Steinar rís úr djúpi 20. nóvember 2008 06:00 Frá æfingu Labloka í Hafnarfirði.Mynd: Fréttablaðið/Stefán Á föstudagskvöld frumsýnir þrettán manna leikhópur undir stjórn Rúnars Guðbrandssonar verkið Steinar í djúpinu í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Verkið byggir einkum á þremur verkum eftir Steinar Sigurjónsson skáld, Blandað í svartan dauðann, Skipin sigla og Djúpinu. Þar takast á tveir ólíkir heimar, raunsæislegur veruleiki slorþorpsins eins og Steinar lýsti því og dulræður heimur vitundar þjóðarsálarinnar um miðja síðustu öld. Rúnar hefur um nokkurt skeið haft uppi áætlanir um sviðsverk byggt á höfundarverki Steinars og snemma á þessu ári fékk LabLoki stærsta styrk Leiklistarráðs til að koma sýningu saman, 7 milljónir. Hér er ekki um að ræða leikgerð á einu tilteknu verki eftir Steinar heldur sjálfstætt leikhúsverk sem sækir innblástur í allt hans höfundarverk og að hluta til í ævi hans og örlög: Verkið er vegferð um „kvasseggjað grjót" segir í tilkynningu flokksins, „ferðalag um sagnaheim Steinars; um þorpið þar sem lúin þil lykta af hlandi og svita og fullir dusar blanda í svartan dauðann; um ægifegurðir og erkiljótleika djúpsins sem er ægilegt. Jafn heillandi og skelfingin sem á móti vegur. Tónlist kemur hér mjög við sögu, takturinn í tungutakinu, músikin í málnotkuninni og knéfiðlan og slagharpan eru sjaldan langt undan, enda tekur ferðalagið mið af sónötunni." Það er stór hópur listamanna á sviðinu en leikhópinn skipa þrettán, þar af þrír tónlistarmenn. Rúnar segir allt rýmið í Hafnarfjarðarleikhúsinu undir. Móeiður Helgadóttir gerir leikmynd, Myrra Leifsdóttir búninga, Ásta Hafþórsdóttir gervi og Garðar Borgþórsson lýsingu. Tónlist er eftir Guðna Franzson sem flytur hana ásamt þeim Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Daníel Þorsteinssyni. Leikhópinn skipa þau Árni Pétur Guðjónsson, Birna Hafstein, Erling Jóhannesson, Harpa Arnardóttir, Karl Guðmundsson, Ólafur Darri Ólafsson, Steinunn Knútsdóttir, Tómas Lemarquis, Hjálmar Hjálmarsson og Björn Ingi Hilmarsson. Stefnt er að sex sýningum í Hafnarfjarðarleikhúsinu en þar er nú þéttsetinn bekkurinn. Mikill skortur er á aðstöðu sjálfstæðra leikhópa um þessar mundir og segir Erling Jóhannesson hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu mikla ásókn í sýningaraðstöðu í Firðinum og þar eru flokkar bókaðir inn eins þétt og mögulegt er. pbb@frettabladid.is Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Á föstudagskvöld frumsýnir þrettán manna leikhópur undir stjórn Rúnars Guðbrandssonar verkið Steinar í djúpinu í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Verkið byggir einkum á þremur verkum eftir Steinar Sigurjónsson skáld, Blandað í svartan dauðann, Skipin sigla og Djúpinu. Þar takast á tveir ólíkir heimar, raunsæislegur veruleiki slorþorpsins eins og Steinar lýsti því og dulræður heimur vitundar þjóðarsálarinnar um miðja síðustu öld. Rúnar hefur um nokkurt skeið haft uppi áætlanir um sviðsverk byggt á höfundarverki Steinars og snemma á þessu ári fékk LabLoki stærsta styrk Leiklistarráðs til að koma sýningu saman, 7 milljónir. Hér er ekki um að ræða leikgerð á einu tilteknu verki eftir Steinar heldur sjálfstætt leikhúsverk sem sækir innblástur í allt hans höfundarverk og að hluta til í ævi hans og örlög: Verkið er vegferð um „kvasseggjað grjót" segir í tilkynningu flokksins, „ferðalag um sagnaheim Steinars; um þorpið þar sem lúin þil lykta af hlandi og svita og fullir dusar blanda í svartan dauðann; um ægifegurðir og erkiljótleika djúpsins sem er ægilegt. Jafn heillandi og skelfingin sem á móti vegur. Tónlist kemur hér mjög við sögu, takturinn í tungutakinu, músikin í málnotkuninni og knéfiðlan og slagharpan eru sjaldan langt undan, enda tekur ferðalagið mið af sónötunni." Það er stór hópur listamanna á sviðinu en leikhópinn skipa þrettán, þar af þrír tónlistarmenn. Rúnar segir allt rýmið í Hafnarfjarðarleikhúsinu undir. Móeiður Helgadóttir gerir leikmynd, Myrra Leifsdóttir búninga, Ásta Hafþórsdóttir gervi og Garðar Borgþórsson lýsingu. Tónlist er eftir Guðna Franzson sem flytur hana ásamt þeim Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Daníel Þorsteinssyni. Leikhópinn skipa þau Árni Pétur Guðjónsson, Birna Hafstein, Erling Jóhannesson, Harpa Arnardóttir, Karl Guðmundsson, Ólafur Darri Ólafsson, Steinunn Knútsdóttir, Tómas Lemarquis, Hjálmar Hjálmarsson og Björn Ingi Hilmarsson. Stefnt er að sex sýningum í Hafnarfjarðarleikhúsinu en þar er nú þéttsetinn bekkurinn. Mikill skortur er á aðstöðu sjálfstæðra leikhópa um þessar mundir og segir Erling Jóhannesson hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu mikla ásókn í sýningaraðstöðu í Firðinum og þar eru flokkar bókaðir inn eins þétt og mögulegt er. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira