Lestur og aftur lestur 7. janúar 2008 11:16 Mikið hjartanlega er ég sammála Kristjáni B. Jónassyni um mikilvægi lesturs. Þessi snjalli forkólfur íslenskra bókaútgefenda ritar tímabæra grein í Fréttablaðið í dag (bls. 14) þar sem hann segir besta ráðið til að bæta lesskilning landsmanna sé að lesa. Svo einfalt er það. Auðvitað. Skólar og foreldrar eiga - og verða - að gera krakka landsins að forföllnum lesurum. Það er lykill að lífinu. Ég er forfallinn lesari. Blessunarlega. Hvort heldur er á bækur eða blöð. Auðvitað gengur þetta stundum út í öfgar hjá mér. Og verður árátta. En mikið lifandi sem þetta er góður kvilli. Ég tek til dæmis eftir hornauga konu minnar um helgar þegar ég hreiðra mig um í betra hægindinu í stofunni og ver nokkrum klukkustundum í lestur helgarblaðanna; já DV, Fréttablaðs, Mogga, 24 stunda og Viðskiptablaðsins. Helst einhver tímarit með. Já, allur pakkinn. Það má ekki minna vera. Lesa helst allt upp til agna. Njóta þess besta sem skrifað er um íslenskan og erlendan samtíma. "Þekking heimsins er að mestu bundin í lesmál," segir Kristján Bjarki í greininni sinni. Það er laukrétt. Þaðan er viskuna að hafa - og viskan er breitt svið; allt frá mataruppskriftum og stjörnuslúðri til djúpviturra Lesbókargreina og snjallra pólitískra úttekta. Svo eru það bækurnar; helst haugur af ljóðabókum í bland við bjarmafullan prósa. Var að klára Sigga Páls, Einar Má, Gyrði og Þórarin Eldjárn í einni bendu. Nýbúinn líka með Gerði Kristnýju og Ara Jóhannesson (nýskáld á gamals aldri!) og allt saman reyndist þetta gæðastöff. Hef ekki enn lesið Guðna ... en skrifaði hann náttúrlega ... Ég veit ekki hvar ég væri án lesturs. Líklegur týndur, gott ef ekki tröllum gefinn. Aðalatriðið er þó þetta: Skila lestrarunaðinum til barna sinna, lesa býsnin fyrir þau - og hafa gaman af. Sannfæra þau um mikilvægi lesturs; sýna þeim fram á að blindur er bóklaus maður. Það er von mín að engin lækning finnist á lestraráráttu. En það væri svo sem eftir öðru ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Mikið hjartanlega er ég sammála Kristjáni B. Jónassyni um mikilvægi lesturs. Þessi snjalli forkólfur íslenskra bókaútgefenda ritar tímabæra grein í Fréttablaðið í dag (bls. 14) þar sem hann segir besta ráðið til að bæta lesskilning landsmanna sé að lesa. Svo einfalt er það. Auðvitað. Skólar og foreldrar eiga - og verða - að gera krakka landsins að forföllnum lesurum. Það er lykill að lífinu. Ég er forfallinn lesari. Blessunarlega. Hvort heldur er á bækur eða blöð. Auðvitað gengur þetta stundum út í öfgar hjá mér. Og verður árátta. En mikið lifandi sem þetta er góður kvilli. Ég tek til dæmis eftir hornauga konu minnar um helgar þegar ég hreiðra mig um í betra hægindinu í stofunni og ver nokkrum klukkustundum í lestur helgarblaðanna; já DV, Fréttablaðs, Mogga, 24 stunda og Viðskiptablaðsins. Helst einhver tímarit með. Já, allur pakkinn. Það má ekki minna vera. Lesa helst allt upp til agna. Njóta þess besta sem skrifað er um íslenskan og erlendan samtíma. "Þekking heimsins er að mestu bundin í lesmál," segir Kristján Bjarki í greininni sinni. Það er laukrétt. Þaðan er viskuna að hafa - og viskan er breitt svið; allt frá mataruppskriftum og stjörnuslúðri til djúpviturra Lesbókargreina og snjallra pólitískra úttekta. Svo eru það bækurnar; helst haugur af ljóðabókum í bland við bjarmafullan prósa. Var að klára Sigga Páls, Einar Má, Gyrði og Þórarin Eldjárn í einni bendu. Nýbúinn líka með Gerði Kristnýju og Ara Jóhannesson (nýskáld á gamals aldri!) og allt saman reyndist þetta gæðastöff. Hef ekki enn lesið Guðna ... en skrifaði hann náttúrlega ... Ég veit ekki hvar ég væri án lesturs. Líklegur týndur, gott ef ekki tröllum gefinn. Aðalatriðið er þó þetta: Skila lestrarunaðinum til barna sinna, lesa býsnin fyrir þau - og hafa gaman af. Sannfæra þau um mikilvægi lesturs; sýna þeim fram á að blindur er bóklaus maður. Það er von mín að engin lækning finnist á lestraráráttu. En það væri svo sem eftir öðru ... -SER.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun