Hinar þrjár drottningar Cunard skipafélagsins hittust í fyrsta og eina skiptið á sínum ferli í New York á sunnudag. Fremst á þessari mynd sést Queen Mary II leiða Queen Victoria og Queen Elizabeth II upp Hudson ána og inn í höfnina í New York.
Öll skipin stoppuðu í nokkrar mínútur framan við Frelsisstyttuna og var mikil flugeldasýning á meðan.
Skipin verða á mismunandi siglingaleiðum eftir þetta og samkvæmt áætlun munu þau aldrei aftur verða saman komin á einum stað.