Barist um Basra Guðjón Helgason skrifar 28. mars 2008 18:30 Liðsmaður í Mahdi her róttæka sjíaklerksins Moqtada al-Sadr búinn undir átökin í Basra. MYND/AP Baráttan um Basra - þriðju stærstu borg Íraks - hefur harnað á síðustu sólahringum. Forsætisráðherra Íraks er sagður hafa lagt allt í sölurnar svo rótæki sjíaklerkurin al-Sadr nái henni ekki á vald sitt. 150 hafa fallið í átökum síðustu daga og 350 særst. Basra er hafnarborg. Þar er mikið um viðskipti og verslun. Í næsta nágrenni eru flestar olíuhreinsunarstöðvar landsins. Í Basra er hægt að græða mikið fé og tækifærin mörg. Þeir sem ráða Basra hafa mikið að segja um framtíð Íraks. Írösk stjórnvöld ætla að gera allt til að koma í veg fyrir að borgin falli í hendur rótæka sjía klerksins Moqtada al-Sadr en liðsmenn í Mahdi-her hans hafa síðustu daga barist við íraska her- og lögreglumenn. Blóðug átök blossuðu upp í dag - fjórða daginn í röð. Bandaríkjamenn tóku beinan þátt í átökunum í fyrsta sinn í nótt þegar þeir gerðu loftárásir á Basra. Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hefur framlengt um 10 daga frestinn sem hann gaf herskáum til að leggja niður vopn sín. Stjórnmálaskýrendur segja það annað hvort til marks um að hernaðurinn gangi verr en hann bjóst við eða þá að verið sé að semja bak við tjöldin. Hvort svo sem er ástæðan þá er al-Maliki sagður hafa lagt framtíð sína í stjórnmálum að veði með aðgerðunum í Basra. Fari allt í handaskol hröklist hann frá völdum og eins og mál standi nú sé alls óvíst að hann hafi sigur. Flugskeytum hefur verið skotið á græna svæðið í Bagdad síðustu daga - meðal annars í nótt og það þrátt fyrir að útgöngubann sé í gildi í borginni næstu þrjá daga. Neyðarfundur var haldinn á íraska þinginu í dag en aðeins fimmtungur þingmanna gat setið hann - meirihlutinn komst ekki inn á græna svæðið vegna árása. Erlent Fréttir Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Baráttan um Basra - þriðju stærstu borg Íraks - hefur harnað á síðustu sólahringum. Forsætisráðherra Íraks er sagður hafa lagt allt í sölurnar svo rótæki sjíaklerkurin al-Sadr nái henni ekki á vald sitt. 150 hafa fallið í átökum síðustu daga og 350 særst. Basra er hafnarborg. Þar er mikið um viðskipti og verslun. Í næsta nágrenni eru flestar olíuhreinsunarstöðvar landsins. Í Basra er hægt að græða mikið fé og tækifærin mörg. Þeir sem ráða Basra hafa mikið að segja um framtíð Íraks. Írösk stjórnvöld ætla að gera allt til að koma í veg fyrir að borgin falli í hendur rótæka sjía klerksins Moqtada al-Sadr en liðsmenn í Mahdi-her hans hafa síðustu daga barist við íraska her- og lögreglumenn. Blóðug átök blossuðu upp í dag - fjórða daginn í röð. Bandaríkjamenn tóku beinan þátt í átökunum í fyrsta sinn í nótt þegar þeir gerðu loftárásir á Basra. Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hefur framlengt um 10 daga frestinn sem hann gaf herskáum til að leggja niður vopn sín. Stjórnmálaskýrendur segja það annað hvort til marks um að hernaðurinn gangi verr en hann bjóst við eða þá að verið sé að semja bak við tjöldin. Hvort svo sem er ástæðan þá er al-Maliki sagður hafa lagt framtíð sína í stjórnmálum að veði með aðgerðunum í Basra. Fari allt í handaskol hröklist hann frá völdum og eins og mál standi nú sé alls óvíst að hann hafi sigur. Flugskeytum hefur verið skotið á græna svæðið í Bagdad síðustu daga - meðal annars í nótt og það þrátt fyrir að útgöngubann sé í gildi í borginni næstu þrjá daga. Neyðarfundur var haldinn á íraska þinginu í dag en aðeins fimmtungur þingmanna gat setið hann - meirihlutinn komst ekki inn á græna svæðið vegna árása.
Erlent Fréttir Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira