Alonso: Hamilton getur orðið heimsmeistari 28. febrúar 2008 10:23 Nordic Photos / Getty Images Fernando Alonso telur fyrrum félaga sinn Lewis Hamilton hjá McLaren eiga ágætar líkur á því að standa uppi sem heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1 á næsta tímabili. Grunnt var á því góða milli Alonso og Hamilton þegar þeir voru liðsfélagar hjá McLaren á síðasta tímabili og svo fór á endanum að Kimi Raikkönen skaut þeim ref fyrir rass og sigraði. "Þetta verður allt mikið auðveldara fyrir Hamilton á þessu ári af því hann er reynslunni ríkari. Hann þekkir orðið allar brautirnar og hvernig keppni á hverjum stað gengur fyrir sig," sagði Alonso í samtali við BBC og var því næst spurður hvort hann teldi hinn 23 ára gamla Hamilton eiga möguleika á titlinum. "Mögulega - já," sagði Spánverjinn. Hann telur þó að ekki megi gleyma heimsmeistaranum frá Finnlandi. "Ferrari og McLaren verða í kjörstöðu tila ð berjast um titilinn en ef ég á að nefna einn mann, þá held ég að það sé Kimi. Hann er meistarinn og maðurinn sem allir miða sig við núna." Formúla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fernando Alonso telur fyrrum félaga sinn Lewis Hamilton hjá McLaren eiga ágætar líkur á því að standa uppi sem heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1 á næsta tímabili. Grunnt var á því góða milli Alonso og Hamilton þegar þeir voru liðsfélagar hjá McLaren á síðasta tímabili og svo fór á endanum að Kimi Raikkönen skaut þeim ref fyrir rass og sigraði. "Þetta verður allt mikið auðveldara fyrir Hamilton á þessu ári af því hann er reynslunni ríkari. Hann þekkir orðið allar brautirnar og hvernig keppni á hverjum stað gengur fyrir sig," sagði Alonso í samtali við BBC og var því næst spurður hvort hann teldi hinn 23 ára gamla Hamilton eiga möguleika á titlinum. "Mögulega - já," sagði Spánverjinn. Hann telur þó að ekki megi gleyma heimsmeistaranum frá Finnlandi. "Ferrari og McLaren verða í kjörstöðu tila ð berjast um titilinn en ef ég á að nefna einn mann, þá held ég að það sé Kimi. Hann er meistarinn og maðurinn sem allir miða sig við núna."
Formúla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira