Hriplek vörn varð Börsungum að falli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. mars 2008 21:18 Leikmenn Valencia fagna einu marka sinna í kvöld. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn er Valencia vann verðskuldaðan sigur á Barcelona, 3-2, í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar. Eiður átti mjög fínan leik í liði Börsunga og var einn fárra í liðinu sem komst sæmilega vel frá sínu. Það var fyrst og fremst mikill klunnaskapur í varnarleik liðsins sem varð því að falli í dag. Fyrsta mark Valencia var reyndar glæsilegt en fyriliði liðsins, Ruben Baraja, átti þá fast skot utan vítateigs sem söng efst í markhorninu fær. Skiptu engu þó hann væri umvafinn varnarmönnum Barcelona. Markið kom á 17. mínútu en gestirnir voru engu að síður meira með boltann. Það gekk þó heldur illa að byggja upp almennilegar sóknir en þess í stað beittu heimamenn stórhættulegum skyndisóknum. Táningurinn Juan Mata bætti svo við öðru marki skömmu áður en hálfleikurinn var flautaður af. Eftir mikinn darraðadans þar sem þeir Puyol, Milito og Toure féllu nánast hver um annan barst boltinn á Mata sem kláraði færið örugglega. Svipaða sögu var að segja af síðari hálfleiknum en meira líf færðist í sóknarleik Börsunga eftir að Toure fór af velli og Thierry Henry kom inn á í hans stað. Sylvinho kom einnig inn á fyrir Abidal og það var samvinna varamannanna sem skilaði fyrra marki Börsunga. Sylvinho gaf þá laglega sendingu sem Henry skallaði í stöngina og inn. En sjónvarpsmennirnir spænsku voru varla búnir að endursýna markið þegar að Valencia skoraði öðru sinni og endurheimti þar með tveggja marka forskot sitt. David Silva átti þá sendingu frá hægri sem barst á Mata sem náði að koma honum í markið þó svo að varnarmenn Börsunga voru ágætlega staðsettir fyrir framan markið. Samuel Eto'o átt alls ekki góðan dag en hann skoraði þó annað mark Börsunga þegar um tíu míntútur voru til leiksloka. Hann fékk þá boltann á vítateigslínunni og náði að klára færið vel. Börsungar reyndu hvað þeir gátu til að skora jöfnunarmarkið og þar með tryggja sér farseðilinn í úrslitaleikinn en allt kom fyrir ekki. Valencia mætir Getafe í úrslitum spænsku bikarkeppninnar. Spænski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn er Valencia vann verðskuldaðan sigur á Barcelona, 3-2, í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar. Eiður átti mjög fínan leik í liði Börsunga og var einn fárra í liðinu sem komst sæmilega vel frá sínu. Það var fyrst og fremst mikill klunnaskapur í varnarleik liðsins sem varð því að falli í dag. Fyrsta mark Valencia var reyndar glæsilegt en fyriliði liðsins, Ruben Baraja, átti þá fast skot utan vítateigs sem söng efst í markhorninu fær. Skiptu engu þó hann væri umvafinn varnarmönnum Barcelona. Markið kom á 17. mínútu en gestirnir voru engu að síður meira með boltann. Það gekk þó heldur illa að byggja upp almennilegar sóknir en þess í stað beittu heimamenn stórhættulegum skyndisóknum. Táningurinn Juan Mata bætti svo við öðru marki skömmu áður en hálfleikurinn var flautaður af. Eftir mikinn darraðadans þar sem þeir Puyol, Milito og Toure féllu nánast hver um annan barst boltinn á Mata sem kláraði færið örugglega. Svipaða sögu var að segja af síðari hálfleiknum en meira líf færðist í sóknarleik Börsunga eftir að Toure fór af velli og Thierry Henry kom inn á í hans stað. Sylvinho kom einnig inn á fyrir Abidal og það var samvinna varamannanna sem skilaði fyrra marki Börsunga. Sylvinho gaf þá laglega sendingu sem Henry skallaði í stöngina og inn. En sjónvarpsmennirnir spænsku voru varla búnir að endursýna markið þegar að Valencia skoraði öðru sinni og endurheimti þar með tveggja marka forskot sitt. David Silva átti þá sendingu frá hægri sem barst á Mata sem náði að koma honum í markið þó svo að varnarmenn Börsunga voru ágætlega staðsettir fyrir framan markið. Samuel Eto'o átt alls ekki góðan dag en hann skoraði þó annað mark Börsunga þegar um tíu míntútur voru til leiksloka. Hann fékk þá boltann á vítateigslínunni og náði að klára færið vel. Börsungar reyndu hvað þeir gátu til að skora jöfnunarmarkið og þar með tryggja sér farseðilinn í úrslitaleikinn en allt kom fyrir ekki. Valencia mætir Getafe í úrslitum spænsku bikarkeppninnar.
Spænski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Sjá meira