J.K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, las fyrir skömmu upp úr nýrri bók sinni, The Tales of Beedle the Bard, fyrir tvö hundruð skólabörn á þjóðarbókasafninu í Skotlandi.
Rowling handskrifaði og myndskreytti sjö eintök af bókinni og ætlar að bjóða þau upp til góðgerðarmála. Eintakið sem lesið verður upp úr á bókasafninu er í eigu Barry Cunningham, fyrsta ritstjóra Rowlings.
Harðir Harry Potter-aðdáendur ættu að kannast við Beedle the Bard því fjallað er um ævintýrið í sjöundu og síðustu Potter-bókinni.