Baugur hefur ákveðið að styrkja Formúlu 1 lið Williams enn frekar en síðustu ár og tilkynnti Frank Williams um nýjan samning í dag.
Baugur hefur styrkt Williams í þrjú ár og mun verslunarkeðjan Hamelys verða enn meira áberandi á Williams bílnum en síðustu ár.
,,Ég er virkilega ánægður með samninginn, sem mun auka hróður beggja aðila á alþjóðlegum vettvangi", sagði Frank Williams í dag. Hamleys auglýsing er nú á hliðum bílsins, í stað þess að vera á afturvæng.
Williams liðið hefur átt góða spretti á æfingum síðustu vikurnar, en ökumenn liðsins eru Nico Rosberg og Kazuki Nakajima.
Sjá nánar á kappakstur.is