Tónninn í fólki utan Reykjavíkur 15. febrúar 2008 17:43 Feikileg viðbrögð við pistli mínum um Reykjavíkurflugvöll sem ég reit fyrr í dag. Þetta er tilfinningamál. Það kveður við harðan tón fólks utan borgarinnar (mér leiðist orðið landsbyggð - og ekki er það skárra að eiga að heita að búa úti á landi). Nema hvað. Hér kemur gott dæmi: "Þvílíkur dilettantismus hjá borgarfulltrúum. Er þetta fólkið sem á að taka af skarið um það hvort við á landsbyggðinni verðum að fljúga til Keflavíkur ef við skyldum eiga erindi til höfuðborgarinnar? En af hverju þurfum við svo oft að sækja suður? Því þar er öllu hlaðið niður. Jafnvel fyrir smávegis læknisskoðun þurfa menn að leggja land undir fót. Það er sko ekki útsynningurinn eða gay-parade, sem knýr okkur af stað. OK, mín vegna innanlandsflugið til Keflavíkur, en þá nokkur ráðuneyti, menntastofnanir og sjúkrahús út á land. Ójafnvægi í byggð landsins og neikvæðar afleiðingar þess virðast ekki einu sinni vera á dagskrá hjá pólitíkusum. Samt eru þau ófá Evrópulöndin, sem eru að súpa seyðið af slíkri þróun. Af eigin raun þekki ég ástandið í Grikklandi, en þar snýst allt, sko virkilega allt, um Aþenuborg. Allir vilja bú þar, kapitalið rennur þangað. Og afleiðingin? Sjón er sögu ríkari. Þessvegna, já einmitt þess vegna, er það “lífsnauðsynlegt” fyrir allt landið að álver rísi á Norðurlandi eystra, en ekki á Suðvesturhorninu." Svona er tónninn, til dæmis ... Þetta snýst auðvitað um það hvort Reykjavík á að heita höfuðborg með öllu tilheyrandi ... eða ekki ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun
Feikileg viðbrögð við pistli mínum um Reykjavíkurflugvöll sem ég reit fyrr í dag. Þetta er tilfinningamál. Það kveður við harðan tón fólks utan borgarinnar (mér leiðist orðið landsbyggð - og ekki er það skárra að eiga að heita að búa úti á landi). Nema hvað. Hér kemur gott dæmi: "Þvílíkur dilettantismus hjá borgarfulltrúum. Er þetta fólkið sem á að taka af skarið um það hvort við á landsbyggðinni verðum að fljúga til Keflavíkur ef við skyldum eiga erindi til höfuðborgarinnar? En af hverju þurfum við svo oft að sækja suður? Því þar er öllu hlaðið niður. Jafnvel fyrir smávegis læknisskoðun þurfa menn að leggja land undir fót. Það er sko ekki útsynningurinn eða gay-parade, sem knýr okkur af stað. OK, mín vegna innanlandsflugið til Keflavíkur, en þá nokkur ráðuneyti, menntastofnanir og sjúkrahús út á land. Ójafnvægi í byggð landsins og neikvæðar afleiðingar þess virðast ekki einu sinni vera á dagskrá hjá pólitíkusum. Samt eru þau ófá Evrópulöndin, sem eru að súpa seyðið af slíkri þróun. Af eigin raun þekki ég ástandið í Grikklandi, en þar snýst allt, sko virkilega allt, um Aþenuborg. Allir vilja bú þar, kapitalið rennur þangað. Og afleiðingin? Sjón er sögu ríkari. Þessvegna, já einmitt þess vegna, er það “lífsnauðsynlegt” fyrir allt landið að álver rísi á Norðurlandi eystra, en ekki á Suðvesturhorninu." Svona er tónninn, til dæmis ... Þetta snýst auðvitað um það hvort Reykjavík á að heita höfuðborg með öllu tilheyrandi ... eða ekki ... -SER.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun