Lít ég einn sem list kann Einar Már Jónsson skrifar 30. júlí 2008 06:00 Þegar hásumarið hvelfist yfir París og borgin fyllist af ungum og léttklæddum blómarósum, koma og aðrir út úr felustöðum sínum; reyndar eru þeir jafnan til staðar í einhverjum hornum og skúmaskotum, allan ársins hring, en nú streyma þeir leynt og ljóst um stræti og garða, og fara skimandi um. Það eru þeir menn sem iðka öllum stundum að taka blómarósirnar tali undir ýmsum átyllum til að gilja þær og hafa af þeim stundargaman, eða kannske lengra. Þessir menn eru kallaðir „dragueurs" á frönsku og sögnin yfir athæfi þeirra er „draguer", en hvort tveggja er komið af germönsku sögninni „að draga", eins og liggur reyndar í augum uppi. Á klassískri íslensku er þó í þessu sambandi talað um að „húkka", hin germanska rót merkir þar annað stig. Vafalaust hafa menn af þessu tagi stundað iðju sína með nokkuð svipuðum hætti allar götur síðan París varð París, enda eru aðferðir þeirra gamalreyndar og ekki við miklum framförum að vænta á því sviði. En hjá því gat þó varla farið að hin mikla bylting, sem sigur markaðshyggjunnar hefur valdið, hefði róttæk áhrif á athæfi þessara táldráttarmanna eins og allar aðrar hliðar mannlífsins, enda hefur sú orðið raunin á. Í sumar má lesa í blöðum að þjálfaðir „húkkarar" með mikla starfsreynslu að baki bjóðist til að kenna nýliðum listina, þeir setji sem sé upp skóla í „húkki". Einn lærimeistarinn af þessu tagi sem blöð hafa skýrt frá er Arnaud nokkur Olieric, sem kýs að nefna sig „Fönix". Hann hélt við níu konur í einu, þegar það rann upp fyrir honum, fyrir einu ári eða svo, að sú þekking sem hann byggi yfir væri mikilla peninga virði. Hófst hann þá þegar handa. Þar sem markaðsvæðing af þessu tagi verður að hafa á sér engilsaxneskt yfirbragð ef menn eiga að taka hana alvarlega í Frakklandi, kallaði hann fyrirtæki sitt „Natural Technics Development", og lét í veðri vaka að innihald kennslunnar væri komið frá gósenlandi frjálshyggjunnar, Bandaríkjunum, hvað svo sem hæft var í því. Fyrir hverja kennslustund tók hann frá 75 evrum og upp í 150 evrur, og þeir sem höfðu numið listina fengu titilinn „Pick up artist", skammstafað „PUA". „Fönix" sagði þó blaðamanni að franski markaðurinn væri enn mjög þröngur, aðeins um eina milljón evra á ári, en hann víkkaði ört. Sjálfur sagðist hann hafa þjálfað meira en hundrað og fimmtíu nemendur, en því fer fjarri að hann sé einn um hituna. Í þessari grein eru einnig starfandi fyrirtæki eins og „Spike", „Sébastien Night", „CoolPUA" og mörg fleiri svo sem „Become In" sem er sérhæft í að kenna húkk á gangstéttum. „Þetta er alger bylting", sagði Alexis, 29 ára gamall fjármálamaður, sem hafði tekið fjórtán lexíur og varið til þess 1800 evrum, „ég lá fimm stúlkur á þremur mánuðum". Til að vega og meta þennan árangur geta tölfróðir menn kannske reynt að reikna út hvað Alexis verður lengi, með þessum hraða, að komast yfir þúsund og þrjár konur eins og Don Giovanni tókst á sínum tíma á Spáni. Blaðamaður fékk að fylgjast með því þegar Fönix tók tvo nemendur í tíma á kaffistétt við Ódáinsvelli í París. „Konur ganga fyrir tilfinningum", útskýrði meistarinn. „Látið þær tala um dans, það eru myndhvörf fyrir kynferðismál". Markmiðið er að leiða fórnarlömbin út í fyndin og tvíræð samtöl, sýna sjálfan sig í sem bestu ljósi en gera sér upp áhugaleysi. „Húkkarinn verður að fá stúlkuna til að hlaupa á eftir sér". Síðan tók hann til við að ljúka upp leyndardómum þess sem hann kallaði „neg hits", en það eru „pillur", eins og sagt er á alþýðlegri íslensku, ætlaðar til að slá erfiðar stúlkur út af laginu: „Mér finnst kjóllinn þinn svo fallegur, allar stelpur eru í þessum sama kjól í sumar". Og loks fjallaði hann um „IOI" (sem er væntanlega skammstöfun fyrir „Indicators of Interest"), en það eru þau merki sem leiða í ljós áhuga stúlkunnar á húkkaranum. Til að kanna árangurinn af þessari kennslu fékk blaðamaður að fylgjast með tveimur stofnendum fyrirtækisins „Become In". Þeir gengu lausir í Lúxemborgargarðinum til að demonstrera, og á minna en fimm mínútum hafði þeim tekist að fá tvær stúlkur til að gefa þeim gemsanúmer sín. Til þess þurfti þó ekki annað en mjög svo hversdagslegar samræður. „Sumir halda að þeir þurfi ekki annað en læra nokkrar setningar utan að," sagði annar þeirra síðan, „en það er aðeins aukaatriði. Menn þurfa þvert á móti að tileinka sér tæknina hið innra með sér svo hún verði þeim eðlileg og leiði í ljós persónuleika þeirra. Húkkið er persónuleikabygging sem er gagnleg fyrir öll svið þjóðfélagsins." En þetta er ekki auðlærð list, ef trúa má því sem einn kennarinn í greininni sagði blaðamanni: „Það eru ekki fleiri en tuttugu raunverulegir húkk-listamenn í öllu Frakklandi." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór
Þegar hásumarið hvelfist yfir París og borgin fyllist af ungum og léttklæddum blómarósum, koma og aðrir út úr felustöðum sínum; reyndar eru þeir jafnan til staðar í einhverjum hornum og skúmaskotum, allan ársins hring, en nú streyma þeir leynt og ljóst um stræti og garða, og fara skimandi um. Það eru þeir menn sem iðka öllum stundum að taka blómarósirnar tali undir ýmsum átyllum til að gilja þær og hafa af þeim stundargaman, eða kannske lengra. Þessir menn eru kallaðir „dragueurs" á frönsku og sögnin yfir athæfi þeirra er „draguer", en hvort tveggja er komið af germönsku sögninni „að draga", eins og liggur reyndar í augum uppi. Á klassískri íslensku er þó í þessu sambandi talað um að „húkka", hin germanska rót merkir þar annað stig. Vafalaust hafa menn af þessu tagi stundað iðju sína með nokkuð svipuðum hætti allar götur síðan París varð París, enda eru aðferðir þeirra gamalreyndar og ekki við miklum framförum að vænta á því sviði. En hjá því gat þó varla farið að hin mikla bylting, sem sigur markaðshyggjunnar hefur valdið, hefði róttæk áhrif á athæfi þessara táldráttarmanna eins og allar aðrar hliðar mannlífsins, enda hefur sú orðið raunin á. Í sumar má lesa í blöðum að þjálfaðir „húkkarar" með mikla starfsreynslu að baki bjóðist til að kenna nýliðum listina, þeir setji sem sé upp skóla í „húkki". Einn lærimeistarinn af þessu tagi sem blöð hafa skýrt frá er Arnaud nokkur Olieric, sem kýs að nefna sig „Fönix". Hann hélt við níu konur í einu, þegar það rann upp fyrir honum, fyrir einu ári eða svo, að sú þekking sem hann byggi yfir væri mikilla peninga virði. Hófst hann þá þegar handa. Þar sem markaðsvæðing af þessu tagi verður að hafa á sér engilsaxneskt yfirbragð ef menn eiga að taka hana alvarlega í Frakklandi, kallaði hann fyrirtæki sitt „Natural Technics Development", og lét í veðri vaka að innihald kennslunnar væri komið frá gósenlandi frjálshyggjunnar, Bandaríkjunum, hvað svo sem hæft var í því. Fyrir hverja kennslustund tók hann frá 75 evrum og upp í 150 evrur, og þeir sem höfðu numið listina fengu titilinn „Pick up artist", skammstafað „PUA". „Fönix" sagði þó blaðamanni að franski markaðurinn væri enn mjög þröngur, aðeins um eina milljón evra á ári, en hann víkkaði ört. Sjálfur sagðist hann hafa þjálfað meira en hundrað og fimmtíu nemendur, en því fer fjarri að hann sé einn um hituna. Í þessari grein eru einnig starfandi fyrirtæki eins og „Spike", „Sébastien Night", „CoolPUA" og mörg fleiri svo sem „Become In" sem er sérhæft í að kenna húkk á gangstéttum. „Þetta er alger bylting", sagði Alexis, 29 ára gamall fjármálamaður, sem hafði tekið fjórtán lexíur og varið til þess 1800 evrum, „ég lá fimm stúlkur á þremur mánuðum". Til að vega og meta þennan árangur geta tölfróðir menn kannske reynt að reikna út hvað Alexis verður lengi, með þessum hraða, að komast yfir þúsund og þrjár konur eins og Don Giovanni tókst á sínum tíma á Spáni. Blaðamaður fékk að fylgjast með því þegar Fönix tók tvo nemendur í tíma á kaffistétt við Ódáinsvelli í París. „Konur ganga fyrir tilfinningum", útskýrði meistarinn. „Látið þær tala um dans, það eru myndhvörf fyrir kynferðismál". Markmiðið er að leiða fórnarlömbin út í fyndin og tvíræð samtöl, sýna sjálfan sig í sem bestu ljósi en gera sér upp áhugaleysi. „Húkkarinn verður að fá stúlkuna til að hlaupa á eftir sér". Síðan tók hann til við að ljúka upp leyndardómum þess sem hann kallaði „neg hits", en það eru „pillur", eins og sagt er á alþýðlegri íslensku, ætlaðar til að slá erfiðar stúlkur út af laginu: „Mér finnst kjóllinn þinn svo fallegur, allar stelpur eru í þessum sama kjól í sumar". Og loks fjallaði hann um „IOI" (sem er væntanlega skammstöfun fyrir „Indicators of Interest"), en það eru þau merki sem leiða í ljós áhuga stúlkunnar á húkkaranum. Til að kanna árangurinn af þessari kennslu fékk blaðamaður að fylgjast með tveimur stofnendum fyrirtækisins „Become In". Þeir gengu lausir í Lúxemborgargarðinum til að demonstrera, og á minna en fimm mínútum hafði þeim tekist að fá tvær stúlkur til að gefa þeim gemsanúmer sín. Til þess þurfti þó ekki annað en mjög svo hversdagslegar samræður. „Sumir halda að þeir þurfi ekki annað en læra nokkrar setningar utan að," sagði annar þeirra síðan, „en það er aðeins aukaatriði. Menn þurfa þvert á móti að tileinka sér tæknina hið innra með sér svo hún verði þeim eðlileg og leiði í ljós persónuleika þeirra. Húkkið er persónuleikabygging sem er gagnleg fyrir öll svið þjóðfélagsins." En þetta er ekki auðlærð list, ef trúa má því sem einn kennarinn í greininni sagði blaðamanni: „Það eru ekki fleiri en tuttugu raunverulegir húkk-listamenn í öllu Frakklandi."
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun