Flugvöllurinn fer ekki 3. mars 2008 10:25 Reykjavíkurflugvöllur fer ekki rassgat á næstu árum, þrátt fyrir allar flottu verðlaunatilllögurnar um frekari byggð í Vatnsmýri. Höfuðborg án samgöngumiðstöðvar er ekki höfuðborg. Höfuðborg án flugvallar þjónar ekki landinu. Svo einfalt er það. Og það eru ekki aðrir kostir í stöðunni: Ekki Löngusker. Ekki Hólmsheiði. Og allra síst Keflavík. Halda menn að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður si sona án þess að annar flugvöllur í eða við borgina komi í staðinn? En það er enginn annar staður. Blaðagrein flugmannsinns og flugkennarans Matthíasar Arngrímssonar í Mogganum í dag tekur af tvímæli um þetta. Þar er skrifar af reynslu. Yfirvegað og æsingslaust. Grein flugmannsins er sneisafull af rökum fyrir því að miðstöð innanlandsflugs getur hvergi annars staðar verið en í Vatnsmýrinni. Greinin er skyldulesning fyrir þá sem harðast fara fram gegn flugvellinum í Vatnsmýri. Og ætti að koma þeim niður á jörðina. Ég endurtek svo fyrri yfirlýsingar mínar: Reykjavíkurflugvöllur fer ekki. Það er óskhyggja. Það er ekki hægt að flytja hann. Eða hafa andstæðingar vallarins komið fram með einhver haldbær rök í þá veru? Nei, ekki svo ég muni ... Þeirra sýn er veruleikafirrt illúsjón þess efnis að höfuðborgin þurfi ekki flugvöll ... Með öðrum orðum: Reykjavík þurfi ekki á landinu að halda. Og landið ekki á Reykjavík að halda ... Sumsé illúsjón ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Reykjavíkurflugvöllur fer ekki rassgat á næstu árum, þrátt fyrir allar flottu verðlaunatilllögurnar um frekari byggð í Vatnsmýri. Höfuðborg án samgöngumiðstöðvar er ekki höfuðborg. Höfuðborg án flugvallar þjónar ekki landinu. Svo einfalt er það. Og það eru ekki aðrir kostir í stöðunni: Ekki Löngusker. Ekki Hólmsheiði. Og allra síst Keflavík. Halda menn að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður si sona án þess að annar flugvöllur í eða við borgina komi í staðinn? En það er enginn annar staður. Blaðagrein flugmannsinns og flugkennarans Matthíasar Arngrímssonar í Mogganum í dag tekur af tvímæli um þetta. Þar er skrifar af reynslu. Yfirvegað og æsingslaust. Grein flugmannsins er sneisafull af rökum fyrir því að miðstöð innanlandsflugs getur hvergi annars staðar verið en í Vatnsmýrinni. Greinin er skyldulesning fyrir þá sem harðast fara fram gegn flugvellinum í Vatnsmýri. Og ætti að koma þeim niður á jörðina. Ég endurtek svo fyrri yfirlýsingar mínar: Reykjavíkurflugvöllur fer ekki. Það er óskhyggja. Það er ekki hægt að flytja hann. Eða hafa andstæðingar vallarins komið fram með einhver haldbær rök í þá veru? Nei, ekki svo ég muni ... Þeirra sýn er veruleikafirrt illúsjón þess efnis að höfuðborgin þurfi ekki flugvöll ... Með öðrum orðum: Reykjavík þurfi ekki á landinu að halda. Og landið ekki á Reykjavík að halda ... Sumsé illúsjón ... -SER.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun