Viðskipti erlent

Hagnaður Tiffany & Co eykst

Hálsmen frá Tiffany & Co.
Hálsmen frá Tiffany & Co. MYND/Tiffany & CO

Skartgripafyrirtækið Tiffany & Co birti í dag hærri tölur um ársfjórðungshagnað en búist hafði verið við. Aukin sala utan Bandaríkjanna og sala í nýjum verslunum keðjunnar hjálpuðu við að draga úr áhrifum veiks efnahags sem hefur dregið úr eyðslu almennings.

Samkvæmt frétt Reuters hækkuðu hlutabréf Tiffany & Co um meira en 11 prósent eftir að fyrirtækið sagðist einnig búast við aukinni sölu á mörkuðum utan Bandaríkjanna og Japan.

Fyrir núverandi fjárhagsár segist fyrirtækið búast við að hluturinn hækki um 11-16 prósent upp í 2,75-2,85 dollara. Búist er við heildar söluaukningu um tíu prósent á árinu. Á síðustu 12 mánuðum var heildarsala fyrirtækisins 230 milljarðar íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×