Skakkar kannanir vestra 9. janúar 2008 11:17 Blessunarlega eru skoðanakannanir ekki búnar að eyðileggja pólitíska ærslaleiki. Það sannaðist í New Hampshire í gærkvöld. Hillary kom þar, sá og sigraði, þrátt fyrir hrakspár - og spumpart er broslegt að fletta stærstu dagblöðunum hér heima sem virtust bæði veðja á félaga Obama; Mogginn með bjartsýnisgrein um þann væna dreng, Fréttablaðið um heilan leiðara helgaðan honum. Það er vont að vera dagblað á svona stundum, enn verra að veðja - og verst að hafa að lokum rangt fyrir sér. Ég hef samúð með félögum míunum á blöðunum á svona stundum, enda bæði Moggi og Fbl í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Þetta minnir auðvitað allt saman á á frægustu dagblaðsforsíðu allra tíma, forsíðu Chicago Tribune sem sagði að Dewey hefði unnið hinar æsispennandi forsetakosningarnar 1948 en þar var Truman auðvitað hinn eini og sanni sigurvegari. Dewey hafði hins vegar skoðanakannanir á sínu bandi en tapaði kosningunni. Það er gleðiefni fyrir kosningafíkla að skoðanakannanir skuli ennþá klikka - og verða vonandi alltaf meiri hugvísindi en raunvísindi. Ég er svolítið skotinn í ösnunni Hillary, altso pólitískt séð - og reyndar einnig hallur undir gömlu stríðskempuna og fílamanninn John McCain. Mér sýnist að slagurinn á milli þeirra tveggja yrði mesta og besta fréttaefnið; bæði tvo haukar miklir og kjaftforir sem sækja inn að miðjunni, nokk laus við bandaríska öfga. Það er vart að maður geti beðið 5. febrúar, stóra þriðjudagsins, þegar flest fylkin velja sér forsetaefni. Það er rífandi stemmning í forvalinu vestra og svo virðist sem breytingar séu í loftinu; þannig talar almenningur, vill nýtt blóð, nýjar lausnir. Obama er nokkuð óskifað blað, pólitískt, minnir á stundum á Dag B. Eggertsson; fræbær ræðumaður en efnið og stefnan nokkuð óljós. Hillary er þéttskrifuð í sinni pólitík, uppskurðarmaskína af öflugra taginu, svolítil Jóhanna Sig. Svo er hitt: Það er eitthvað svo óendanlega heillandi að fá Bill aftur í Hvíta húsið, sem The First Man ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun
Blessunarlega eru skoðanakannanir ekki búnar að eyðileggja pólitíska ærslaleiki. Það sannaðist í New Hampshire í gærkvöld. Hillary kom þar, sá og sigraði, þrátt fyrir hrakspár - og spumpart er broslegt að fletta stærstu dagblöðunum hér heima sem virtust bæði veðja á félaga Obama; Mogginn með bjartsýnisgrein um þann væna dreng, Fréttablaðið um heilan leiðara helgaðan honum. Það er vont að vera dagblað á svona stundum, enn verra að veðja - og verst að hafa að lokum rangt fyrir sér. Ég hef samúð með félögum míunum á blöðunum á svona stundum, enda bæði Moggi og Fbl í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Þetta minnir auðvitað allt saman á á frægustu dagblaðsforsíðu allra tíma, forsíðu Chicago Tribune sem sagði að Dewey hefði unnið hinar æsispennandi forsetakosningarnar 1948 en þar var Truman auðvitað hinn eini og sanni sigurvegari. Dewey hafði hins vegar skoðanakannanir á sínu bandi en tapaði kosningunni. Það er gleðiefni fyrir kosningafíkla að skoðanakannanir skuli ennþá klikka - og verða vonandi alltaf meiri hugvísindi en raunvísindi. Ég er svolítið skotinn í ösnunni Hillary, altso pólitískt séð - og reyndar einnig hallur undir gömlu stríðskempuna og fílamanninn John McCain. Mér sýnist að slagurinn á milli þeirra tveggja yrði mesta og besta fréttaefnið; bæði tvo haukar miklir og kjaftforir sem sækja inn að miðjunni, nokk laus við bandaríska öfga. Það er vart að maður geti beðið 5. febrúar, stóra þriðjudagsins, þegar flest fylkin velja sér forsetaefni. Það er rífandi stemmning í forvalinu vestra og svo virðist sem breytingar séu í loftinu; þannig talar almenningur, vill nýtt blóð, nýjar lausnir. Obama er nokkuð óskifað blað, pólitískt, minnir á stundum á Dag B. Eggertsson; fræbær ræðumaður en efnið og stefnan nokkuð óljós. Hillary er þéttskrifuð í sinni pólitík, uppskurðarmaskína af öflugra taginu, svolítil Jóhanna Sig. Svo er hitt: Það er eitthvað svo óendanlega heillandi að fá Bill aftur í Hvíta húsið, sem The First Man ... -SER.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun