að Eiður Smári Guðjohnsen skuli seldur frá félaginu sem fyrst.

Eggert Skúlason, talsmaður Eiðs Smára, segir að Guardiola hafi sagt Eiði að hann vilji fá að skoða hann betur á undirbúningstímabilinu.

Enn fremur að engin ákvörðun hafi verið tekið um hvort að Barcelona ætli að selja Eið Smára. Það gæti verið að svo fari síðar í sumar, í vetur eða alls ekki, eftir því sem Eggert sagði Vísi í dag.

Rafael Yuste, stjórnarmaður í Barcelona, á að hafa sagt í sjónvarpsviðtali að Eiður Smári sé ekki í framtíðaráætlunum Guardiola.

„Það er ekki rétt," sagði Eggert. „Við vitum heldur ekki hver þessi maður er."

Barcelona heldur í æfingaferð til Skotlands á morgun og verður Eiður Smári með í þeirri för.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×