Norðlægar borgir 13. desember 2008 06:00 Ein mynda Atla úr ferðalagi hans um norðlægar borgir mynd ljósmyndasafn reykjavíkur/ Atli Heimir Hafsteinsson Í dag opnar Atli Heimir Hafsteinsson ljósmyndasýningu í Skotinu hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi. Atli var í hópi ungra norrænna ljósmyndara sem valdir voru til þess að taka þátt í verkefninu North-ern Cities Project - skipulagt af Norrænu ljósmyndamiðstöðinni í Oulu, Finnlandi. Markmið verkefnisins var að fanga anda sex norðlægra borga í Skandinavíu og Rússlandi árið 2004. Listamennirnir fengu frjálsar hendur og ferðuðust milli borganna Tromsö í Noregi, Oulu og Tornio í Finnlandi, Murmansk og Syktivar í Rússlandi og Happaranda í Svíþjóð í leit að myndefni. Verkefnið endaði svo í sýningu sem sýnd var víðs vegar í Skandinavíu árið 2005. Það er því Ljósmyndasafni Reykjavíkur sérstakur heiður að frumsýna efnið á Íslandi. Sýningin í Skotinu er hluti af þessu verkefni Atla og má þar sjá afrakstur vinnu hans við að ferðast til ofangreindra borga, banka upp á hjá fólki og fá það til að sitja fyrir á ljósmyndum. Tilgangur hans var að draga upp raunsæja mynd af fólkinu og þeirra híbýlum í hverri borg fyrir sig og ná þannig fram persónulegri sýn á menningu þjóðanna. Sýningin skiptist í tvo hluta. Annars vegar í myndvarpasýningu þar sem má sjá fólkið fyrir framan heimili sín og hins vegar sýningu á verkum á vegg, sem Atli skilgreinir sem eins konar tilraun til þess að lýsa borg í einni mynd. Atli Már Hafsteinsson hefur á undanförnum árum unnið sem auglýsingaljósmyndari á Íslandi og má sjá dæmi af þeirri starfsemi hans á síðunni www.dund.is. Atli lærði ljósmyndun hjá Kristjáni Pétri Guðnasyni í Skyggnu-Myndverk og hefur sýnt víðs vegar bæði innanlands og utan. - pbb Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í dag opnar Atli Heimir Hafsteinsson ljósmyndasýningu í Skotinu hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi. Atli var í hópi ungra norrænna ljósmyndara sem valdir voru til þess að taka þátt í verkefninu North-ern Cities Project - skipulagt af Norrænu ljósmyndamiðstöðinni í Oulu, Finnlandi. Markmið verkefnisins var að fanga anda sex norðlægra borga í Skandinavíu og Rússlandi árið 2004. Listamennirnir fengu frjálsar hendur og ferðuðust milli borganna Tromsö í Noregi, Oulu og Tornio í Finnlandi, Murmansk og Syktivar í Rússlandi og Happaranda í Svíþjóð í leit að myndefni. Verkefnið endaði svo í sýningu sem sýnd var víðs vegar í Skandinavíu árið 2005. Það er því Ljósmyndasafni Reykjavíkur sérstakur heiður að frumsýna efnið á Íslandi. Sýningin í Skotinu er hluti af þessu verkefni Atla og má þar sjá afrakstur vinnu hans við að ferðast til ofangreindra borga, banka upp á hjá fólki og fá það til að sitja fyrir á ljósmyndum. Tilgangur hans var að draga upp raunsæja mynd af fólkinu og þeirra híbýlum í hverri borg fyrir sig og ná þannig fram persónulegri sýn á menningu þjóðanna. Sýningin skiptist í tvo hluta. Annars vegar í myndvarpasýningu þar sem má sjá fólkið fyrir framan heimili sín og hins vegar sýningu á verkum á vegg, sem Atli skilgreinir sem eins konar tilraun til þess að lýsa borg í einni mynd. Atli Már Hafsteinsson hefur á undanförnum árum unnið sem auglýsingaljósmyndari á Íslandi og má sjá dæmi af þeirri starfsemi hans á síðunni www.dund.is. Atli lærði ljósmyndun hjá Kristjáni Pétri Guðnasyni í Skyggnu-Myndverk og hefur sýnt víðs vegar bæði innanlands og utan. - pbb
Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira