Breiðavíkurdrengir á kvikmyndahátíð 26. september 2008 05:30 Fá flugmiða frá Iceland express Kvikmyndahátíðin í Malmö verður vettvangur baráttu norrænna „Breiðavíkurdrengja“ ef Ari fær að ráða. fréttablaðið/Arnþór „Við eigum von á því að í hópinn bætist félagar úr sambærilegum samtökum á Norðurlöndum og Breiðavíkursamtökin eru hér," segir Ari Alexander kvikmyndagerðarmaður. Á laugardag verður kvikmyndahátíðin Nordisk Panorama haldin í Malmö en þar er keppt í flokki stuttmynda og heimildarmynda þar sem tvær myndir verða sýndar, Kjötborgin og svo Syndir feðranna eftir Bergstein Björgúlfsson og Ara. Þeir fylgja mynd sinni eftir sem og Bárður Ragnar Jónsson, formaður Breiðavíkursamtakanna, og Georg Viðar Björnsson. Í flokknum eru ellefu norrænar heimildarmyndir og Ari, sem nú er í stjórn Breiðavíkursamtakanna, gerir sér vonir um að nokkurt hópefli myndist þegar „Breiðavíkurdrengir" frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, mæta á staðinn. „Við ætlum að nota tækifærið og vekja athygli á málstað samtakanna. Nei, Syndir feðranna er ekki áróðursmynd. En áður en ég vissi var ég farinn að standa með drengjunum og vil fylgja þessu máli eftir," segir Ari. Hann vinnur nú að framhaldi myndarinnar, segir ekki annað hægt en fylgja þessu eftir. „Ég mun fylgja þessu eftir þar til málinu er lokið með bótum eða skaðabótamáli gegn ríkinu." Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Við eigum von á því að í hópinn bætist félagar úr sambærilegum samtökum á Norðurlöndum og Breiðavíkursamtökin eru hér," segir Ari Alexander kvikmyndagerðarmaður. Á laugardag verður kvikmyndahátíðin Nordisk Panorama haldin í Malmö en þar er keppt í flokki stuttmynda og heimildarmynda þar sem tvær myndir verða sýndar, Kjötborgin og svo Syndir feðranna eftir Bergstein Björgúlfsson og Ara. Þeir fylgja mynd sinni eftir sem og Bárður Ragnar Jónsson, formaður Breiðavíkursamtakanna, og Georg Viðar Björnsson. Í flokknum eru ellefu norrænar heimildarmyndir og Ari, sem nú er í stjórn Breiðavíkursamtakanna, gerir sér vonir um að nokkurt hópefli myndist þegar „Breiðavíkurdrengir" frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, mæta á staðinn. „Við ætlum að nota tækifærið og vekja athygli á málstað samtakanna. Nei, Syndir feðranna er ekki áróðursmynd. En áður en ég vissi var ég farinn að standa með drengjunum og vil fylgja þessu máli eftir," segir Ari. Hann vinnur nú að framhaldi myndarinnar, segir ekki annað hægt en fylgja þessu eftir. „Ég mun fylgja þessu eftir þar til málinu er lokið með bótum eða skaðabótamáli gegn ríkinu."
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira