Engisprettur koma aftur á svið 26. september 2008 02:45 Leiklist Þetta samtímaverk frá Serbíu var ein athyglisverðasta sýning á liðnum vetri og nú er það tekið upp á ný.Mynd/Þjóðleikhúsið – Eddi Leikhúsunnendum sem misstu af Engisprettum á liðnu leikári gefst nú tækifæri til að sjá þessa rómuðu leiksýningu, en efnt verður til fimm aukasýninga á verkinu nú í haust. Sýningar hefjast í Þjóðleikhúsinu um helgina. Engisprettur voru frumsýndar seint á síðasta leikári. Þetta heillandi verk serbneska leikskáldsins Biljönu Srbljanovic vakti mikla athygli á liðnu leikári og gagnrýnendur lofuðu sýninguna í hástert. Sýningin var tilnefnd til fimm Grímuverðlauna á liðnu vori. Þórhildur Þorleifsdóttir var tilnefnd fyrir leikstjórn og Guðrún S. Gísladóttir fyrir leik, en einnig hlutu útlitshönnuðir sýningarinnar allir tilnefningu; leikmyndahöfundurinn Vytautas Narbutas, búningahöfundurinn Filippía I. Elísdóttir og Lárus Björnsson ljósahönnuður. Biljana Srbljanovic er eitt athyglisverðasta leikskáld samtímans, en í leikritum sínum nær hún á einstæðan hátt að sameina leiftrandi húmor, bráðskemmtilega persónusköpun, næma skoðun á manneskjunni og skarpa þjóðfélagsrýni. Í Engisprettum er fjallað um fjölskylduna, átök ólíkra kynslóða og viðleitni mannsins til að komast af, á snjallan og meinfyndinn hátt. Við kynnumst fjölda litríkra persóna og fylgjumst með því hvernig örlög þeirra tvinnast saman. Einvala lið leikara túlkar persónur verksins, þau Anna Kristín Arngrímsdóttir, Arnar Jónsson, Eggert Þorleifsson, Friðrik Friðriksson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Gunnar Eyjólfsson, Hjalti Rögnvaldsson, Pálmi Gestsson, Sólveig Arnarsdóttir, Þóra Karítas Árnadóttir og Þórunn Lárusdóttir. Þýðandi verksins er Davíð Þór Jónsson. Aðeins fimm sýningar verða á verkinu en nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.leikhusid.is. Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Fleiri fréttir Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí Sjá meira
Leikhúsunnendum sem misstu af Engisprettum á liðnu leikári gefst nú tækifæri til að sjá þessa rómuðu leiksýningu, en efnt verður til fimm aukasýninga á verkinu nú í haust. Sýningar hefjast í Þjóðleikhúsinu um helgina. Engisprettur voru frumsýndar seint á síðasta leikári. Þetta heillandi verk serbneska leikskáldsins Biljönu Srbljanovic vakti mikla athygli á liðnu leikári og gagnrýnendur lofuðu sýninguna í hástert. Sýningin var tilnefnd til fimm Grímuverðlauna á liðnu vori. Þórhildur Þorleifsdóttir var tilnefnd fyrir leikstjórn og Guðrún S. Gísladóttir fyrir leik, en einnig hlutu útlitshönnuðir sýningarinnar allir tilnefningu; leikmyndahöfundurinn Vytautas Narbutas, búningahöfundurinn Filippía I. Elísdóttir og Lárus Björnsson ljósahönnuður. Biljana Srbljanovic er eitt athyglisverðasta leikskáld samtímans, en í leikritum sínum nær hún á einstæðan hátt að sameina leiftrandi húmor, bráðskemmtilega persónusköpun, næma skoðun á manneskjunni og skarpa þjóðfélagsrýni. Í Engisprettum er fjallað um fjölskylduna, átök ólíkra kynslóða og viðleitni mannsins til að komast af, á snjallan og meinfyndinn hátt. Við kynnumst fjölda litríkra persóna og fylgjumst með því hvernig örlög þeirra tvinnast saman. Einvala lið leikara túlkar persónur verksins, þau Anna Kristín Arngrímsdóttir, Arnar Jónsson, Eggert Þorleifsson, Friðrik Friðriksson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Gunnar Eyjólfsson, Hjalti Rögnvaldsson, Pálmi Gestsson, Sólveig Arnarsdóttir, Þóra Karítas Árnadóttir og Þórunn Lárusdóttir. Þýðandi verksins er Davíð Þór Jónsson. Aðeins fimm sýningar verða á verkinu en nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.leikhusid.is.
Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Fleiri fréttir Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí Sjá meira