Völd og þagnir 13. febrúar 2008 11:25 Það er ekkert nýtt að valdsmenn láti ekki ná í sig, hvorki í síma né pósti. Sjálfstæðismenn í krísu líðandi stundar eru ekkert einsdæmi í þessu efni. Við sem erum eldri en tvævetur í fjölmiðlum þekkjum þetta frá síðustu áratugum. Það er grundvallarmunur á aðgengi að stjórnmálamönnum eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Í reynd er það náttúra stjórnmálamanna að skipta um ham í þessum efnum. Þeir bera sig með ólíkum hætti upp við fjölmiðla eftir því hvoru megin valdsins þeir lenda eftir kosningar (eða stjórnarslit). Þeir eru vinir fjölmiðla í stjórnarandstöðu - á köflum smeðjulegir og slúðurgjarnir. En svo eru fjölmiðlar allt í einu orðnir fyrir þeim þegar kemur að völdunum. Þetta getur verið broslegt. Og hallærislega pínlegt. Gamli Tjarnarkvarterttinn var ekki fyrr sestur að skammlífum völdum að hann hætti að hafa samband við fjölmiðla að fyrra bragði og tók aðeins við skilaboðum. Vikur og mánuðir (þó ekki margir, eðlilega) gátu liðið þangað til leiðtogar kvartettsins gáfu færi á sér í pólitísk viðtöl - og sumir þorðu aldrei - og báru náttúrlega við tímaskorti. Þessi sami kvartett var ekki fyrr kominn í stjórnarandstöðu að hann byrjaði að vingast á ný við fjölmiðlamenn og ausa í þá upplýsingum um aumingaskap nýrra valdhafa. Og var meira en lítið til í viðtöl, löng sem stutt. Sjálfstæðismenn hafa á síðustu dögum verið gagnrýndir fyrir að þegja. En þær eru víða þagnirnar ... ... og fara eftir völdum ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Það er ekkert nýtt að valdsmenn láti ekki ná í sig, hvorki í síma né pósti. Sjálfstæðismenn í krísu líðandi stundar eru ekkert einsdæmi í þessu efni. Við sem erum eldri en tvævetur í fjölmiðlum þekkjum þetta frá síðustu áratugum. Það er grundvallarmunur á aðgengi að stjórnmálamönnum eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Í reynd er það náttúra stjórnmálamanna að skipta um ham í þessum efnum. Þeir bera sig með ólíkum hætti upp við fjölmiðla eftir því hvoru megin valdsins þeir lenda eftir kosningar (eða stjórnarslit). Þeir eru vinir fjölmiðla í stjórnarandstöðu - á köflum smeðjulegir og slúðurgjarnir. En svo eru fjölmiðlar allt í einu orðnir fyrir þeim þegar kemur að völdunum. Þetta getur verið broslegt. Og hallærislega pínlegt. Gamli Tjarnarkvarterttinn var ekki fyrr sestur að skammlífum völdum að hann hætti að hafa samband við fjölmiðla að fyrra bragði og tók aðeins við skilaboðum. Vikur og mánuðir (þó ekki margir, eðlilega) gátu liðið þangað til leiðtogar kvartettsins gáfu færi á sér í pólitísk viðtöl - og sumir þorðu aldrei - og báru náttúrlega við tímaskorti. Þessi sami kvartett var ekki fyrr kominn í stjórnarandstöðu að hann byrjaði að vingast á ný við fjölmiðlamenn og ausa í þá upplýsingum um aumingaskap nýrra valdhafa. Og var meira en lítið til í viðtöl, löng sem stutt. Sjálfstæðismenn hafa á síðustu dögum verið gagnrýndir fyrir að þegja. En þær eru víða þagnirnar ... ... og fara eftir völdum ... -SER.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun