Tónlist

Tónlistarfólk fundar

Svanhildur segir frá Reykjavík Loftbrú á kynningunni sem verður haldin í kvöld.
Svanhildur segir frá Reykjavík Loftbrú á kynningunni sem verður haldin í kvöld.

Útflutningsráð íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, stendur fyrir kynningu á Tónlistarsjóði og Reykjavík Loftbrú í boði félaga tónlistarmanna og útgefenda á Café Rósenberg í kvöld.

Svanhildur Konráðsdóttir segir frá Reykjavík Loftbrú sem er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar, Icelandair, STEFs, Félags íslenskra hljómlistarmanna og Félags hljómplötuframleiðanda og Jónatan Garðarsson segir frá starfsemi Tónlistarsjóðs sem rekinn er á vegum menntamálaráðuneytisins. Kynningin stendur yfir frá klukkan 18 til 20 og verður boðið upp á jólaglögg og piparkökur. Skráning fer fram í síma 511 4000 eða hjá greta@utflutningsrad.is.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.