Hannes reifst aftur við þjálfara sinn á æfingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2008 09:38 Hannes Þ. Sigurðsson. Annan daginn í röð sló í brýnu milli Hannesar Þ. Sigurðssonar og Uwe Rösler, hins þýska þjálfara Viking frá Stafangri í Noregi. Á miðvikudaginn gekk Hannes út af æfingu liðsins eftir orðaskipti við Rösler og í gær rifust þeir aftur. Leikmenn skiptu sér í tvö lið á æfingunni og vildi Hannes fá aukaspyrnu eftir viðskipti sín við Gojko Ivkovic. Hannes lét Rösler heyra það sem svaraði í sömu mynt. „Ef þú ætlar að láta svona og vera í fýlu máttu bara hypja þig," sagði Rösler við Hannes. „Þú sást vel hvað gerðist. Af hverju kemurðu svona fram við mig?" svaraði Hannes um hæl. Fimm mínútum síðar tóku leikmenn sér hlé frá æfingunni og gekk þá Hannes aftur upp að Rösler. Þeim samskiptum lauk með því að Hannes gekk í burtu og hristi hausinn. Hannes og Rösler skiptust svo áfram á skotum á meðan æfingunni stóð. „Það er svo augljóst hvað þér gengur til. Alveg óskiljanlegt!" sagði Hannes. „Hugsaðu bara um sjálfan þig," svaraði Rösler. Í lok æfingarinnar tóku leikmenn þátt í léttu skokki en Hannes hætti því fljótlega. „Af hverju ertu ekki að skokka með hinum?" spurði Rösler. „Ég er með verki í lærinu," sagði Hannes. „Komdu hingað! Þú skalt fá að skokka einn. Núna! Hinir mega fara. Þeir líka," sagði Rösler og átti þá við þá fjölmiðlamenn sem voru viðstaddir á æfingunni. Rösler vildi ekki gera mikið úr þessu í samtali við fjölmiðlamenn eftir æfinguna. „Það er æskilegt að hafa smá hita í mönnum á vellinum. Við þurfum á slíku að halda þegar tímabilið byrjar." Rösler sagði enn fremur að það væru engin vandræði í samskiptum hans og Hannesar. Sagði að hann væri leikmaður liðsins og væri áfram með samning hjá félaginu. Hannes sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann vildi fara frá Viking og þá helst til Svíþjóðar en GIF Sundsvall hefur átt í viðræðum við Viking um kaup á Hannesi. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Annan daginn í röð sló í brýnu milli Hannesar Þ. Sigurðssonar og Uwe Rösler, hins þýska þjálfara Viking frá Stafangri í Noregi. Á miðvikudaginn gekk Hannes út af æfingu liðsins eftir orðaskipti við Rösler og í gær rifust þeir aftur. Leikmenn skiptu sér í tvö lið á æfingunni og vildi Hannes fá aukaspyrnu eftir viðskipti sín við Gojko Ivkovic. Hannes lét Rösler heyra það sem svaraði í sömu mynt. „Ef þú ætlar að láta svona og vera í fýlu máttu bara hypja þig," sagði Rösler við Hannes. „Þú sást vel hvað gerðist. Af hverju kemurðu svona fram við mig?" svaraði Hannes um hæl. Fimm mínútum síðar tóku leikmenn sér hlé frá æfingunni og gekk þá Hannes aftur upp að Rösler. Þeim samskiptum lauk með því að Hannes gekk í burtu og hristi hausinn. Hannes og Rösler skiptust svo áfram á skotum á meðan æfingunni stóð. „Það er svo augljóst hvað þér gengur til. Alveg óskiljanlegt!" sagði Hannes. „Hugsaðu bara um sjálfan þig," svaraði Rösler. Í lok æfingarinnar tóku leikmenn þátt í léttu skokki en Hannes hætti því fljótlega. „Af hverju ertu ekki að skokka með hinum?" spurði Rösler. „Ég er með verki í lærinu," sagði Hannes. „Komdu hingað! Þú skalt fá að skokka einn. Núna! Hinir mega fara. Þeir líka," sagði Rösler og átti þá við þá fjölmiðlamenn sem voru viðstaddir á æfingunni. Rösler vildi ekki gera mikið úr þessu í samtali við fjölmiðlamenn eftir æfinguna. „Það er æskilegt að hafa smá hita í mönnum á vellinum. Við þurfum á slíku að halda þegar tímabilið byrjar." Rösler sagði enn fremur að það væru engin vandræði í samskiptum hans og Hannesar. Sagði að hann væri leikmaður liðsins og væri áfram með samning hjá félaginu. Hannes sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann vildi fara frá Viking og þá helst til Svíþjóðar en GIF Sundsvall hefur átt í viðræðum við Viking um kaup á Hannesi.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira