Þriðja árið í röð vann Brasilíumaðurinn Felipe Massa sigur í tyrkneska kappasktrinum í Formúlu 1. Lewis Hamilton varð annar.
Massa var á ráspól en Hamilton reyndi sitt allra besta til að skáka honum. Sá enski náði að taka fram úr Massa um miðja keppnina en þar sem hann þurfti að stoppa þrisvar á viðgerðarsvæðinu dugði það aðeins til að hafa betur gegn Kimi Raikkönen í baráttunni um annað sætið.
Báðir Ferrari-mennirnir, Massa og Raikkönen, stoppuðu tvisvar á viðgerðarsvæðinu sem þykir nokkuð hefðbundið.
Hamilton náði með árangrinum í dag að minnka forskot Raikkönen í stigakeppni ökuþóra í sjö stig. Massa er með jafn mörg stig og Hamilton í stigakeppninni.
Ferrari hafði haft mikla yfirburði í síðustu tveimur keppnum en McLaren gekk mun betur í dag að veita þeim einhverja samkeppni. Félagi Hamilton, Heikki Kovalainen, var í öðru sæti á ráspól en varð fyrir þeirri óheppni að sprengja dekk strax á fyrsta hring og varð á endanum í tólfta sæti.
Úrslitin í dag:
1. Massa, Ferrari
2. Hamilton, McLaren
3. Raikkönen, Ferrari
4. Kubica, BMW Sauber
5. Heidfeld, BMW Sauber
6. Alonso, Renault
7. Webber, Red Bull
8. Rosberg, Williams
Þriðji sigur Massa í röð í Tyrklandi
