Peningakvótinn Þráinn Bertelsson skrifar 11. ágúst 2008 06:00 Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og Sigurður Einarsson stjórnarformaður hafa samkvæmt kaupréttarsamningum keypt hluti í félaginu fyrir samtals 492 milljónir króna á meira en helmingi lægra gengi en skráð er í Kauphöllinni. Heiðar Már og Sigurður eru einfaldlega að nýta kaupréttarsamninga sem þeim áskotnuðust í viðskiptum sínum við Kaupþing. Þessir skemmtilegu samingar sem án efa koma þeim félögum vel í kreppunni heimila Hreiðari og Sigurði að kaupa árlega, allt að 812 þúsund hluti hvor í 5 ár á genginu 303. Hvaða fífli sem er leyfist að sjálfsögðu að kaupa sér hluti í Kaupþingi og taka með því áhættu á tapi eða gróða. Snilldin er fólgin í því að kaupa hluti á lægra gengi en markaðsverði - sem fjarlægir áhættu af viðskiptunum og hámarkar ágóðann. Allir vita að markaðsverð er stórhættulegt ef það er ekki í öruggum höndum. Kaupréttarsamningarnir sem Hreiðar Már og Sigurður eru þarna að prufukeyra eru vitaskuld aðeins tilraunaútgáfa af kvótakerfi í fjármálum sem verið er að taka upp til að vernda peningastofninn fyrir ofveiði. Í framtíðinni munu duglegir og réttsýnir aðilar breyta sér í milljarðamæringa án áhættu og fyrirhafnar með þessum sniðugu kvótasamningum sem forstjórarnir eru að fínslípa núna. Þessi frábæra tilraunastarfsemi hefur staðið í nokkur ár þannig að Hreiðar Már hefur eignast 8,2 milljónir hluta í bankanum á frábæru verði og hagnast soldið persónulega sem er auðvitað aukaatriði. Sigurður Einarsson á hins vegar tæplega 9 milljónir hluta og er markaðsvirði þeirra 6,4 milljarðar króna. Kvótakerfi til að eignast peninga sýna svo að ekki verður um villst að væl í gamalmennum og öryrkjum út af glötuðu góðæri á engan rétt á sér. Ef fólk hefur áhuga á peningum á það einfaldlega að koma sér upp kvóta í stað þess að dorga eftir peningum í skólum, sjúkrahúsum, sjónum, moldinni eða á vinnustöðum. Þess vegna ræna bankaræningjar banka en ekki barnaheimili. Þar synda peningarnir eins og fiskur í sjónum. Þeim er borgið sem eignast peningakvóta. Aðrir mega dorga eftir marhnút af bryggjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og Sigurður Einarsson stjórnarformaður hafa samkvæmt kaupréttarsamningum keypt hluti í félaginu fyrir samtals 492 milljónir króna á meira en helmingi lægra gengi en skráð er í Kauphöllinni. Heiðar Már og Sigurður eru einfaldlega að nýta kaupréttarsamninga sem þeim áskotnuðust í viðskiptum sínum við Kaupþing. Þessir skemmtilegu samingar sem án efa koma þeim félögum vel í kreppunni heimila Hreiðari og Sigurði að kaupa árlega, allt að 812 þúsund hluti hvor í 5 ár á genginu 303. Hvaða fífli sem er leyfist að sjálfsögðu að kaupa sér hluti í Kaupþingi og taka með því áhættu á tapi eða gróða. Snilldin er fólgin í því að kaupa hluti á lægra gengi en markaðsverði - sem fjarlægir áhættu af viðskiptunum og hámarkar ágóðann. Allir vita að markaðsverð er stórhættulegt ef það er ekki í öruggum höndum. Kaupréttarsamningarnir sem Hreiðar Már og Sigurður eru þarna að prufukeyra eru vitaskuld aðeins tilraunaútgáfa af kvótakerfi í fjármálum sem verið er að taka upp til að vernda peningastofninn fyrir ofveiði. Í framtíðinni munu duglegir og réttsýnir aðilar breyta sér í milljarðamæringa án áhættu og fyrirhafnar með þessum sniðugu kvótasamningum sem forstjórarnir eru að fínslípa núna. Þessi frábæra tilraunastarfsemi hefur staðið í nokkur ár þannig að Hreiðar Már hefur eignast 8,2 milljónir hluta í bankanum á frábæru verði og hagnast soldið persónulega sem er auðvitað aukaatriði. Sigurður Einarsson á hins vegar tæplega 9 milljónir hluta og er markaðsvirði þeirra 6,4 milljarðar króna. Kvótakerfi til að eignast peninga sýna svo að ekki verður um villst að væl í gamalmennum og öryrkjum út af glötuðu góðæri á engan rétt á sér. Ef fólk hefur áhuga á peningum á það einfaldlega að koma sér upp kvóta í stað þess að dorga eftir peningum í skólum, sjúkrahúsum, sjónum, moldinni eða á vinnustöðum. Þess vegna ræna bankaræningjar banka en ekki barnaheimili. Þar synda peningarnir eins og fiskur í sjónum. Þeim er borgið sem eignast peningakvóta. Aðrir mega dorga eftir marhnút af bryggjunni.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun