Mín Madonna 15. febrúar 2008 22:56 Lengi vel hélt ég að Madonna væri söngkona. Hafði svo sem aldri miklar mætur á henni. Og þykir vart enn. En mín Madonna er skíðasvæði. Nánar tiltekið í ítölsku Ölpunum. Lítill, já verulega lítill snotur skíðabær í 1500 metra hæð ysm þar sem póstkortin blasa við manni á hverju götuhorni. Ég er að fara þangað í fyrramál. Vikutími. Óttast mest að skíðin mín beri ekki lengur þessi tæpu hundrað kíló sem ég er orðinn. Tæpu, vel að merkja. Mun fara hægt, fyrsta daginn. Afar hægt. Enda að verða gamall. Nokkuð gamall. Auðvitað verður þetta yndislegt. Ég sendi lesendum póst, vonandi heilan og ekki brotinn ... um það hvernig þessum tæpu hundrað kílóum farnast í stórum hundrað sentimetra þykkum púðursnjónum ... Madonna já, mín Madonna ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Lengi vel hélt ég að Madonna væri söngkona. Hafði svo sem aldri miklar mætur á henni. Og þykir vart enn. En mín Madonna er skíðasvæði. Nánar tiltekið í ítölsku Ölpunum. Lítill, já verulega lítill snotur skíðabær í 1500 metra hæð ysm þar sem póstkortin blasa við manni á hverju götuhorni. Ég er að fara þangað í fyrramál. Vikutími. Óttast mest að skíðin mín beri ekki lengur þessi tæpu hundrað kíló sem ég er orðinn. Tæpu, vel að merkja. Mun fara hægt, fyrsta daginn. Afar hægt. Enda að verða gamall. Nokkuð gamall. Auðvitað verður þetta yndislegt. Ég sendi lesendum póst, vonandi heilan og ekki brotinn ... um það hvernig þessum tæpu hundrað kílóum farnast í stórum hundrað sentimetra þykkum púðursnjónum ... Madonna já, mín Madonna ... -SER.