Allir gefa út fyrir Airwaves Gunnar Lárus Hjálmarsson skrifar 8. september 2008 06:00 Þroskaðri Jeff Who? blanda geði við Esther Talíu á nýrri plötu. Frá vinstri eru Elli, Baddi og Valdi. Ásgeir og Þorri mættu ekki í myndatöku. MYND/Stefán Fjölmargar áhugaverðar plötur eru á leiðinni á næstu vikum frá íslenskum hljómsveitum sem kalla mætti „Airwaves-bönd". Allir stefna á að gefa út fyrir tónlistarhátíðina sem að þessu sinni fer fram helgina 15.-19. október. Næstu vikur verða því „djúsí" fyrir tónlistargeggjara. Strákarnir í Dr. Spock hafa lokið upptökum á plötunni Falcon Christ. Íslenski hljóðsmiðurinn Husky Hoskulds leggur nú lokahönd á plötuna í Kaliforníu. Hljóðheimur Spock hefur víkkað og nýjar, jafnvel áður óþekktar, tónlistarstefnur banka upp á. Þriðja plata rokktöffaranna í Singapore Sling er á næsta leiti. Endanlegur titill er að öllum líkindum Confusion Then Death. Önnur plata Skakkamanage heitir All Over the Face. Þar verður boðið upp á ruddalegt vítisrokk í bland við ljúfsárar ballöður. Tvö lög af plötunni liggja nú ókeypis á netinu og sveitin stefnir á tilnefningu í flokknum „fjölbreytt tónlist". Fyrsta plata Motion Boys heitir Hang On og kemur út hjá Senu 1. október. Platan var gerð í Gróðurhúsinu með Valgeiri Sigurðssyni. Fjórða lagið er komið í spilun af plötunni, „Five 2 Love", og sýnir sveitina enn við sama svala heygarðshornið. Þotuhreyfilsrokkararnir í Reykjavík! hafa líka dvalið í Gróðurhúsinu, en með Ástralann Ben Frost á tökkunum. Hin enn ónefnda plata ku jafnvel enn harðari og groddalegri en sú síðasta. Kimi gefur hana út. Kimi gefur líka út fyrstu plötu ungmennanna í Retro Stefson, Montaña. Platan er þrettán laga og var tekin upp í Sundlauginni í Mosfellsbæ og hljóðblönduð í Heita pottinum af Benna Hemm Hemm og Árna Plúseinum. Hljómsveit Árna, unnustu hans, Lóu, og vina þeirra, FM Belfast, gefur loksins út fyrstu plötuna sína á næstu vikum. How To Make Friends heitir hún. Næsta plata Jeff Who? er á lokametrunum. Hún mun vera þroskaðri og dramatískari en fyrri platan og er með „rándýrum strengjaútsetningum". Esther Talía syngur dúett í einu lagi plötunnar. Hljómsveitin Slugs gefur út fyrstu plötuna sína hjá Smekkleysu á næstu vikum. Búast má við skítugu hávaðarokki. Plata kemur loksins út með The Viking Giant Show, sólódæmi Heiðars í Botnleðju, og Lay Low er með nýja plötu. Lay Low heldur útgáfutónleikana þann 16. október. Frumraun Steed Lord, „hljómsveitarinnar sem lifði af", er væntanleg og Steini, sigurvegari Þorskastríðs Cod Music, kemur með plötu. Þá hamast spútniksveit síðasta árs, Sprengjuhöllin, við að kláta plötu númer tvö; hávaðatilraunasveitin Evil Madness verður með sína aðra plötu sem og harðkjarnasveitin Gavin Portland. Þá koma Skátar með tveggja laga sjötommu í byrjun október. Gleði gleði! Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Fjölmargar áhugaverðar plötur eru á leiðinni á næstu vikum frá íslenskum hljómsveitum sem kalla mætti „Airwaves-bönd". Allir stefna á að gefa út fyrir tónlistarhátíðina sem að þessu sinni fer fram helgina 15.-19. október. Næstu vikur verða því „djúsí" fyrir tónlistargeggjara. Strákarnir í Dr. Spock hafa lokið upptökum á plötunni Falcon Christ. Íslenski hljóðsmiðurinn Husky Hoskulds leggur nú lokahönd á plötuna í Kaliforníu. Hljóðheimur Spock hefur víkkað og nýjar, jafnvel áður óþekktar, tónlistarstefnur banka upp á. Þriðja plata rokktöffaranna í Singapore Sling er á næsta leiti. Endanlegur titill er að öllum líkindum Confusion Then Death. Önnur plata Skakkamanage heitir All Over the Face. Þar verður boðið upp á ruddalegt vítisrokk í bland við ljúfsárar ballöður. Tvö lög af plötunni liggja nú ókeypis á netinu og sveitin stefnir á tilnefningu í flokknum „fjölbreytt tónlist". Fyrsta plata Motion Boys heitir Hang On og kemur út hjá Senu 1. október. Platan var gerð í Gróðurhúsinu með Valgeiri Sigurðssyni. Fjórða lagið er komið í spilun af plötunni, „Five 2 Love", og sýnir sveitina enn við sama svala heygarðshornið. Þotuhreyfilsrokkararnir í Reykjavík! hafa líka dvalið í Gróðurhúsinu, en með Ástralann Ben Frost á tökkunum. Hin enn ónefnda plata ku jafnvel enn harðari og groddalegri en sú síðasta. Kimi gefur hana út. Kimi gefur líka út fyrstu plötu ungmennanna í Retro Stefson, Montaña. Platan er þrettán laga og var tekin upp í Sundlauginni í Mosfellsbæ og hljóðblönduð í Heita pottinum af Benna Hemm Hemm og Árna Plúseinum. Hljómsveit Árna, unnustu hans, Lóu, og vina þeirra, FM Belfast, gefur loksins út fyrstu plötuna sína á næstu vikum. How To Make Friends heitir hún. Næsta plata Jeff Who? er á lokametrunum. Hún mun vera þroskaðri og dramatískari en fyrri platan og er með „rándýrum strengjaútsetningum". Esther Talía syngur dúett í einu lagi plötunnar. Hljómsveitin Slugs gefur út fyrstu plötuna sína hjá Smekkleysu á næstu vikum. Búast má við skítugu hávaðarokki. Plata kemur loksins út með The Viking Giant Show, sólódæmi Heiðars í Botnleðju, og Lay Low er með nýja plötu. Lay Low heldur útgáfutónleikana þann 16. október. Frumraun Steed Lord, „hljómsveitarinnar sem lifði af", er væntanleg og Steini, sigurvegari Þorskastríðs Cod Music, kemur með plötu. Þá hamast spútniksveit síðasta árs, Sprengjuhöllin, við að kláta plötu númer tvö; hávaðatilraunasveitin Evil Madness verður með sína aðra plötu sem og harðkjarnasveitin Gavin Portland. Þá koma Skátar með tveggja laga sjötommu í byrjun október. Gleði gleði!
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira