Hirðfífl íslenska krimmans 29. nóvember 2008 03:00 Hið virta Random House í Þýskalandi hefur keypt útgáfurétt tveggja nýjustu bóka hans, önnur sem er glóðvolg úr prentsmiðjunni. „Já, ætli ég sé þá ekki bara hirðfífl íslenska krimmans? Er það ekki fínt? Það eru þau sem hafa hin raunverulegu völd. Rödd sannleikans. Eins og ástandið er í dag held ég að hinir titlarnir séu ekkert sérlega eftirsóknarverðir," segir Ævar Örn Jósepsson sem á föstudag sendi frá sér sinn fimmta krimma: Land tækifæranna. Útgefendur hafa verið iðnir að undanförnu við að koma stimplum á glæpasagnahöfunda sína og þannig er Arnaldur Indriðason sagður konungur íslensku glæpasögunnar, Yrsa Sigurðardóttir drottning og Jón Hallur Stefánsson er kynntur sem krónprinsinn. Spurt er hvar hægt sé að staðsetja Ævar Örn sem hefur í dómum um fyrri bækur verið sagður gera harða hríð að krúnunni sjálfri. Ævar gefur í sjálfu sér ekki mikið fyrir þetta híerarkí útgefendanna. „Nema ég sé prinsessan. Það er hinn möguleikinn." Þær fréttir berast frá forlagi Ævars Arnar, Uppheimum, að bókin sé ekki fyrr komin úr íslenskum prentvélum en búið sé að selja útgáfuréttinn til Þýskalands. „Já, og ekki bara Land tækifæranna heldur einnig Sá yðar sem syndlaus er. Það er hið mikla Random House í Þýskalandi sem hefur keypt réttinn. Verlags Grubbe Random House. Deildin sem Ævar er hjá heitir btb en þeir gáfu út Svarta engla. Blóðberg er að koma út í vor og fer vel af stað í forsölu að sögn þeirra þýsku. Fleiri forlög voru farin að sýna honum áhuga. Þeirra á meðal hið fræga Bloomsbury - dótturforlag í Þýskalandi. En btb héldu fast um sitt," segir Kristján Kristjánsson útgefandi. Aðspurður hvort þetta þýði ekki sand af seðlum segir Ævar Örn skelmislega það ábyggilega svo. Hann muni nú kaupa upp óbyggðirnar í Reykjavík. „Og sitja á þeim sem feitur köttur þar til betur árar. Nei, ég veit ekki hver þessi fyrirframgreiðsla er. En... greiðslan er náttúrlega í evrum þannig að þetta er ógeðslega mikið, sama hvað þær eru margar." Rætur glæpanna í nýju bók Ævars Arnars liggja til Hafnarfjarðar þar sem uppeldisstöðvar höfundar eru. Kaldar kveðjur? „Jájá, en ef grannt er skoðað þá sjá menn að Árni [einn úr lögreglugengi Ævars] er úr Hafnarfirði. Flensborgari eins og ég. Hann flutti svo til Reykjavíkur og hefur lítið verið í Hafnarfirði síðan." Útgáfusaga Lands tækifæranna er skrautleg. Þannig var Ævar búinn að skila af sér handriti til prentunar þegar fjármálakerfið íslenska hrundi. „Ég var búinn að drepa útrásarvíking og pólskan verkamann. Þessa tvo enda á íslenska uppganginum. Þar sem hvorugur getur lifað án hins. Svo gerist þetta og ég hlaut að skrifa ástandið inn. Nýjustu atburði sem smellpössuðu við plottið," segir Ævar en sagan gerist í október árið 2008. Ævar reif því handritið úr höndum útgefanda síns, honum til lítillar gleði, og hóf endurritun bókarinnar. „Það var skrifað fram á síðustu stundu og gott betur." Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Já, ætli ég sé þá ekki bara hirðfífl íslenska krimmans? Er það ekki fínt? Það eru þau sem hafa hin raunverulegu völd. Rödd sannleikans. Eins og ástandið er í dag held ég að hinir titlarnir séu ekkert sérlega eftirsóknarverðir," segir Ævar Örn Jósepsson sem á föstudag sendi frá sér sinn fimmta krimma: Land tækifæranna. Útgefendur hafa verið iðnir að undanförnu við að koma stimplum á glæpasagnahöfunda sína og þannig er Arnaldur Indriðason sagður konungur íslensku glæpasögunnar, Yrsa Sigurðardóttir drottning og Jón Hallur Stefánsson er kynntur sem krónprinsinn. Spurt er hvar hægt sé að staðsetja Ævar Örn sem hefur í dómum um fyrri bækur verið sagður gera harða hríð að krúnunni sjálfri. Ævar gefur í sjálfu sér ekki mikið fyrir þetta híerarkí útgefendanna. „Nema ég sé prinsessan. Það er hinn möguleikinn." Þær fréttir berast frá forlagi Ævars Arnar, Uppheimum, að bókin sé ekki fyrr komin úr íslenskum prentvélum en búið sé að selja útgáfuréttinn til Þýskalands. „Já, og ekki bara Land tækifæranna heldur einnig Sá yðar sem syndlaus er. Það er hið mikla Random House í Þýskalandi sem hefur keypt réttinn. Verlags Grubbe Random House. Deildin sem Ævar er hjá heitir btb en þeir gáfu út Svarta engla. Blóðberg er að koma út í vor og fer vel af stað í forsölu að sögn þeirra þýsku. Fleiri forlög voru farin að sýna honum áhuga. Þeirra á meðal hið fræga Bloomsbury - dótturforlag í Þýskalandi. En btb héldu fast um sitt," segir Kristján Kristjánsson útgefandi. Aðspurður hvort þetta þýði ekki sand af seðlum segir Ævar Örn skelmislega það ábyggilega svo. Hann muni nú kaupa upp óbyggðirnar í Reykjavík. „Og sitja á þeim sem feitur köttur þar til betur árar. Nei, ég veit ekki hver þessi fyrirframgreiðsla er. En... greiðslan er náttúrlega í evrum þannig að þetta er ógeðslega mikið, sama hvað þær eru margar." Rætur glæpanna í nýju bók Ævars Arnars liggja til Hafnarfjarðar þar sem uppeldisstöðvar höfundar eru. Kaldar kveðjur? „Jájá, en ef grannt er skoðað þá sjá menn að Árni [einn úr lögreglugengi Ævars] er úr Hafnarfirði. Flensborgari eins og ég. Hann flutti svo til Reykjavíkur og hefur lítið verið í Hafnarfirði síðan." Útgáfusaga Lands tækifæranna er skrautleg. Þannig var Ævar búinn að skila af sér handriti til prentunar þegar fjármálakerfið íslenska hrundi. „Ég var búinn að drepa útrásarvíking og pólskan verkamann. Þessa tvo enda á íslenska uppganginum. Þar sem hvorugur getur lifað án hins. Svo gerist þetta og ég hlaut að skrifa ástandið inn. Nýjustu atburði sem smellpössuðu við plottið," segir Ævar en sagan gerist í október árið 2008. Ævar reif því handritið úr höndum útgefanda síns, honum til lítillar gleði, og hóf endurritun bókarinnar. „Það var skrifað fram á síðustu stundu og gott betur."
Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira