Pönkast á breskri leikhúshefð 18. desember 2008 08:00 Gísli Örn er hvergi smeykur við hina fornu leikhúshefð hjá Royal Shakespear-leikhúsinu. Hann sé þvert á móti spenntur að sjá hvernig rótgróna leikhússamfélagið taki pönkaðri útgáfu af óperunni Don Gioavanni.f Það er frumsýning hjá Gísla Erni Garðarssyni í kvöld í konunglega Shakespeare-leikhúsinu í Bretlandi. Hann leikur í pönkútgáfu af óperunni Don Giovanni. „Hérna eru menn vanir fimm tíma Shakespeare-sýningum þannig að það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir bregðast við pönkútgáfu af óperunni Don Giovanni," segir Gísli Örn Garðarsson sem stígur ósmeykur á svið hins virta Royal Shakespeare leikhúss í smábænum Stratford-upon-Avon í kvöld þegar leikritið Don John verður frumsýnt. Gísli leikur aðalhlutverkið en eiginkona hans, Nína Dögg Filippusdóttir fer einnig með stórt hlutverk í sýningunni. Boðið er til heljarinnar frumsýningarveislu og þar eiga gestir að mæta í fatnaði frá pönktímabilinu. Gísli var þó ekki viss um að allt fína fólkið myndi mæta í leðurjökkum með gaddaólar. „En það verður spennandi að sjá," segir Gísli. Þótt bærinn Stratford-upon-Avon sé á stærð við Garðabæ þá er leikhúsið frægt og gestir þess frá London víla ekki fyrir sér að keyra klukkutíma til að geta notið sýninga þess. Leikhúsið var byggt í lok nítjándu aldar til heiðurs leikritaskáldinu og þar hafa ekki ómerkari menn en sir Laurence Olivier og Daniel Day Lewis stigið sín fyrstu skref. Gísli kveðst ekkert smeykur við breska gagnrýnendur þótt að þarna væri vissulega verið að brjóta blað í sögu leikhússins. „Það verður bara forvitnilegt að sjá hvernig þetta rótgróna leikhússamfélag bregst við." Gísli og Nína verða úti yfir jólin ásamt dóttur sinni. Hann segir Breta ekkert sérstaklega mikið fyrir jólastemningu. „Nei, jólin eru aðallega bara fyllerí hjá þeim, það er bara verið auglýsa vodka og Baileys," segir Gísli. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá fer Gísli með stórt hlutverk í kvikmyndinni Prince of Persia sem framleidd er af Jerry Bruckheimer. Tökum á myndinni lauk fyrir viku síðan en Gísli útilokar ekki að kallað verði í hann aftur eftir áramót í frekari tökur í Marakkó. Aðspurður hvort hann hafi náð að blóðga einhverja Hollywood-stjörnu í þessari fokdýru bardagamynd vildi hann ekki meina það. Hann hefði aftur á móti slegið á putta Jake Gyllenhaall. Í bókstaflegri merkingu. „Við slógumst með sverðum og lömdum ítrekað á fingur hvors annars. Þegar maður sá þetta aftur á skjá vorum við hræddir um að hafa fingurbrotið hvorn annan," segir Gísli. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Það er frumsýning hjá Gísla Erni Garðarssyni í kvöld í konunglega Shakespeare-leikhúsinu í Bretlandi. Hann leikur í pönkútgáfu af óperunni Don Giovanni. „Hérna eru menn vanir fimm tíma Shakespeare-sýningum þannig að það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir bregðast við pönkútgáfu af óperunni Don Giovanni," segir Gísli Örn Garðarsson sem stígur ósmeykur á svið hins virta Royal Shakespeare leikhúss í smábænum Stratford-upon-Avon í kvöld þegar leikritið Don John verður frumsýnt. Gísli leikur aðalhlutverkið en eiginkona hans, Nína Dögg Filippusdóttir fer einnig með stórt hlutverk í sýningunni. Boðið er til heljarinnar frumsýningarveislu og þar eiga gestir að mæta í fatnaði frá pönktímabilinu. Gísli var þó ekki viss um að allt fína fólkið myndi mæta í leðurjökkum með gaddaólar. „En það verður spennandi að sjá," segir Gísli. Þótt bærinn Stratford-upon-Avon sé á stærð við Garðabæ þá er leikhúsið frægt og gestir þess frá London víla ekki fyrir sér að keyra klukkutíma til að geta notið sýninga þess. Leikhúsið var byggt í lok nítjándu aldar til heiðurs leikritaskáldinu og þar hafa ekki ómerkari menn en sir Laurence Olivier og Daniel Day Lewis stigið sín fyrstu skref. Gísli kveðst ekkert smeykur við breska gagnrýnendur þótt að þarna væri vissulega verið að brjóta blað í sögu leikhússins. „Það verður bara forvitnilegt að sjá hvernig þetta rótgróna leikhússamfélag bregst við." Gísli og Nína verða úti yfir jólin ásamt dóttur sinni. Hann segir Breta ekkert sérstaklega mikið fyrir jólastemningu. „Nei, jólin eru aðallega bara fyllerí hjá þeim, það er bara verið auglýsa vodka og Baileys," segir Gísli. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá fer Gísli með stórt hlutverk í kvikmyndinni Prince of Persia sem framleidd er af Jerry Bruckheimer. Tökum á myndinni lauk fyrir viku síðan en Gísli útilokar ekki að kallað verði í hann aftur eftir áramót í frekari tökur í Marakkó. Aðspurður hvort hann hafi náð að blóðga einhverja Hollywood-stjörnu í þessari fokdýru bardagamynd vildi hann ekki meina það. Hann hefði aftur á móti slegið á putta Jake Gyllenhaall. Í bókstaflegri merkingu. „Við slógumst með sverðum og lömdum ítrekað á fingur hvors annars. Þegar maður sá þetta aftur á skjá vorum við hræddir um að hafa fingurbrotið hvorn annan," segir Gísli. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira