Byrgismálið - sagan öll 29. janúar 2008 11:16 Spennandi Kompásþáttur fer í loftið á Stöð 2 í kvöld. Þar rekjum við félagarnir söguna á bak við Byrgið. Og Byrgismálið. Þetta er mikil saga - og makalaus. Og sér svo sem ekki fyrir endan á henni. Þáttur okkar um Byrgismálið frá því um miðjan desember 2006 var umdeildur - og móttökur annarra miðla voru eftirtektarverðar; það er alltaf nærtækast að skjóta sendiboðann! Fjórar ákærur eru komnar á daginn - og allur efnahagsbrotapakkinn er ennþá óopnaður. Það verður sérstaklega áhugavert að hlýða á viðtölin við mæður stúlknanna sem verst urðu úti í Byrgismálinu, en sem kunnugt er lofuðu stjórnvöld þeim miklum og harðvirkum stuðningi eftir að upp komst um óskundann. Hverjar hafa ednirnar verið? Það kemur í ljós í kvöld kl. 21.50. Spennandi ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Spennandi Kompásþáttur fer í loftið á Stöð 2 í kvöld. Þar rekjum við félagarnir söguna á bak við Byrgið. Og Byrgismálið. Þetta er mikil saga - og makalaus. Og sér svo sem ekki fyrir endan á henni. Þáttur okkar um Byrgismálið frá því um miðjan desember 2006 var umdeildur - og móttökur annarra miðla voru eftirtektarverðar; það er alltaf nærtækast að skjóta sendiboðann! Fjórar ákærur eru komnar á daginn - og allur efnahagsbrotapakkinn er ennþá óopnaður. Það verður sérstaklega áhugavert að hlýða á viðtölin við mæður stúlknanna sem verst urðu úti í Byrgismálinu, en sem kunnugt er lofuðu stjórnvöld þeim miklum og harðvirkum stuðningi eftir að upp komst um óskundann. Hverjar hafa ednirnar verið? Það kemur í ljós í kvöld kl. 21.50. Spennandi ... -SER.