Það var platað mig Guðmundur Andri Thorsson skrifar 18. ágúst 2008 06:00 Stundum þegar ég hitti gamla vini sem búa enn í Reykjavík og þeir spyrja mig hvort það sé ekki alltaf rok þarna úti á Álftanesi þá svara ég: „Það er ekki eins og þú búir í einhverju Flórída". Og núna þegar þeir spyrja hvaða eilífu læti þetta séu alltaf hreint í bæjarpólitíkinni á Álftanesi þá get ég svarað: „Það er ekki eins þú búir í einhverju Sviss..." Því að rokið er ekki meira á Álftanesi en víðast í höfuðborginni og lætin í pólitíkinni á Álftanesi eru aðallega eilíf upphlaup í þremur eða fjórum Sjálfstæðismönnum sem una því illa að vera ekki lengur í meirihluta. Því Sjálfstæðismenn eru jafn tapsárir og danskir handboltamenn. Það liggur einhvern veginn í eðli þeirra. Þeim finnst óskiljanlegt óréttlæti fólgið í því að þeir stjórni ekki öllu. Þeir líta svo á að stjórn Sjálfstæðismanna sé hin náttúrlega skipan hlutanna eins og Guð hafi gengið frá henni þegar hann var að skapa Adam og Evu og Ólaf Thors. Þeim er ámóta ljúft að láta af völdum og olíufélögunum að lækka bensínverðið. Carry-on-stjórninOg nú hafa Sjálfstæðismenn stjórnað atburðarásinni í Reykjavík frá síðustu sveitarstjórnarkosningum. Reykvíkingar hafa fengið að kynnast því hvað kemur út úr valdapólitík Sjálfstæðismanna. Það er glundroði. Það er raunar slík vitleysa að Þórunn Elísabet Bogadóttir hittir naglann á höfuðið í pistli í Fréttablaðinu í gær þegar hún minnir á það hvernig einkunnarorð nýja meirihlutans - „Höldum áfram" - hljómar á ensku: Þetta er Carry-on-stjórnin.Því Sjálfstæðismenn töpuðu síðustu kosningum - það er eins og það vilji stundum gleymast. Meirihluti kjósenda hafnaði því með öðrum orðum að þeir ættu að stjórna borginni en dreifði sér milli þeirra flokka sem áður störfuðu saman í Reykjavíkurlistanum. Það þarf því ekki að vekja undrun að Tjarnarkvartettinn skuli vera eini meirihlutinn á þessu kjörtímabili sem notið hefur stuðnings kjósenda og Dagur B. Eggertsson eini borgarstjórinn sem notið hefur almenns trausts - eða virtist yfirhöfuð valda starfinu. Að vísu líkaði kjósendum heldur vel við gamla góða Villa í byrjun þar til rann upp fyrir þeim að hann hafði enga stjórn á sínu fólki og virtist óvenju bíræfinn í því að segja bara það sem hentaði hverju sinni.Fremur en að horfast í augu við að kjósendur höfnuðu þeim hafa Sjálfstæðismenn stundað það að lokka til sín veikasta hlekkinn hverju sinni í samstarfi andstæðinganna, og beitt fagurgala og blekkingum og síðan óhróðri og dylgjum til að losna við viðkomandi þegar ekki var hægt að notast við hann lengur og annað og betra bauðst. Var platað hann?Ólafur F. Magnússon hefði betur gert sér grein fyrir þessu fyrr. Hann kemur nú fram fyrir alþjóð sem hrekklaus einfeldningur og fórnarlamb klækja og refja sjálfstæðismanna: Það var platað mig.Vissulega virtist manni á köflum sem jaðraði við að fjölmiðlar legðu hann hálfpartinn í einelti í starfi, það var alltaf einhver meinfýsinn tónn í skrifum fjölmiðla um hann og hann var sennilega ekki látinn njóta sannmælis fyrir staðfestu sína og allt var lagt út á versta veg fyrir honum. Nú hefur hann meira að segja upplýst að það embættisverk sem hann hlaut einna mest ámæli fyrir - yfirgengilegar greiðslur fyrir hús á Laugaveginum - var runnið undan rifjum Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar.Var hann þá plataður? Já og nei. „Öll lygi er lygi að sjálfum sér," skrifaði Halldór Laxness í Skáldatíma, uppgjöri sínu við kommúnismann. Í þeim orðum eru mikilvæg sannindi. Ólafur F. átti að gera sér grein fyrir því að hann átti ekkert erindi í borgarstjórastólinn, og hann átti að þekkja sína gömlu samflokksmenn nógu vel til að gera sér grein fyrir því að eitthvað annað bjó að baki gylliboðum þeirra en velvild og áhugi á málefnum hans: Hér var einungis verið að reka fleyg í samstarf til að komast til valda á ný og honum lofað öllu fögru - svo átti bara að sjá til með efndirnar.Það var lítilsvirðing við borgarstjóraembættið að leiða þangað mann með jafn lítið umboð frá kjósendum - mann með mjög óljósa hreyfingu á bak við sig. Ólafur virðist hafa látið oflæti og hégómagirnd hlaupa með sig í gönur, og þegar slíkar kenndir fara á kreik í sálinni er stutt í „lygina að sjálfum sér". Lýðræðið virkar einfaldlega ekki þannig að menn planti sér fyrst í hásætið og vinni síðan tiltrú kjósenda „með verkum sínum". Kosningar snúast um það að kjósendur segja til um hvaða einstaklingar hafi þessa tiltrú - og hverjir ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Stundum þegar ég hitti gamla vini sem búa enn í Reykjavík og þeir spyrja mig hvort það sé ekki alltaf rok þarna úti á Álftanesi þá svara ég: „Það er ekki eins og þú búir í einhverju Flórída". Og núna þegar þeir spyrja hvaða eilífu læti þetta séu alltaf hreint í bæjarpólitíkinni á Álftanesi þá get ég svarað: „Það er ekki eins þú búir í einhverju Sviss..." Því að rokið er ekki meira á Álftanesi en víðast í höfuðborginni og lætin í pólitíkinni á Álftanesi eru aðallega eilíf upphlaup í þremur eða fjórum Sjálfstæðismönnum sem una því illa að vera ekki lengur í meirihluta. Því Sjálfstæðismenn eru jafn tapsárir og danskir handboltamenn. Það liggur einhvern veginn í eðli þeirra. Þeim finnst óskiljanlegt óréttlæti fólgið í því að þeir stjórni ekki öllu. Þeir líta svo á að stjórn Sjálfstæðismanna sé hin náttúrlega skipan hlutanna eins og Guð hafi gengið frá henni þegar hann var að skapa Adam og Evu og Ólaf Thors. Þeim er ámóta ljúft að láta af völdum og olíufélögunum að lækka bensínverðið. Carry-on-stjórninOg nú hafa Sjálfstæðismenn stjórnað atburðarásinni í Reykjavík frá síðustu sveitarstjórnarkosningum. Reykvíkingar hafa fengið að kynnast því hvað kemur út úr valdapólitík Sjálfstæðismanna. Það er glundroði. Það er raunar slík vitleysa að Þórunn Elísabet Bogadóttir hittir naglann á höfuðið í pistli í Fréttablaðinu í gær þegar hún minnir á það hvernig einkunnarorð nýja meirihlutans - „Höldum áfram" - hljómar á ensku: Þetta er Carry-on-stjórnin.Því Sjálfstæðismenn töpuðu síðustu kosningum - það er eins og það vilji stundum gleymast. Meirihluti kjósenda hafnaði því með öðrum orðum að þeir ættu að stjórna borginni en dreifði sér milli þeirra flokka sem áður störfuðu saman í Reykjavíkurlistanum. Það þarf því ekki að vekja undrun að Tjarnarkvartettinn skuli vera eini meirihlutinn á þessu kjörtímabili sem notið hefur stuðnings kjósenda og Dagur B. Eggertsson eini borgarstjórinn sem notið hefur almenns trausts - eða virtist yfirhöfuð valda starfinu. Að vísu líkaði kjósendum heldur vel við gamla góða Villa í byrjun þar til rann upp fyrir þeim að hann hafði enga stjórn á sínu fólki og virtist óvenju bíræfinn í því að segja bara það sem hentaði hverju sinni.Fremur en að horfast í augu við að kjósendur höfnuðu þeim hafa Sjálfstæðismenn stundað það að lokka til sín veikasta hlekkinn hverju sinni í samstarfi andstæðinganna, og beitt fagurgala og blekkingum og síðan óhróðri og dylgjum til að losna við viðkomandi þegar ekki var hægt að notast við hann lengur og annað og betra bauðst. Var platað hann?Ólafur F. Magnússon hefði betur gert sér grein fyrir þessu fyrr. Hann kemur nú fram fyrir alþjóð sem hrekklaus einfeldningur og fórnarlamb klækja og refja sjálfstæðismanna: Það var platað mig.Vissulega virtist manni á köflum sem jaðraði við að fjölmiðlar legðu hann hálfpartinn í einelti í starfi, það var alltaf einhver meinfýsinn tónn í skrifum fjölmiðla um hann og hann var sennilega ekki látinn njóta sannmælis fyrir staðfestu sína og allt var lagt út á versta veg fyrir honum. Nú hefur hann meira að segja upplýst að það embættisverk sem hann hlaut einna mest ámæli fyrir - yfirgengilegar greiðslur fyrir hús á Laugaveginum - var runnið undan rifjum Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar.Var hann þá plataður? Já og nei. „Öll lygi er lygi að sjálfum sér," skrifaði Halldór Laxness í Skáldatíma, uppgjöri sínu við kommúnismann. Í þeim orðum eru mikilvæg sannindi. Ólafur F. átti að gera sér grein fyrir því að hann átti ekkert erindi í borgarstjórastólinn, og hann átti að þekkja sína gömlu samflokksmenn nógu vel til að gera sér grein fyrir því að eitthvað annað bjó að baki gylliboðum þeirra en velvild og áhugi á málefnum hans: Hér var einungis verið að reka fleyg í samstarf til að komast til valda á ný og honum lofað öllu fögru - svo átti bara að sjá til með efndirnar.Það var lítilsvirðing við borgarstjóraembættið að leiða þangað mann með jafn lítið umboð frá kjósendum - mann með mjög óljósa hreyfingu á bak við sig. Ólafur virðist hafa látið oflæti og hégómagirnd hlaupa með sig í gönur, og þegar slíkar kenndir fara á kreik í sálinni er stutt í „lygina að sjálfum sér". Lýðræðið virkar einfaldlega ekki þannig að menn planti sér fyrst í hásætið og vinni síðan tiltrú kjósenda „með verkum sínum". Kosningar snúast um það að kjósendur segja til um hvaða einstaklingar hafi þessa tiltrú - og hverjir ekki.