Hannes: Flakkið fylgir fótboltanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. mars 2008 18:55 Hannes Þ. Sigurðsson í leik með landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images Hannes Þ. Sigurðsson gekk frá samningum við sænska úrvalsdeildarfélagið Sundsvall seint í gærkvöldi. Hann hefur leikið með fjórum félögum á undanförnu einu og hálfa ári. „Þetta leggst mjög vel í mig," sagði Hannes í samtali við Vísi. „Þetta var svo sem ekki erfitt ferli en eins og alltaf tók það sinn tíma fyrir alla aðila að komast að niðurstöðu. Þetta blessaðist svo allt á endanum." Hannes hóf atvinnumannaferilinn hjá Viking í Stafangri og lék með félaginu í fjögur ár áður en hann hélt til Englands árið 2005. Alls hefur hann leikið með því í fimm ár. „Mér líst mjög vel á Sundsvall en það verður erfitt að fara frá Víking og Stafangri. Hér er ég með góð tengsl bæði við bæinn og klúbbinn. Hins vegar hlakka ég mikið til að fara að spila fótbolta í hverri viku. Þetta er því frábær möguleiki fyrir mig." Hannes fór frá Stoke í Englandi í ágúst 2006 og gekk til liðs við Bröndby í Danmörku. Þaðan fór hann til Viking fyrir rúmu ári síðan og verður því Sundsvall fjórða félagið sem hann leikur með í jafn mörgum löndum á rúmu einu og hálfu ári. „Ég tek þessu öllu saman eins og þetta kemur. Fótboltinn er bara þannig, maður er á faraldsfæti og það er eðlilegur hluti af fótboltanum. Ég er ekki að stressa mig á þessu." Sundsvall er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni en Hannes vonast vitanlega til að félagið geti komið á óvart í sumar. „Ég þekki nú ekki sænsku deildina það vel en mér líst ágætlega á þetta. Ég átti gott samtal við þjálfarann og efast ekki um að það sé rétta valið fyrir mig að fara til Sundsvall." „Ef ég vill líka koma mér aftur í landsliðið get ég ekki setið á bekknum einhversstaðar út í heimi." Fyrr í vetur gekk FH-ingurinn Sverrir Garðarsson til liðs við Sundsvall en hann og Hannes eru æskufélagar enda sá síðarnefndi gamall FH-ingur. „Það hafði mikið að segja að Sverrir var kominn til félagsins. Það verður frábært að fá að spila með honum aftur. Ég held að það hafi síðast gerst með U-21 landsliðinu árið 2004. Við erum góðir vinir enda er hann nú guðfaðir dóttur minnar. Það er því óhætt að segja að við náum ágætlega saman." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Sjá meira
Hannes Þ. Sigurðsson gekk frá samningum við sænska úrvalsdeildarfélagið Sundsvall seint í gærkvöldi. Hann hefur leikið með fjórum félögum á undanförnu einu og hálfa ári. „Þetta leggst mjög vel í mig," sagði Hannes í samtali við Vísi. „Þetta var svo sem ekki erfitt ferli en eins og alltaf tók það sinn tíma fyrir alla aðila að komast að niðurstöðu. Þetta blessaðist svo allt á endanum." Hannes hóf atvinnumannaferilinn hjá Viking í Stafangri og lék með félaginu í fjögur ár áður en hann hélt til Englands árið 2005. Alls hefur hann leikið með því í fimm ár. „Mér líst mjög vel á Sundsvall en það verður erfitt að fara frá Víking og Stafangri. Hér er ég með góð tengsl bæði við bæinn og klúbbinn. Hins vegar hlakka ég mikið til að fara að spila fótbolta í hverri viku. Þetta er því frábær möguleiki fyrir mig." Hannes fór frá Stoke í Englandi í ágúst 2006 og gekk til liðs við Bröndby í Danmörku. Þaðan fór hann til Viking fyrir rúmu ári síðan og verður því Sundsvall fjórða félagið sem hann leikur með í jafn mörgum löndum á rúmu einu og hálfu ári. „Ég tek þessu öllu saman eins og þetta kemur. Fótboltinn er bara þannig, maður er á faraldsfæti og það er eðlilegur hluti af fótboltanum. Ég er ekki að stressa mig á þessu." Sundsvall er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni en Hannes vonast vitanlega til að félagið geti komið á óvart í sumar. „Ég þekki nú ekki sænsku deildina það vel en mér líst ágætlega á þetta. Ég átti gott samtal við þjálfarann og efast ekki um að það sé rétta valið fyrir mig að fara til Sundsvall." „Ef ég vill líka koma mér aftur í landsliðið get ég ekki setið á bekknum einhversstaðar út í heimi." Fyrr í vetur gekk FH-ingurinn Sverrir Garðarsson til liðs við Sundsvall en hann og Hannes eru æskufélagar enda sá síðarnefndi gamall FH-ingur. „Það hafði mikið að segja að Sverrir var kominn til félagsins. Það verður frábært að fá að spila með honum aftur. Ég held að það hafi síðast gerst með U-21 landsliðinu árið 2004. Við erum góðir vinir enda er hann nú guðfaðir dóttur minnar. Það er því óhætt að segja að við náum ágætlega saman."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Sjá meira