Ekki algengt en tíðkast Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2008 16:42 Ólafur Garðarsson, umboðsmaður knattspyrnumanna. Mynd/Anton Ólafur Garðarsson umboðsmaður knattspyrnumanna segir að þó nokkur dæmi séu um að utanaðkomandi aðilar hafi fjármagnað kaup knattspyrnumanna, líkt og í tilfelli Sverris Garðarssonar. Sverrir gekk nú í vikunni til liðs við GIF Sundsvall í Svíþjóð frá FH en í dag kom í ljós að kaupin voru að mestu fjármögnuð af fjárfestingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í áhættufjárfestingum. Vísir hafði samband við Ólaf sem þekkir vel til þessa mála. „Þetta er ekki algengt en tíðkast, sérstaklega á Norðurlöndunum. Persónulega finnst mér ekkert athugavert við þetta þó svo að FIFA kunni að vera á annarri skoðun. Íslenskir leikmenn hafa áður farið til Norðurlandanna með þessum hætti og þekki ég nokkur slík tilvik sjálfur." „Segjum sem svo að félag sé búið með sína peninga og báðir framherjarnir meiðast. Þá hafa fjárfestar komið að máli og fjármagnað kaup á leikmanni fyrir kannski 15-20 milljónir. Það er ekki mikill peningur þegar 3-4 fjársterkir aðilar koma saman. Svo er alltaf þessi von að leikmaðurinn stendur sig og selst, þá fá fjárfestarnir fyrst það sem þeir létu út og svo kannski helminginn af hagnaðinum." „En þeir vita líka að í flestum tilvikum koma þessir leikmenn og vinna sína vinnu og seljast kannski aldrei. Þá fá þeir ekki þennan pening aftur." Mikið hefur verið rætt um eignarhald þriðja aðila á knattspyrnumönnum, samanber mál Carlos Tevez og Javier Mascherano. „Ég veit að reglur FIFA eru erfiðar hvað þetta varðar því það má enginn eiga leikmann nema félögin sjálf. Þetta er þó mismunandi eftir löndum. Sjálfum finnst mér þó ekkert að því að hver sem er getur keypt leikmann." Og hann segir að utanaðkomandi fjárfestar hafi komið að fjármögnum á kaupum íslenskra félagsliða á leikmönnum. „Ég man þegar að Veigar Páll kom til Íslands frá Strömsgodset vildi ekkert íslenskt lið kaupa hann. Þá fékk ég breskan fjárfestingarsjóð til að fjármagna kaupin og þeir fengu svo sitt á endanum," sagði Ólafur en Veigar Páll er nú leikmaður Stabæk í Noregi. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Ólafur Garðarsson umboðsmaður knattspyrnumanna segir að þó nokkur dæmi séu um að utanaðkomandi aðilar hafi fjármagnað kaup knattspyrnumanna, líkt og í tilfelli Sverris Garðarssonar. Sverrir gekk nú í vikunni til liðs við GIF Sundsvall í Svíþjóð frá FH en í dag kom í ljós að kaupin voru að mestu fjármögnuð af fjárfestingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í áhættufjárfestingum. Vísir hafði samband við Ólaf sem þekkir vel til þessa mála. „Þetta er ekki algengt en tíðkast, sérstaklega á Norðurlöndunum. Persónulega finnst mér ekkert athugavert við þetta þó svo að FIFA kunni að vera á annarri skoðun. Íslenskir leikmenn hafa áður farið til Norðurlandanna með þessum hætti og þekki ég nokkur slík tilvik sjálfur." „Segjum sem svo að félag sé búið með sína peninga og báðir framherjarnir meiðast. Þá hafa fjárfestar komið að máli og fjármagnað kaup á leikmanni fyrir kannski 15-20 milljónir. Það er ekki mikill peningur þegar 3-4 fjársterkir aðilar koma saman. Svo er alltaf þessi von að leikmaðurinn stendur sig og selst, þá fá fjárfestarnir fyrst það sem þeir létu út og svo kannski helminginn af hagnaðinum." „En þeir vita líka að í flestum tilvikum koma þessir leikmenn og vinna sína vinnu og seljast kannski aldrei. Þá fá þeir ekki þennan pening aftur." Mikið hefur verið rætt um eignarhald þriðja aðila á knattspyrnumönnum, samanber mál Carlos Tevez og Javier Mascherano. „Ég veit að reglur FIFA eru erfiðar hvað þetta varðar því það má enginn eiga leikmann nema félögin sjálf. Þetta er þó mismunandi eftir löndum. Sjálfum finnst mér þó ekkert að því að hver sem er getur keypt leikmann." Og hann segir að utanaðkomandi fjárfestar hafi komið að fjármögnum á kaupum íslenskra félagsliða á leikmönnum. „Ég man þegar að Veigar Páll kom til Íslands frá Strömsgodset vildi ekkert íslenskt lið kaupa hann. Þá fékk ég breskan fjárfestingarsjóð til að fjármagna kaupin og þeir fengu svo sitt á endanum," sagði Ólafur en Veigar Páll er nú leikmaður Stabæk í Noregi.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira