Að læra af kreppunni Sverrir Jakobsson skrifar 23. september 2008 05:00 Að undanförnu hefur sjálfsálit Íslendinga fengið nokkurn skell. Hugmyndin um íslenska efnahagsmógúlinn sem væri bestur og klárastur í öllum heiminum hefur verið leiðarstef í hátíðarræðum ráðamanna um langt skeið og hefur breytt íslenskri tungu. Erlendar fjárfestingar heita núna „útrás" þótt engum detti í hug að kalla fjárfestingar erlendra lögaðila á Íslandi „innrás". En svo er þetta skyndilega búið og þar sem Ísland er unglingur í samfélagi þjóðanna eru geðsveiflurnar eftir því. Í stað útrásarinnar er komin kreppa. Vissulega er kreppan ýkt eins og útrásin var áður en hvorttveggja lýsir þó raunverulegu fyrirbæri; uppgangi sem hefur nú snúist í niðursveiflu. En hvers vegna? Vitum við eitthvað meira um kreppur núna en áður þegar íslenskur stjórnmálamaður og fjármálamógúll líkti kreppunni við vindinn; sem enginn vissi hvaðan kæmi eða hvert færi?Orsakir?Öll umræða um kreppur mótast óhjákvæmilega af reynslu sögunnar af heimskreppunni á 4. áratugnum. Af henni viljum við læra og forðast það sem gerðist þá. Það er að vísu ekki einfalt þar sem orsakir heimskreppunnar eru umdeildar og skoðanamunur um það nær yfir allt hið pólitíska litróf. Fáir deila þó um að niðursveifla sem varð á verðbréfamörkuðum í Bandaríkjunum 1929-1930 hafi markað upphaf kreppunnar og vilja margir skilgreina kreppuna sem hreina fjármálakreppu. Of mikið af fjármagni hafi verið í umferð vegna þenslustefnu bandaríska seðlabankans, og sú þensla hlaut fyrr eða síðar að rétta sig af. Þetta hljómar kunnuglega í íslenskum nútímaveruleika, en þó glímdu menn við verri skilyrði á 3. áratugnum að því leyti að þá var ríkjandi rétttrúnaður hagfræðinga að viðhalda skyldi gulltryggingu peningakerfisins. Því fyrr sem horfið var frá þeirri forsendu í ólíkum löndum þeim mun vægari urðu áhrif kreppunnar. Af þessu mætti jafnvel ráða að ríkjandi barlómur vegna gengisfellingar sé á nokkrum villigötum - það hefur ekkert sérlega jákvæðar afleiðingar að halda gengi gjaldmiðils háu umfram það sem ástand efnahagsins gefur tilefni til.Kreppan á 4. áratugnum hafði þá sérstöðu að hún var alþjóðleg. Ástæðan var sú að hnattvæðingin var þá þegar hafin og Bandaríkin höfðu lykilstöðu í alþjóðahagkerfinu. Kreppan varð meiri eftir því sem efnahagur landa var nátengdari Bandaríkjunum. Þannig voru áhrif hennar mest í Kanada, Rómönsku Ameríku og Þýskalandi; minni í Bretlandi og Frakklandi; og engin í Sovétríkjunum. Núna er net alþjóðaviðskipta orðið þéttriðnara, en staða Bandaríkjanna er ennþá miðlæg. Það kemur því ekki á óvart að fjármálakreppa í Bandaríkjunum hafi áhrif um allan heim.AfleiðingarEnda þótt margt sé til í lýsingum þeirra sem sjá samhengi á milli þenslunnar á 3. áratugnum og niðursveiflunnar sem kom í kjölfarið vantar þó ákveðna dýpt í slíkar skýringar. Fjármálamarkaðir hafa síðar gengið í gegnum dýfur án þess að heimskreppa fylgi í kjölfarið. Enda hafa sumir viljað leita orsakanna á hinni skelfilegu eymd sem fylgdi heimskreppunni á 4. áratugnum í öðru. Þar má benda á bilið milli ríkra og fátækra sem orsakaði neyslukreppu í Bandaríkjunum; Láglaunafólk hafði ekki bolmagn til þess að halda áfram að kaupa neysluvörur og halda þannig hjólum efnahagslífsins gangandi. Ójöfnuðurinn í samfélaginu magnaði svo enn frekar upp neikvæðar afleiðingar kreppunnar þar sem fjöldaatvinnuleysi gerði það að verkum að fjöldi manns komst niður fyrir fátæktarmörk.Fjármálakreppur eru óhjákvæmilegur - sumir myndu segja nauðsynlegur - hluti af gangverki kapítalismans, en í lýðræðisríkjum er óhugsandi að búa við það ástand sem skapaðist á 4. áratugnum. Þess vegna hafði heimskreppan á sínum tíma þau áhrif að í mörgum ríkjum varð lýðræðið að láta undan síga, en í öðrum ríkjum var skrefið stigið í hina áttina. Hugmyndin um velferðarríkið komst á skrið á 4. áratugnum vegna þess að í ríkjum með almennan kosningarétt þarf líka að taka tillit til hinna örsnauðu. Hún náði mestum framgangi í löndum þar sem jarðvegurinn var mestur fyrir, t.d. á Norðurlöndunum og í Bretlandi. En meira að segja í Bandaríkjunum gekkst ríkisstjórn Roosevelts fyrir stefnubreytingu þar sem uppbygging kapítalísks hagkerfis skyldi framvegis haldast í hendur við jöfnuð og velferð. Í þrjá áratugi hafa bandarísk stjórnvöld verið að grafa undan þessari þversagnakenndu hugmyndafræði - og átt áhangendur um allan heim. En núna er ný fjármálakreppa í uppsiglingu og lærdómurinn af sögu heimskreppunnar verður ekki lengur sniðgenginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Að undanförnu hefur sjálfsálit Íslendinga fengið nokkurn skell. Hugmyndin um íslenska efnahagsmógúlinn sem væri bestur og klárastur í öllum heiminum hefur verið leiðarstef í hátíðarræðum ráðamanna um langt skeið og hefur breytt íslenskri tungu. Erlendar fjárfestingar heita núna „útrás" þótt engum detti í hug að kalla fjárfestingar erlendra lögaðila á Íslandi „innrás". En svo er þetta skyndilega búið og þar sem Ísland er unglingur í samfélagi þjóðanna eru geðsveiflurnar eftir því. Í stað útrásarinnar er komin kreppa. Vissulega er kreppan ýkt eins og útrásin var áður en hvorttveggja lýsir þó raunverulegu fyrirbæri; uppgangi sem hefur nú snúist í niðursveiflu. En hvers vegna? Vitum við eitthvað meira um kreppur núna en áður þegar íslenskur stjórnmálamaður og fjármálamógúll líkti kreppunni við vindinn; sem enginn vissi hvaðan kæmi eða hvert færi?Orsakir?Öll umræða um kreppur mótast óhjákvæmilega af reynslu sögunnar af heimskreppunni á 4. áratugnum. Af henni viljum við læra og forðast það sem gerðist þá. Það er að vísu ekki einfalt þar sem orsakir heimskreppunnar eru umdeildar og skoðanamunur um það nær yfir allt hið pólitíska litróf. Fáir deila þó um að niðursveifla sem varð á verðbréfamörkuðum í Bandaríkjunum 1929-1930 hafi markað upphaf kreppunnar og vilja margir skilgreina kreppuna sem hreina fjármálakreppu. Of mikið af fjármagni hafi verið í umferð vegna þenslustefnu bandaríska seðlabankans, og sú þensla hlaut fyrr eða síðar að rétta sig af. Þetta hljómar kunnuglega í íslenskum nútímaveruleika, en þó glímdu menn við verri skilyrði á 3. áratugnum að því leyti að þá var ríkjandi rétttrúnaður hagfræðinga að viðhalda skyldi gulltryggingu peningakerfisins. Því fyrr sem horfið var frá þeirri forsendu í ólíkum löndum þeim mun vægari urðu áhrif kreppunnar. Af þessu mætti jafnvel ráða að ríkjandi barlómur vegna gengisfellingar sé á nokkrum villigötum - það hefur ekkert sérlega jákvæðar afleiðingar að halda gengi gjaldmiðils háu umfram það sem ástand efnahagsins gefur tilefni til.Kreppan á 4. áratugnum hafði þá sérstöðu að hún var alþjóðleg. Ástæðan var sú að hnattvæðingin var þá þegar hafin og Bandaríkin höfðu lykilstöðu í alþjóðahagkerfinu. Kreppan varð meiri eftir því sem efnahagur landa var nátengdari Bandaríkjunum. Þannig voru áhrif hennar mest í Kanada, Rómönsku Ameríku og Þýskalandi; minni í Bretlandi og Frakklandi; og engin í Sovétríkjunum. Núna er net alþjóðaviðskipta orðið þéttriðnara, en staða Bandaríkjanna er ennþá miðlæg. Það kemur því ekki á óvart að fjármálakreppa í Bandaríkjunum hafi áhrif um allan heim.AfleiðingarEnda þótt margt sé til í lýsingum þeirra sem sjá samhengi á milli þenslunnar á 3. áratugnum og niðursveiflunnar sem kom í kjölfarið vantar þó ákveðna dýpt í slíkar skýringar. Fjármálamarkaðir hafa síðar gengið í gegnum dýfur án þess að heimskreppa fylgi í kjölfarið. Enda hafa sumir viljað leita orsakanna á hinni skelfilegu eymd sem fylgdi heimskreppunni á 4. áratugnum í öðru. Þar má benda á bilið milli ríkra og fátækra sem orsakaði neyslukreppu í Bandaríkjunum; Láglaunafólk hafði ekki bolmagn til þess að halda áfram að kaupa neysluvörur og halda þannig hjólum efnahagslífsins gangandi. Ójöfnuðurinn í samfélaginu magnaði svo enn frekar upp neikvæðar afleiðingar kreppunnar þar sem fjöldaatvinnuleysi gerði það að verkum að fjöldi manns komst niður fyrir fátæktarmörk.Fjármálakreppur eru óhjákvæmilegur - sumir myndu segja nauðsynlegur - hluti af gangverki kapítalismans, en í lýðræðisríkjum er óhugsandi að búa við það ástand sem skapaðist á 4. áratugnum. Þess vegna hafði heimskreppan á sínum tíma þau áhrif að í mörgum ríkjum varð lýðræðið að láta undan síga, en í öðrum ríkjum var skrefið stigið í hina áttina. Hugmyndin um velferðarríkið komst á skrið á 4. áratugnum vegna þess að í ríkjum með almennan kosningarétt þarf líka að taka tillit til hinna örsnauðu. Hún náði mestum framgangi í löndum þar sem jarðvegurinn var mestur fyrir, t.d. á Norðurlöndunum og í Bretlandi. En meira að segja í Bandaríkjunum gekkst ríkisstjórn Roosevelts fyrir stefnubreytingu þar sem uppbygging kapítalísks hagkerfis skyldi framvegis haldast í hendur við jöfnuð og velferð. Í þrjá áratugi hafa bandarísk stjórnvöld verið að grafa undan þessari þversagnakenndu hugmyndafræði - og átt áhangendur um allan heim. En núna er ný fjármálakreppa í uppsiglingu og lærdómurinn af sögu heimskreppunnar verður ekki lengur sniðgenginn.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun