Pólitík þagnarinnar 11. febrúar 2008 11:10 Ég man ekki til þess í annan tíma að jafn mikil þögn hafi umlukið nokkurt íslenskt stjórnmálaafl og gamla góða Sjálfstæðisflokkinn nú um stundir. Þögnin er alger. Og yfirþyrmandi. Já, og altumlykjandi. En vitaskuld má greina hósta og stunur í bakherbergjunum. Eða altént má ímynda sér hvorutveggja. Pólitísku búkhljóðin eru þarna einhvers staðar ... en þeim er skipulega haldið til hlés. Heill stjórnmálaflokkur er ekki til viðtals um það sem er að gerast í stjórnmálunum. Eða er hann kannski ekki heill? Á meðan kvarnast úr ímynd Sjálfstæðisflokksins sem trausts og trúverðugs stjórnmálaflokks. Á meðan efast stór hluti þjóðarinnar um að flokkurinn hafi stjórn á sjálfum sér. Flokkurinn hefur greinilega ekki svör. Hann hefur lokað sig af inni í kústaskáp eins og lítill strákur sem veit upp á sig skömmina og bíður þess eins að reiði foreldrana líði hjá. Hættan er hins vegar sú að flokkurinn líði hjá. Spurningin er vitaskuld sú hvort oddvitinn sé þess virði ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun
Ég man ekki til þess í annan tíma að jafn mikil þögn hafi umlukið nokkurt íslenskt stjórnmálaafl og gamla góða Sjálfstæðisflokkinn nú um stundir. Þögnin er alger. Og yfirþyrmandi. Já, og altumlykjandi. En vitaskuld má greina hósta og stunur í bakherbergjunum. Eða altént má ímynda sér hvorutveggja. Pólitísku búkhljóðin eru þarna einhvers staðar ... en þeim er skipulega haldið til hlés. Heill stjórnmálaflokkur er ekki til viðtals um það sem er að gerast í stjórnmálunum. Eða er hann kannski ekki heill? Á meðan kvarnast úr ímynd Sjálfstæðisflokksins sem trausts og trúverðugs stjórnmálaflokks. Á meðan efast stór hluti þjóðarinnar um að flokkurinn hafi stjórn á sjálfum sér. Flokkurinn hefur greinilega ekki svör. Hann hefur lokað sig af inni í kústaskáp eins og lítill strákur sem veit upp á sig skömmina og bíður þess eins að reiði foreldrana líði hjá. Hættan er hins vegar sú að flokkurinn líði hjá. Spurningin er vitaskuld sú hvort oddvitinn sé þess virði ... -SER.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun