Viðskipti erlent

Alitalia samþykkir yfirtökutilboð Air France

MYND/AFP

Ítalska flugfélagið Alitalia hefur samþykkt yfirtökutilboð samkeppnisaðilans Air France fyrir 138 milljónir Evra, eða rúmlega fimmtán milljarða íslenskra króna. Ítalska ríkið sem á 49,9 prósenta hlut í flugfélaginu tókst ekki að selja fyrirtækið á síðasta ári. Taprekstur hefur verið á félaginu síðstliðin fimm ár.

Air France-KLM bauð einn hlut á hverja 160 hluti Alitalia og setti þannig verðmat félagsins niður í 0,10 Evrur á hluta. Það er 81 prósenta lækkun á hlutabréfum félagsins.

Samkvæmt heimildum BBC hefur Alitalía barist í bökkum vegna 1,2 milljarða Evra skulda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×