Stjörnur tvær Einar Már Jónsson skrifar 24. nóvember 2008 08:54 Í þessari miklu kreppu sem nú ríður eins og holskefla yfir heim allan standa tveir franskir stjórnmálamenn með pálmann í höndunum, og það eru Nikulás forseti og bréfberinn Besancenot. Nú þegar kapítalistar hafa á stuttum tíma afrekað það sem kommúnistum tókst ekki að gera á sjötíu árum, sem sé að kollsteypa kapítalismanum - en þetta er enn ein sönnunin fyrir því hvað kapítalisminn er í rauninni máttugra og árangursríkara kerfi en kommúnisminn - nýtur Sarkozy þess að innst inni er hann hentistefnumaður. Meðan kenningasmiðir halda áfram að berja hausnum við steininn og segja að lausnin á vandanum sé enn meiri frjálshyggja getur hann því lýst yfir án þess að hiksta eða stama að grundvallarforsendur þeirrar stefnu hafi nú reynst alrangar, og það finnst almenningi lofa góðu um að reynt verði að taka á málunum af alvöru. Um skoðanir Besancenot, áður leiðtoga franskra trotskíiista og núverandi formanns hins nýja andkapítalíska flokks, þarf ekki að fjölyrða, og atburðir líðandi stundar virðast staðfesta allt það illt sem hann hefur sagt um kapítalismann, og ríflega það. En nú spyr kannske einhver: hvað er þá orðið af hinum glæsta flokki franskra sósíalista? Af þeim er það að segja, að í mörg ár hafa þeir verið að rembast við að hvítþvo sig af öllum grun um vinstri stefnu, á þeim dundu stöðugt í öllum fjölmiðlum kröfurnar um að þeir "aðhylltust markaðsbúskap", annars væru þeir ófærir um að komast aftur í ríkisstjórn, og þeim kröfum hlýddu þeir, það var eins og þeim fyndist þeir aldrei geta gengið nógu langt. Síðast í vor lýsti sósíalistinn Delanoé, borgarstjórinn í París, því yfir að hann væri "frjálshyggjumaður". En þegar sósíalistaflokkurinn var loksins búinn að giftast frjálshyggjunni með brauki og bramli, fékk brúðurin bráðkveddu. Og nú virðist hann vera að leysast upp í einhverju smákóngastríði. Það er eina sýnilega lífsmarkið sem eftir er í flokknum. Þess vegna eru Nikulás og bréfberinn tvímælalaust stjörnur dagsins, og gætu að því leyti vel sómt sér hlið við hlið. En svo er annað hliðstætt í lífi þeirra þessa dagana, þeir eiga hvor um sig í miklum málaferlum, og gæti maður svo sem ímyndað sér að leiðir þeirra kynnu að liggja saman í biðstofum réttarsala. Og bæði málaferlin eru á sinn hátt tímanna tákn. Besancenot er í þeirri undarlegu stöðu að vera bæði ákærður og ákærandi í nokkurn veginn sama málinu. Andstæðingur hans er fyrirtæki að nafni "Taser" sem flytur inn og selur einhvers konar rafmagnsbyssur; eiga þær að lama menn með því að gusa á þá 50.000 volta straumi, og er það talið vænlegt til árangurs ef til óeirða og uppþota skyldi koma, eins og vel gæti gerst í því ástandi sem nú er að myndast. Markmið fyrirtækisins er að búa sem flesta lögregluþjóna Frakklands þessu tóli, og hefur það ekkert sparað í áróðri og auglýsingum. Besancenot gagnrýndi þessa rafmagnsbyssuvæðingu sem nú virðist í uppsiglingu, hann hélt því fram að byssan væri hættuleg og hefði þegar valdið dauða tuga manna í Bandaríkjunum, og var það byggt á skýrslum frá Amnesty International. "Taser" svaraði um leið með því að kæra Besancenot fyrir meiðyrði. En þá tók málið óvænta stefnu, því skömmu síðar kom í ljós að "Taser" hafði ráðið fyrirtæki einkaspæjara til að njósna um Besancenot, konu hans og son þeirra. Í því voru fyrrverandi lögreglumenn sem misnotuðu mjög aðstöðu sína. Besancenot kærði þetta umsvifalaust, og var málið talið svo alvarlegt að bæði einkaspæjararnir og nokkrir yfirmenn "Taser" fengu að dúsa um stund í gæsluvarðhaldi. Bæði málin, ef hægt er að tala um tvö mál, eru fyrir rétti samtímis. Málaferli Nikulásar eru af nokkuð öðru tagi. Eitt af því sem talið er fyrirsjáanlegt í kreppunni er að galdur og kukl af öllu tagi muni færast í aukana, kannske samhliða óeirðum. Af þessum ástæðum hefur forsjáll útgefandi nú gefið út handbók í vúddú-særingum, sem eru upprunnar meðal svertingja í Haítí. Í þessum fítonskúnstum tíðkast það m.a. að menn gera líkneskju af óvini sínum, einhvers konar brúðu, og stinga hana svo með nálum til að valda viðkomandi fjandmanni sjúkdómum og ódöngun, og jafnframt sárum verkjum á þeim stöðum líkamans sem stungið er í. Það vantaði heldur ekki að handbókinni fylgdi brúða, svo og einar tólf nálar, og var þetta því einhvers konar "galdra-kitt"; að sögn fjölmiðla rokselst það. En svo vildi nú til að brúðan var í líki Sarkozys forseta, og hafa blöð birt af henni stórar og skýrar myndir. Nikulás vaknaði upp við vondan draum þegar hann spurði þetta, og höfðaði umsvifalaust mál gegn útgefandanum. Hann taldi þetta brot gegn "myndrétti" sínum og krafðist þess að brúðan yrði þegar í stað tekin af markaðinum. Málið er nú fyrir rétti eins og mál bréfberans. En litlar líkur eru á öðru en því að þeir munu báðir fara með sigur af hólmi, og gætu svo sem vel haldið upp á það í sameiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Í þessari miklu kreppu sem nú ríður eins og holskefla yfir heim allan standa tveir franskir stjórnmálamenn með pálmann í höndunum, og það eru Nikulás forseti og bréfberinn Besancenot. Nú þegar kapítalistar hafa á stuttum tíma afrekað það sem kommúnistum tókst ekki að gera á sjötíu árum, sem sé að kollsteypa kapítalismanum - en þetta er enn ein sönnunin fyrir því hvað kapítalisminn er í rauninni máttugra og árangursríkara kerfi en kommúnisminn - nýtur Sarkozy þess að innst inni er hann hentistefnumaður. Meðan kenningasmiðir halda áfram að berja hausnum við steininn og segja að lausnin á vandanum sé enn meiri frjálshyggja getur hann því lýst yfir án þess að hiksta eða stama að grundvallarforsendur þeirrar stefnu hafi nú reynst alrangar, og það finnst almenningi lofa góðu um að reynt verði að taka á málunum af alvöru. Um skoðanir Besancenot, áður leiðtoga franskra trotskíiista og núverandi formanns hins nýja andkapítalíska flokks, þarf ekki að fjölyrða, og atburðir líðandi stundar virðast staðfesta allt það illt sem hann hefur sagt um kapítalismann, og ríflega það. En nú spyr kannske einhver: hvað er þá orðið af hinum glæsta flokki franskra sósíalista? Af þeim er það að segja, að í mörg ár hafa þeir verið að rembast við að hvítþvo sig af öllum grun um vinstri stefnu, á þeim dundu stöðugt í öllum fjölmiðlum kröfurnar um að þeir "aðhylltust markaðsbúskap", annars væru þeir ófærir um að komast aftur í ríkisstjórn, og þeim kröfum hlýddu þeir, það var eins og þeim fyndist þeir aldrei geta gengið nógu langt. Síðast í vor lýsti sósíalistinn Delanoé, borgarstjórinn í París, því yfir að hann væri "frjálshyggjumaður". En þegar sósíalistaflokkurinn var loksins búinn að giftast frjálshyggjunni með brauki og bramli, fékk brúðurin bráðkveddu. Og nú virðist hann vera að leysast upp í einhverju smákóngastríði. Það er eina sýnilega lífsmarkið sem eftir er í flokknum. Þess vegna eru Nikulás og bréfberinn tvímælalaust stjörnur dagsins, og gætu að því leyti vel sómt sér hlið við hlið. En svo er annað hliðstætt í lífi þeirra þessa dagana, þeir eiga hvor um sig í miklum málaferlum, og gæti maður svo sem ímyndað sér að leiðir þeirra kynnu að liggja saman í biðstofum réttarsala. Og bæði málaferlin eru á sinn hátt tímanna tákn. Besancenot er í þeirri undarlegu stöðu að vera bæði ákærður og ákærandi í nokkurn veginn sama málinu. Andstæðingur hans er fyrirtæki að nafni "Taser" sem flytur inn og selur einhvers konar rafmagnsbyssur; eiga þær að lama menn með því að gusa á þá 50.000 volta straumi, og er það talið vænlegt til árangurs ef til óeirða og uppþota skyldi koma, eins og vel gæti gerst í því ástandi sem nú er að myndast. Markmið fyrirtækisins er að búa sem flesta lögregluþjóna Frakklands þessu tóli, og hefur það ekkert sparað í áróðri og auglýsingum. Besancenot gagnrýndi þessa rafmagnsbyssuvæðingu sem nú virðist í uppsiglingu, hann hélt því fram að byssan væri hættuleg og hefði þegar valdið dauða tuga manna í Bandaríkjunum, og var það byggt á skýrslum frá Amnesty International. "Taser" svaraði um leið með því að kæra Besancenot fyrir meiðyrði. En þá tók málið óvænta stefnu, því skömmu síðar kom í ljós að "Taser" hafði ráðið fyrirtæki einkaspæjara til að njósna um Besancenot, konu hans og son þeirra. Í því voru fyrrverandi lögreglumenn sem misnotuðu mjög aðstöðu sína. Besancenot kærði þetta umsvifalaust, og var málið talið svo alvarlegt að bæði einkaspæjararnir og nokkrir yfirmenn "Taser" fengu að dúsa um stund í gæsluvarðhaldi. Bæði málin, ef hægt er að tala um tvö mál, eru fyrir rétti samtímis. Málaferli Nikulásar eru af nokkuð öðru tagi. Eitt af því sem talið er fyrirsjáanlegt í kreppunni er að galdur og kukl af öllu tagi muni færast í aukana, kannske samhliða óeirðum. Af þessum ástæðum hefur forsjáll útgefandi nú gefið út handbók í vúddú-særingum, sem eru upprunnar meðal svertingja í Haítí. Í þessum fítonskúnstum tíðkast það m.a. að menn gera líkneskju af óvini sínum, einhvers konar brúðu, og stinga hana svo með nálum til að valda viðkomandi fjandmanni sjúkdómum og ódöngun, og jafnframt sárum verkjum á þeim stöðum líkamans sem stungið er í. Það vantaði heldur ekki að handbókinni fylgdi brúða, svo og einar tólf nálar, og var þetta því einhvers konar "galdra-kitt"; að sögn fjölmiðla rokselst það. En svo vildi nú til að brúðan var í líki Sarkozys forseta, og hafa blöð birt af henni stórar og skýrar myndir. Nikulás vaknaði upp við vondan draum þegar hann spurði þetta, og höfðaði umsvifalaust mál gegn útgefandanum. Hann taldi þetta brot gegn "myndrétti" sínum og krafðist þess að brúðan yrði þegar í stað tekin af markaðinum. Málið er nú fyrir rétti eins og mál bréfberans. En litlar líkur eru á öðru en því að þeir munu báðir fara með sigur af hólmi, og gætu svo sem vel haldið upp á það í sameiningu.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun