Passið ykkur útlendingar Óli Tynes skrifar 3. janúar 2008 16:14 Roland Koch. Háttsettur flokksbróðir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, varaði innflytjendur í dag við því að þeir verði að laga sig að þýsku þjóðfélagi eða taka afleiðingunum. Roland Koch er forsætisráðherra í Hesse sem er með auðugri héruðum landsins. Hann reitti innflytjendur til reiði fyrr í þessari vikuna þegar hann sakaði útlendinga um að eiga sök á aukinni afbrotatíðni unglinga. Koch dregur þó ekkert í landi í grein sem hann skrifar í blaðið Bild, í dag. Þar segir hann meðal annars; "Á svæðum þar sem er mikill fjöldi innflytjenda verða að vera skýrar reglur og auðvitað afleiðingar ef þeim er ekki fylgt. Þýska verður að vera tungumálið í daglegu lífi og það verður að vera ljóst að það er ekki í samræmi við okkar siði að drepa dýr í eldhúsinu. Né heldur undarlegar hugmyndir um hvernig á að losa sig við rusl." Aðspurður hvað hann meinti um ruslið, sagði aðstoðarmaður Kochs; "Það er fólk sem losar sig við rusl á annan hátt en við hin. Þeir sem lesa grein hans vita hvað hann á við. Ruslinu er bara hent hvar sem er." Mikil umræða hefur verið um innflytjendur í Þýskalandi frá því um hátíðarnar eftir að sást í öryggismyndavélum hvar tveir unglingar, annar grískur en hinn tyrkneskur misþyrmdu þýskum eftirlaunaþega á brautarpalli. Þýskar sjónvarpsstöðvar hafa sýnt þær myndir aftur og aftur. Það búa um 15 milljónir innflytjenda í Þýskalandi. Þar af eru 3.2 milljónir múslima sem flestir eru upprunnir í Tyrklandi. Opinberar tölur sýna að hlutdeild útlendinga í afbrotum í Þýskalandi minnkar stöðugt. Hún var 34 prósent árið 1993 en 22 prósent árið 2006. Þetta á við heildina. Engar sérstakar tölur eru til sem sýna sérstaklega afbrot unglinga af erlendum uppruna. Engu að síður birti Bild uppsláttarfrétt við hliðina á grein Kochs með fyrirsögninni; "Ungir útlendingar ofbeldisfyllri en þýskir." Fréttin byggði á rannsókn afbrotafræðings í Hanover. Erlent Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Háttsettur flokksbróðir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, varaði innflytjendur í dag við því að þeir verði að laga sig að þýsku þjóðfélagi eða taka afleiðingunum. Roland Koch er forsætisráðherra í Hesse sem er með auðugri héruðum landsins. Hann reitti innflytjendur til reiði fyrr í þessari vikuna þegar hann sakaði útlendinga um að eiga sök á aukinni afbrotatíðni unglinga. Koch dregur þó ekkert í landi í grein sem hann skrifar í blaðið Bild, í dag. Þar segir hann meðal annars; "Á svæðum þar sem er mikill fjöldi innflytjenda verða að vera skýrar reglur og auðvitað afleiðingar ef þeim er ekki fylgt. Þýska verður að vera tungumálið í daglegu lífi og það verður að vera ljóst að það er ekki í samræmi við okkar siði að drepa dýr í eldhúsinu. Né heldur undarlegar hugmyndir um hvernig á að losa sig við rusl." Aðspurður hvað hann meinti um ruslið, sagði aðstoðarmaður Kochs; "Það er fólk sem losar sig við rusl á annan hátt en við hin. Þeir sem lesa grein hans vita hvað hann á við. Ruslinu er bara hent hvar sem er." Mikil umræða hefur verið um innflytjendur í Þýskalandi frá því um hátíðarnar eftir að sást í öryggismyndavélum hvar tveir unglingar, annar grískur en hinn tyrkneskur misþyrmdu þýskum eftirlaunaþega á brautarpalli. Þýskar sjónvarpsstöðvar hafa sýnt þær myndir aftur og aftur. Það búa um 15 milljónir innflytjenda í Þýskalandi. Þar af eru 3.2 milljónir múslima sem flestir eru upprunnir í Tyrklandi. Opinberar tölur sýna að hlutdeild útlendinga í afbrotum í Þýskalandi minnkar stöðugt. Hún var 34 prósent árið 1993 en 22 prósent árið 2006. Þetta á við heildina. Engar sérstakar tölur eru til sem sýna sérstaklega afbrot unglinga af erlendum uppruna. Engu að síður birti Bild uppsláttarfrétt við hliðina á grein Kochs með fyrirsögninni; "Ungir útlendingar ofbeldisfyllri en þýskir." Fréttin byggði á rannsókn afbrotafræðings í Hanover.
Erlent Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“