Framganga fjölmiðla 12. febrúar 2008 10:56 Næsta yfirvegaður og réttlátur leiðari í Mogga í dag, einkum framan af. Svo syrtir í álinn. Það er ljóst að félaga Styrmi er ekki rótt. En hann veit sem er að flokkurinn er merkilegri en nokkur leiðtogi hans - og skrifar því í þá veru að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson þurfi að meta þá miklu hættu sem hann er búinn að setja flokkinn í með pólitísku látbragði sínu á síðustu vikum. "Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er í mikilli hættu ," skrifar Styrmir og bætir við: "Verði Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík fyrir alvarlegu áfalli þýðir það að Sjálfstæðisflokkurinn á landsvísu verður fyrir miklu áfalli." Hér skrifar ritstjóri flokksblaðs sem veit sem er að komið er að ögurstundu; heill flokksins er merkilegri en örlög eins oddvita. Á milli línanna í leiðaranum glyttir í kutann. En svo koma lokaorðin með undarlegri sneið til fjölmiðla og pólitískra andstæðinga flokksins: "Sjálfstæðismenn í Reykjavík gera ekki þá kröfu til Vilhjálms að hann hrekist úr starfi vegna framgöngu fjölmiðla. Þeir gera heldur ekki þá kröfu að hann láti pólitíska andstæðinga hrekja sig úr starfi." Bíðum nú við. ... framgöngu fjölmiðla ... ... andstæðinga hrekja ... Hef ég misst af einhverju? Hefur Vilhjálmur ekki verið einfær um að koma sér í vandræði sín? Eru þau komin til vegna framgöngu fjölmiðla? Og stafar vandi Vilhjálms af gagnrýni andstæðinga? Jedúddamía. Hverskonar blindraletur er þetta á blaðinu ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun
Næsta yfirvegaður og réttlátur leiðari í Mogga í dag, einkum framan af. Svo syrtir í álinn. Það er ljóst að félaga Styrmi er ekki rótt. En hann veit sem er að flokkurinn er merkilegri en nokkur leiðtogi hans - og skrifar því í þá veru að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson þurfi að meta þá miklu hættu sem hann er búinn að setja flokkinn í með pólitísku látbragði sínu á síðustu vikum. "Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er í mikilli hættu ," skrifar Styrmir og bætir við: "Verði Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík fyrir alvarlegu áfalli þýðir það að Sjálfstæðisflokkurinn á landsvísu verður fyrir miklu áfalli." Hér skrifar ritstjóri flokksblaðs sem veit sem er að komið er að ögurstundu; heill flokksins er merkilegri en örlög eins oddvita. Á milli línanna í leiðaranum glyttir í kutann. En svo koma lokaorðin með undarlegri sneið til fjölmiðla og pólitískra andstæðinga flokksins: "Sjálfstæðismenn í Reykjavík gera ekki þá kröfu til Vilhjálms að hann hrekist úr starfi vegna framgöngu fjölmiðla. Þeir gera heldur ekki þá kröfu að hann láti pólitíska andstæðinga hrekja sig úr starfi." Bíðum nú við. ... framgöngu fjölmiðla ... ... andstæðinga hrekja ... Hef ég misst af einhverju? Hefur Vilhjálmur ekki verið einfær um að koma sér í vandræði sín? Eru þau komin til vegna framgöngu fjölmiðla? Og stafar vandi Vilhjálms af gagnrýni andstæðinga? Jedúddamía. Hverskonar blindraletur er þetta á blaðinu ... -SER.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun