Engar lausnir Sverrir Jakobsson skrifar 16. desember 2008 06:00 Ríkisstjórnin hefur lekið út andlitslyftingu um áramótin - ráðherrum verður skipt út og aðrir settir inn í staðinn. Hugsanlega mun hrókunin ná til Seðlabankans líka enda líta margir á formann bankastjórnar sem tákngerving kreppunnar. Ekki er hægt að segja að slík uppstokkun breyti miklu; þetta er táknræn aðgerð af hálfu ríkisstjórnar sem þykist vera á móti slíkum aðgerðum. Vandi stjórnarinnar felst nefnilega ekki í því að einstakir ráðherrar hafi verið starfi sínu illa vaxnir umfram aðra. Hann felst ekki heldur í getuleysi embættismannanna í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu sem létu öll hættumerki fram hjá sér fara. Því að ríkisstjórnir vildu heldur ekki sjá nein hættumerki, hvorki sú sem nú situr né heldur hin sem kom á undan. Allar valdastofnanir samfélagsins brugðust þegar kom að því að sjá fyrir bankahrunið, líka fjölmiðlarnir. Það er sú blinda sem ætti að vera helsta rannsóknarefni okkar núna því ef við leitumst ekki við að skilja hana erum við vanbúin til þess að takast á við verkefni framtíðarinnar. Hugmyndafræðileg blindaVið mat á orsökum kreppunnar má ekki líta fram hjá tveimur þáttum. Í fyrsta lagi að hún er alþjóðlegt fyrirbæri en í öðru lagi að afleiðingar hennar hafa orðið verri á Íslandi en víða annars staðar.Undanfarna áratugi hefur ríkt alræði auðhyggjunnar í vestrænum samfélögum. Gefnar voru út digurbarkalegar yfirlýsingar um endalok sögunnar og að nú væri einungis einn valkostur í boði - óheftur kapítalismi. Þessi hugmyndafræðilega einstefna breytti eðli stjórnmálanna víða um heim þar sem stjórnmálamenn kepptu nú ekki lengur um hylli almennings á grundvelli hugmynda. Þvert á móti hafa kosningar í flestum vestrænum samfélögum verið samkeppni þar sem valdaklíkur takast á um metorð en ekki málefni. Þar sem einstefnan hefur gengið lengst hefur regluverkið orðið æ veikara og auðmenn haft stjórnmálamenn í hendi sér. Þess vegna hafa stjórnmálamenn á Vesturlöndum ekki haft kjark til að takast á við markaðsöflin heldur hafa lýðræðislegar stofnanir vaxið saman við auðvaldið.Á Íslandi var frekar auðvelt að greina þessa þróun þar sem stjórnmálamenn einkavæddu fjármálastofnanir og færðu þeim jafnframt mikil völd. Á ótrúlega skömmum tíma urðu ráðherrar og þingmenn að eins konar kynningarfulltrúum bankanna sem létu flytja sig á milli landa til „að kynna hinar réttu forsendur á bak við útrásina", eða öllu heldur þann sannleika sem greiningardeildir bankanna vildu að væri boðaður.Fjölmiðlarnir fluttu boðskap greiningardeildanna gagnrýnislaust eins og þar væru óháð vísindi á ferð en ekki kynningarstarf fyrirtækja á markaði.Getulaus ríkisstjórnÞegar ríkisstjórn Íslands stóð frammi fyrir hruni íslenska bankakerfisins og afleiðingum af eigin blindu kaus hún auðveldu leiðina til að takast á við afleiðingarnar - að taka lán. Ólíkt flestum erlendum lánum er þetta lán hins vegar ekki ætlað almenningi til hagsbóta. Það á ekki að nota til að efla innlent atvinnulíf, rannsóknir eða háskólastarf. Tilgangurinn með því er einvörðungu að halda andliti ríkisstjórnarinnar gagnvart alþjóðlegu auðvaldi með því að gangast í ábyrgð fyrir skuldir bankanna erlendis. Hér erum við að tala um skuldir einkafyrirtækja sem enginn hafði svo mikið sem rætt um að gætu fallið á íslenskan almenning. Líka um ábyrgðina sem á að hafa myndast með EES-samningnum sem að sögn íslenskra ráðamanna fól ekki í sér neinar alvarlegar skuldbindingar fyrir þjóðina.Afleiðingin er sú að ríkisstjórnin hefur fórnað öllum úrræðum til að takast á við kreppuna. Á meðan ríkisstjórnir um allan heim eru að lækka vexti þannig að þeir eru nú í sögulegu lágmarki þá hækkar ríkisstjórn Íslands vexti að boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Annars staðar reyna ríkisstjórnir að efla opinberar framkvæmdir til að hægja á samdrættinum; á Íslandi eru allar slíkar framkvæmdir stöðvaðar. Annars staðar er veðjað á framtíðina með því að efla háskóla og rannsóknir; á Íslandi er fjármagn til háskóla skorið niður umfram aðra hluti.Það er vinsæl en jafnframt innihaldslaus klisja að þeir sem gagnrýna ríkjandi stjórn bjóði ekki upp á neinar lausnir. Núna sitjum við hins vegar uppi með ríkisstjórn sem er búin að afsala sér öllum lausnum; fyrst til íslenskra banka en nú til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þessi ríkisstjórn á sér ekki viðreisnar von; hún verður að víkja og það sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun
Ríkisstjórnin hefur lekið út andlitslyftingu um áramótin - ráðherrum verður skipt út og aðrir settir inn í staðinn. Hugsanlega mun hrókunin ná til Seðlabankans líka enda líta margir á formann bankastjórnar sem tákngerving kreppunnar. Ekki er hægt að segja að slík uppstokkun breyti miklu; þetta er táknræn aðgerð af hálfu ríkisstjórnar sem þykist vera á móti slíkum aðgerðum. Vandi stjórnarinnar felst nefnilega ekki í því að einstakir ráðherrar hafi verið starfi sínu illa vaxnir umfram aðra. Hann felst ekki heldur í getuleysi embættismannanna í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu sem létu öll hættumerki fram hjá sér fara. Því að ríkisstjórnir vildu heldur ekki sjá nein hættumerki, hvorki sú sem nú situr né heldur hin sem kom á undan. Allar valdastofnanir samfélagsins brugðust þegar kom að því að sjá fyrir bankahrunið, líka fjölmiðlarnir. Það er sú blinda sem ætti að vera helsta rannsóknarefni okkar núna því ef við leitumst ekki við að skilja hana erum við vanbúin til þess að takast á við verkefni framtíðarinnar. Hugmyndafræðileg blindaVið mat á orsökum kreppunnar má ekki líta fram hjá tveimur þáttum. Í fyrsta lagi að hún er alþjóðlegt fyrirbæri en í öðru lagi að afleiðingar hennar hafa orðið verri á Íslandi en víða annars staðar.Undanfarna áratugi hefur ríkt alræði auðhyggjunnar í vestrænum samfélögum. Gefnar voru út digurbarkalegar yfirlýsingar um endalok sögunnar og að nú væri einungis einn valkostur í boði - óheftur kapítalismi. Þessi hugmyndafræðilega einstefna breytti eðli stjórnmálanna víða um heim þar sem stjórnmálamenn kepptu nú ekki lengur um hylli almennings á grundvelli hugmynda. Þvert á móti hafa kosningar í flestum vestrænum samfélögum verið samkeppni þar sem valdaklíkur takast á um metorð en ekki málefni. Þar sem einstefnan hefur gengið lengst hefur regluverkið orðið æ veikara og auðmenn haft stjórnmálamenn í hendi sér. Þess vegna hafa stjórnmálamenn á Vesturlöndum ekki haft kjark til að takast á við markaðsöflin heldur hafa lýðræðislegar stofnanir vaxið saman við auðvaldið.Á Íslandi var frekar auðvelt að greina þessa þróun þar sem stjórnmálamenn einkavæddu fjármálastofnanir og færðu þeim jafnframt mikil völd. Á ótrúlega skömmum tíma urðu ráðherrar og þingmenn að eins konar kynningarfulltrúum bankanna sem létu flytja sig á milli landa til „að kynna hinar réttu forsendur á bak við útrásina", eða öllu heldur þann sannleika sem greiningardeildir bankanna vildu að væri boðaður.Fjölmiðlarnir fluttu boðskap greiningardeildanna gagnrýnislaust eins og þar væru óháð vísindi á ferð en ekki kynningarstarf fyrirtækja á markaði.Getulaus ríkisstjórnÞegar ríkisstjórn Íslands stóð frammi fyrir hruni íslenska bankakerfisins og afleiðingum af eigin blindu kaus hún auðveldu leiðina til að takast á við afleiðingarnar - að taka lán. Ólíkt flestum erlendum lánum er þetta lán hins vegar ekki ætlað almenningi til hagsbóta. Það á ekki að nota til að efla innlent atvinnulíf, rannsóknir eða háskólastarf. Tilgangurinn með því er einvörðungu að halda andliti ríkisstjórnarinnar gagnvart alþjóðlegu auðvaldi með því að gangast í ábyrgð fyrir skuldir bankanna erlendis. Hér erum við að tala um skuldir einkafyrirtækja sem enginn hafði svo mikið sem rætt um að gætu fallið á íslenskan almenning. Líka um ábyrgðina sem á að hafa myndast með EES-samningnum sem að sögn íslenskra ráðamanna fól ekki í sér neinar alvarlegar skuldbindingar fyrir þjóðina.Afleiðingin er sú að ríkisstjórnin hefur fórnað öllum úrræðum til að takast á við kreppuna. Á meðan ríkisstjórnir um allan heim eru að lækka vexti þannig að þeir eru nú í sögulegu lágmarki þá hækkar ríkisstjórn Íslands vexti að boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Annars staðar reyna ríkisstjórnir að efla opinberar framkvæmdir til að hægja á samdrættinum; á Íslandi eru allar slíkar framkvæmdir stöðvaðar. Annars staðar er veðjað á framtíðina með því að efla háskóla og rannsóknir; á Íslandi er fjármagn til háskóla skorið niður umfram aðra hluti.Það er vinsæl en jafnframt innihaldslaus klisja að þeir sem gagnrýna ríkjandi stjórn bjóði ekki upp á neinar lausnir. Núna sitjum við hins vegar uppi með ríkisstjórn sem er búin að afsala sér öllum lausnum; fyrst til íslenskra banka en nú til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þessi ríkisstjórn á sér ekki viðreisnar von; hún verður að víkja og það sem allra fyrst.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun