Flugvöllurinn fer ekki 3. mars 2008 10:25 Reykjavíkurflugvöllur fer ekki rassgat á næstu árum, þrátt fyrir allar flottu verðlaunatilllögurnar um frekari byggð í Vatnsmýri. Höfuðborg án samgöngumiðstöðvar er ekki höfuðborg. Höfuðborg án flugvallar þjónar ekki landinu. Svo einfalt er það. Og það eru ekki aðrir kostir í stöðunni: Ekki Löngusker. Ekki Hólmsheiði. Og allra síst Keflavík. Halda menn að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður si sona án þess að annar flugvöllur í eða við borgina komi í staðinn? En það er enginn annar staður. Blaðagrein flugmannsinns og flugkennarans Matthíasar Arngrímssonar í Mogganum í dag tekur af tvímæli um þetta. Þar er skrifar af reynslu. Yfirvegað og æsingslaust. Grein flugmannsins er sneisafull af rökum fyrir því að miðstöð innanlandsflugs getur hvergi annars staðar verið en í Vatnsmýrinni. Greinin er skyldulesning fyrir þá sem harðast fara fram gegn flugvellinum í Vatnsmýri. Og ætti að koma þeim niður á jörðina. Ég endurtek svo fyrri yfirlýsingar mínar: Reykjavíkurflugvöllur fer ekki. Það er óskhyggja. Það er ekki hægt að flytja hann. Eða hafa andstæðingar vallarins komið fram með einhver haldbær rök í þá veru? Nei, ekki svo ég muni ... Þeirra sýn er veruleikafirrt illúsjón þess efnis að höfuðborgin þurfi ekki flugvöll ... Með öðrum orðum: Reykjavík þurfi ekki á landinu að halda. Og landið ekki á Reykjavík að halda ... Sumsé illúsjón ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun
Reykjavíkurflugvöllur fer ekki rassgat á næstu árum, þrátt fyrir allar flottu verðlaunatilllögurnar um frekari byggð í Vatnsmýri. Höfuðborg án samgöngumiðstöðvar er ekki höfuðborg. Höfuðborg án flugvallar þjónar ekki landinu. Svo einfalt er það. Og það eru ekki aðrir kostir í stöðunni: Ekki Löngusker. Ekki Hólmsheiði. Og allra síst Keflavík. Halda menn að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður si sona án þess að annar flugvöllur í eða við borgina komi í staðinn? En það er enginn annar staður. Blaðagrein flugmannsinns og flugkennarans Matthíasar Arngrímssonar í Mogganum í dag tekur af tvímæli um þetta. Þar er skrifar af reynslu. Yfirvegað og æsingslaust. Grein flugmannsins er sneisafull af rökum fyrir því að miðstöð innanlandsflugs getur hvergi annars staðar verið en í Vatnsmýrinni. Greinin er skyldulesning fyrir þá sem harðast fara fram gegn flugvellinum í Vatnsmýri. Og ætti að koma þeim niður á jörðina. Ég endurtek svo fyrri yfirlýsingar mínar: Reykjavíkurflugvöllur fer ekki. Það er óskhyggja. Það er ekki hægt að flytja hann. Eða hafa andstæðingar vallarins komið fram með einhver haldbær rök í þá veru? Nei, ekki svo ég muni ... Þeirra sýn er veruleikafirrt illúsjón þess efnis að höfuðborgin þurfi ekki flugvöll ... Með öðrum orðum: Reykjavík þurfi ekki á landinu að halda. Og landið ekki á Reykjavík að halda ... Sumsé illúsjón ... -SER.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun