Hamilton ánægður með nýja útfærslu Formúlu 1 15. mars 2008 17:08 Bretinn Lewis Hamilton er ánægður gang mála hjá sér fyrir kappaksturinn í Ástralíu á morgun. Hann er fremstur á ráslinu og mjög sáttur við nýjar reglur um útbúnað bílanna. Hamilton keppir í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Ástralíu í nótt. ,,Tímatakan var taugatrekkjandi og ég náði aldrei virkilega góðum hring, þannig að ég veit að ég get ekið hraðar um brautina. Ég er ánægður með að lokaumferðin er aðeins 10 mínútur í tímatökunni og að engin spólvörn í bílunum", sagði Hamilton í dag. ,,Það er talsvert öðruvísi að aka án spólvarnar, en það laðar það besta fram í ökumönnum. Menn verða að taka á öllu sem þeir eiga til að ná árangri." Bein útsending verður frá fyrsta móti ársins á Stöð 2 Sport í nótt kl. 04.00, en síðan verður samantekt frá mótinu kl. 22.00 á sunnudagskvöld. Í upphitun fyrir mótið í nótt verður rætt við Íslendinga á mótsstað og farið yfir gang mála um helgina með gestum í nýju myndveri. Ítarlegar upplýsingar um tölfræði úr tímatökum og brautarlýsingu frá Melbourne er að finna á www.kappakstur.is. Formúla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er ánægður gang mála hjá sér fyrir kappaksturinn í Ástralíu á morgun. Hann er fremstur á ráslinu og mjög sáttur við nýjar reglur um útbúnað bílanna. Hamilton keppir í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Ástralíu í nótt. ,,Tímatakan var taugatrekkjandi og ég náði aldrei virkilega góðum hring, þannig að ég veit að ég get ekið hraðar um brautina. Ég er ánægður með að lokaumferðin er aðeins 10 mínútur í tímatökunni og að engin spólvörn í bílunum", sagði Hamilton í dag. ,,Það er talsvert öðruvísi að aka án spólvarnar, en það laðar það besta fram í ökumönnum. Menn verða að taka á öllu sem þeir eiga til að ná árangri." Bein útsending verður frá fyrsta móti ársins á Stöð 2 Sport í nótt kl. 04.00, en síðan verður samantekt frá mótinu kl. 22.00 á sunnudagskvöld. Í upphitun fyrir mótið í nótt verður rætt við Íslendinga á mótsstað og farið yfir gang mála um helgina með gestum í nýju myndveri. Ítarlegar upplýsingar um tölfræði úr tímatökum og brautarlýsingu frá Melbourne er að finna á www.kappakstur.is.
Formúla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira