Borgarstjórinn á mannamáli 25. janúar 2008 17:55 Ólafur F. Magnússon verður aðalgestur minn í Mannamáli á sunnudag. Það er margs að spyrja, einkum erfiðra spurninga. Ólafur er sagður dulur maður, duglegur og viðkvæmur - og jafnframt "sýklahræddur" eins og fram kemur í forvitnilegri nærmynd í DV í dag. Ég ætla að sauma að kallinum - en mannlegi þátturinn fær vissulega að fljóta með enda er borgarstjóri afskaplega opinber persóna. Tvær skeleggustu blaðakonur landsins, þær Agnes Bragadóttir og Björg Eva Erlendsdóttir munu svo meta pólitíska andrúmsloftið í borginni og dæma menn og annan; hver er hinn raunverulegi sigurvegari og hver er taparinn ... og hvernig er komið fyrir blessaðri pólitíkinni. Kata Jakobs og Einar Már verða svo á sínum stað og eins slaufan í lok þáttar þar sem ég ætla að fara nokkrum fallegum orðum um veitingastaðinn Friðrik V. á Akureyri - og er svo sem tími til kominn. Allt í opinni eftir fréttir á sunnudagskvöld. Yifrlýsingar og aftur yfirlýsingar - á mannamáli ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun
Ólafur F. Magnússon verður aðalgestur minn í Mannamáli á sunnudag. Það er margs að spyrja, einkum erfiðra spurninga. Ólafur er sagður dulur maður, duglegur og viðkvæmur - og jafnframt "sýklahræddur" eins og fram kemur í forvitnilegri nærmynd í DV í dag. Ég ætla að sauma að kallinum - en mannlegi þátturinn fær vissulega að fljóta með enda er borgarstjóri afskaplega opinber persóna. Tvær skeleggustu blaðakonur landsins, þær Agnes Bragadóttir og Björg Eva Erlendsdóttir munu svo meta pólitíska andrúmsloftið í borginni og dæma menn og annan; hver er hinn raunverulegi sigurvegari og hver er taparinn ... og hvernig er komið fyrir blessaðri pólitíkinni. Kata Jakobs og Einar Már verða svo á sínum stað og eins slaufan í lok þáttar þar sem ég ætla að fara nokkrum fallegum orðum um veitingastaðinn Friðrik V. á Akureyri - og er svo sem tími til kominn. Allt í opinni eftir fréttir á sunnudagskvöld. Yifrlýsingar og aftur yfirlýsingar - á mannamáli ... -SER.