Woyzek sýndur í New York 15. október 2008 05:00 Úr sýningunni sem flutt verður í þrígang í New York í vikunni. Ólafur Egill og Árni Pétur gera tilraunir á Ingvari Sigurðssyni. Mynd: Leikfélag Reykjavíkur Vesturport sýnir sviðsetningu Gísla Arnar Garðarssonar á Woyzek í New York í vikunni. Nær fimmtíu manna flokkur hélt til New York á sunnudag og eru þrjár sýningar á verkinu á vegum BAM-hátíðarinnar. Gísli Örn segir hrakfarir í fjármálalífi þjóðarinnar hafa lítil áhrif á starfsemi Vesturports, fram undan séu sýningarferðir á hátíðir víða um lönd, bæði á Hamskiptunum og Woyzek. Þá komi til álita að æfa Rómeó og Júlíu upp og fara með stykkið á leikför. Boð leiklistarhátíða skoði flokkurinn gaumgæfilega og þekkist einungis þau sem tryggja fulla fjárhagslega aðkomu að sýningum Vesturports erlendis, enda hafi flokkurinn notið takmarkaðs stuðnings frá einkaaðilum til sýningarferðalaga, fái jafnvel ekki styrki úr Thalíu, ferðasjóði Reykjavíkur og Icelandair. BAM-hátíðin hefur um langt árabil verið ein helsta blandaða listahátíð New York um árabil og er mikill heiður fyrir Vesturport að fá þar aðgang. Hún var lengi vel nátengd framvörðum í listalífi borgarinnar og leggur ríka áherslu á blöndu listgreina í nýsköpunarverkefnum. Sýning Vesturports á æskuverki Georg Buchner var unnin í samstarfi Leikfélags Reykjavíkur, Bite-hátíðarinnar í Barbican, Old Vic-leikhússins í London og Vesturports. Hún var frumsýnd hér á landi í Borgarleikhúsinu 2005 og var það í fyrsta sinn sem Nick Cave gekk til samstarfs við Vesturport. Nú mun vera í bígerð sviðsetning á öðru sígildu verki þýskra bókmennta í samstarfi Nick Cave við Vesturport á Faust eftir Goethe. pbb@frettabladid.is Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Vesturport sýnir sviðsetningu Gísla Arnar Garðarssonar á Woyzek í New York í vikunni. Nær fimmtíu manna flokkur hélt til New York á sunnudag og eru þrjár sýningar á verkinu á vegum BAM-hátíðarinnar. Gísli Örn segir hrakfarir í fjármálalífi þjóðarinnar hafa lítil áhrif á starfsemi Vesturports, fram undan séu sýningarferðir á hátíðir víða um lönd, bæði á Hamskiptunum og Woyzek. Þá komi til álita að æfa Rómeó og Júlíu upp og fara með stykkið á leikför. Boð leiklistarhátíða skoði flokkurinn gaumgæfilega og þekkist einungis þau sem tryggja fulla fjárhagslega aðkomu að sýningum Vesturports erlendis, enda hafi flokkurinn notið takmarkaðs stuðnings frá einkaaðilum til sýningarferðalaga, fái jafnvel ekki styrki úr Thalíu, ferðasjóði Reykjavíkur og Icelandair. BAM-hátíðin hefur um langt árabil verið ein helsta blandaða listahátíð New York um árabil og er mikill heiður fyrir Vesturport að fá þar aðgang. Hún var lengi vel nátengd framvörðum í listalífi borgarinnar og leggur ríka áherslu á blöndu listgreina í nýsköpunarverkefnum. Sýning Vesturports á æskuverki Georg Buchner var unnin í samstarfi Leikfélags Reykjavíkur, Bite-hátíðarinnar í Barbican, Old Vic-leikhússins í London og Vesturports. Hún var frumsýnd hér á landi í Borgarleikhúsinu 2005 og var það í fyrsta sinn sem Nick Cave gekk til samstarfs við Vesturport. Nú mun vera í bígerð sviðsetning á öðru sígildu verki þýskra bókmennta í samstarfi Nick Cave við Vesturport á Faust eftir Goethe. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira