Barnsrán á Spáni minnir á mál Madeleine 16. janúar 2008 16:03 Hvarf Mari minnir á hvarfið á Madeleine í maí síðastliðnum. MYND/AFP Örvæntingarfull leit fer nú fram af fimm ára gamalli spænskri stúlku sem hefur verið saknað síðan á sunnudag þegar hún hvarf skammt frá heimili sínu í Huelva á Spáni. Stúlkan, Mari Luz Cortes, fór út að kaupa kartöfluflögur í hverfissjoppunni örfáar húsalengdir frá heimili sínu. Fjölskyldan fór að leita hennar þegar hún kom ekki til baka og tilkynnti um hvarfið. Juan Jose faðir stúlkunnar var tárvotur þegar hann biðlaði til þess eða þeirra sem hefðu stúlkuna undir höndum. Plakötum með myndum af Mari var dreift um nærliggjandi bæi við landamæri Portúgals og leit lögreglu heldur áfram með aðstoð hundruð sjálfboðaliða. Foreldrum Madeleine McCann sem hvarf af hóteli í Portúgal í ágúst er mjög brugðið við fréttirnar. Huelva er einungis tveggja tíma bílferð frá Praia da Luz í Portúgal þaðan sem Madeleine hvarf. Gerry skrifaði á bloggsíðu sína að hjónin hefðu einmitt verið í Huelva í ágúst til að vekja athygli á hvarfi Madeleine. Þau telja að sá sem rændi henni hafi einmitt farið í gegnum strandbæinn Huelva á leið sinni með stúlkuna til Afríku. Clarence Mitchell talsmaður McCann hjónanna sagði að einkaspæjarar sem vinna fyrir fjölskylduna væru að skoða hvort einhver tengsl væru á milli málanna tveggja. Madeleine McCann Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Örvæntingarfull leit fer nú fram af fimm ára gamalli spænskri stúlku sem hefur verið saknað síðan á sunnudag þegar hún hvarf skammt frá heimili sínu í Huelva á Spáni. Stúlkan, Mari Luz Cortes, fór út að kaupa kartöfluflögur í hverfissjoppunni örfáar húsalengdir frá heimili sínu. Fjölskyldan fór að leita hennar þegar hún kom ekki til baka og tilkynnti um hvarfið. Juan Jose faðir stúlkunnar var tárvotur þegar hann biðlaði til þess eða þeirra sem hefðu stúlkuna undir höndum. Plakötum með myndum af Mari var dreift um nærliggjandi bæi við landamæri Portúgals og leit lögreglu heldur áfram með aðstoð hundruð sjálfboðaliða. Foreldrum Madeleine McCann sem hvarf af hóteli í Portúgal í ágúst er mjög brugðið við fréttirnar. Huelva er einungis tveggja tíma bílferð frá Praia da Luz í Portúgal þaðan sem Madeleine hvarf. Gerry skrifaði á bloggsíðu sína að hjónin hefðu einmitt verið í Huelva í ágúst til að vekja athygli á hvarfi Madeleine. Þau telja að sá sem rændi henni hafi einmitt farið í gegnum strandbæinn Huelva á leið sinni með stúlkuna til Afríku. Clarence Mitchell talsmaður McCann hjónanna sagði að einkaspæjarar sem vinna fyrir fjölskylduna væru að skoða hvort einhver tengsl væru á milli málanna tveggja.
Madeleine McCann Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira