Hver bjó naflann til? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 14. desember 2008 06:00 Sjálfur Guð er efstur á baugi á heimilinu þessa dagana, þar sem tvær ungar systur eru að kynnast sögunni af fæðingu Jesúbarnsins. Systurnar finna heil ósköp til með litla barninu sem þurfti að fæðast í fjárhúsi af því að engan gististað var að finna. En svona var þetta í gamla daga segja þær, þegar fólk sem er eldra en afi var að fæðast. Eftir því sem árin líða munu systurnar kannski hugsa eins og mamma þeirra sem hefur meiri samúð með Maríu, enda virðist María hafa fætt við þær aðstæður að engin var mænudeyfingin. Sagan af fæðingu Jesú er ekki bara merkileg, hún er líka skemmtileg. Ég held að öll börn geti haft ánægju af því að heyra söguna. Umræðan er stundum þannig að trú eigi helst að fela fyrir leikskóla- og skólabörnum, að skólabörn eigi ekki að heimsækja kirkjuna og að prestar eigi ekki erindi í leikskólann. Það eigi ekki að innprenta börnum trú. Mér finnst grundvallaratriði að fjölskyldur hafi val, en umræða um trú getur varla verið á þeim forsendum að banna hana eða fela. Systrunum finnst merkilegt að Guð hafi skapað Jesúbarnið. Eldri systirin hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að pabbi hafi gert hægri hlið líkama hennar, mamma vinstri en guð miðjuna. Yngri systirin er á því að guð hafi skapað naflann hennar. Og skýring stúlkunnar á ljómandi lukkuðum naflanum er sú að þegar guð bjó til naflann vandaði hann sig svo mikið að hann litaði ekkert út fyrir. Í huga þriggja ára barns er hámark vandvirkninnar nefnilega að lita ekki út fyrir línurnar í litabókinni. Þessi merkilega fæðingarsaga hefur jafnframt framkallað ný álitaefni, eins og hvar hurðin á maga Maríu hafi verið, hvernig Jesúbarnið komst út. Alla daga eru foreldrar að boða gildi og skoðanir, stundum meðvitað en oft ómeðvitað. Á heimilinu eru heimsóknir í kirkju hluti af jólaundirbúningi barnanna sem og sagan af fæðingu Jesúbarnsins. Systurnar geta svo myndað sér sína eigin skoðun á sögunni þegar þær eldast. Og mér dettur ekki annað í hug en að taka undir með þeim að guð hafi vandað sig svo mikið þegar hann skapaði naflann að hann litaði ekkert út fyrir. Að lokum þakka ég fyrir mig og læt gott heita af bakþönkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Sjálfur Guð er efstur á baugi á heimilinu þessa dagana, þar sem tvær ungar systur eru að kynnast sögunni af fæðingu Jesúbarnsins. Systurnar finna heil ósköp til með litla barninu sem þurfti að fæðast í fjárhúsi af því að engan gististað var að finna. En svona var þetta í gamla daga segja þær, þegar fólk sem er eldra en afi var að fæðast. Eftir því sem árin líða munu systurnar kannski hugsa eins og mamma þeirra sem hefur meiri samúð með Maríu, enda virðist María hafa fætt við þær aðstæður að engin var mænudeyfingin. Sagan af fæðingu Jesú er ekki bara merkileg, hún er líka skemmtileg. Ég held að öll börn geti haft ánægju af því að heyra söguna. Umræðan er stundum þannig að trú eigi helst að fela fyrir leikskóla- og skólabörnum, að skólabörn eigi ekki að heimsækja kirkjuna og að prestar eigi ekki erindi í leikskólann. Það eigi ekki að innprenta börnum trú. Mér finnst grundvallaratriði að fjölskyldur hafi val, en umræða um trú getur varla verið á þeim forsendum að banna hana eða fela. Systrunum finnst merkilegt að Guð hafi skapað Jesúbarnið. Eldri systirin hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að pabbi hafi gert hægri hlið líkama hennar, mamma vinstri en guð miðjuna. Yngri systirin er á því að guð hafi skapað naflann hennar. Og skýring stúlkunnar á ljómandi lukkuðum naflanum er sú að þegar guð bjó til naflann vandaði hann sig svo mikið að hann litaði ekkert út fyrir. Í huga þriggja ára barns er hámark vandvirkninnar nefnilega að lita ekki út fyrir línurnar í litabókinni. Þessi merkilega fæðingarsaga hefur jafnframt framkallað ný álitaefni, eins og hvar hurðin á maga Maríu hafi verið, hvernig Jesúbarnið komst út. Alla daga eru foreldrar að boða gildi og skoðanir, stundum meðvitað en oft ómeðvitað. Á heimilinu eru heimsóknir í kirkju hluti af jólaundirbúningi barnanna sem og sagan af fæðingu Jesúbarnsins. Systurnar geta svo myndað sér sína eigin skoðun á sögunni þegar þær eldast. Og mér dettur ekki annað í hug en að taka undir með þeim að guð hafi vandað sig svo mikið þegar hann skapaði naflann að hann litaði ekkert út fyrir. Að lokum þakka ég fyrir mig og læt gott heita af bakþönkum.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun